Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 5
Af vettvangi: Starfsþjálfun fatlaöra kynnt f fyrsta fréttabréfi Öryrkjabandalagsins var sagt frá starfsþjálfun fatlaðra í knöppu máli úr skýrslu formanns á aðalfundi s.l. haust. Nú er ætlunin úr að bæta. Við spyrjum fyrst Guðrúnu Hannesdótt- ur forstöðumann nokkurra spurninga, en einnig tvo nemendur í sitt hvorum hópi. Heyrum fyrst hvað Guðrún hefur að segja: Hver er aðdragandinn að starfsþjálfun fatlaðra? Aðdragandinn að stofnun Starfsþjálfunar fatlaðra var samstarf Rauðakross íslands, Öryrkjabandalags íslands, Stjórnunarfé- lags íslands, og Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra, um kennslu fyrir fatlaða í tölvufræðum og fleiri greinum. Sú starf- semi hófst undir heitinu Skóli fatlaðra og var til húsa í Iðnskólanum í Reykjavík. Fyrstu tvö árin, frá því í janúar 1983 þar til í janúar 1985, var stjórnun og rekstur skólans á vegum R.K.Í. Hér var um mjög merkilegt og þarft framtak að ræða, sem byggði meira og minna á hugsjón og sjálfboðavinnu þeirra sem að stóðu. Árið 1984 sneru forsvars- menn Skóla fatlaðra sér til félagsmálaráðu- neytis varðandi fjárstuðning við skólann, stöðu hans og starfsemi. Á fjárlögum 1985 fékkst styrkur frá ríkinu og var nafni skólans jafnframt breytt í Starfsþjálfun fatlaðra. Félagsmálaráðuneytið fór þess á leit við R.K.Í. að hann sæi áfram um Starfsþjálfun fatlaðra fyrir tímabilið febrú- ar 1985 til maí 1986. Hólmfríður Gísladótt- ir deildarstjóri R.K.Í. tók að sér umsjón Starfsþjálfunar fatlaðra þetta tímabil ásamt þeim Ingimundi Magnússyni og Arnþóri Helgasyni, en þau höfðu haft veg og vanda af starfseminni frá upphafi. í október 1986 tók til starfa nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins til að gera tillögur um framtíðarskipulag og stjórn Starfsþjálfunar fatlaðra. Nefndin skilaði tiliögum í febrúar 1987, þar sem lagt var til aö Starfsþjálfun fatlaðra yrði sjálfstæð rekstareining og starfaði í samræmi við lög um málefni fatlaðra. í framhaldi af því voru síðan samþykktar starfsreglur um skipulag Starfsþjálfunar fatlaðra, og tók hún síðan til starfa á grundvelli þeirra í Guðrún Hannesdóttir. byrjun október 1987 hér í húsi Öryrkja- bandalagsins, að Hátúni lOa. Hvernig er starfsemin í dag? Hvað kennt, hversu margir nemendur, hvernig skipting? Starfsþjálfun fatlaðra er fyrst og fremst ætluð einstaklingum, sem fatlast hafa vegna sjúkdóma eða slysa og þarfnast starfsendurhæfingar. Kennd er ísienska, enska, verslunar- reikningur, bókfærsla, samfélagsfræði, þar sem m.a. er fjallað um málefni fatlaðra sérstaklega, og síðast en ekki síst tölvu- fræði með áherslu á notkun ýmissa forrita s.s. ritvinnslu, gagnagrunns, bókhalds o.fl. Kennsla og þjálfun mun taka alls eitt og hálft ár eða þrjár annir. Síðustu önnina verður m.a. lögð áhersla á bein tengsl við atvinnulífið og að opna nemendum leiðir tn starfa eða almennar skólagöngu. Nú eru 24 einstaklingar við nám í Starfs- þjálfun fatlaðra, einn hópur byrjaði í haust og annar hópur bættist við um áramót. Kennt er á daginn og hvor hópur fær u.þ.b. 5 stunda kennslu á dag, fimm daga vikunnar. Nemendur geta komið áður en kennsla hefst eða verið eftir að kennslu lýkur og unnið að heimanámi eða æft sig á tölvu. Nemendur eru á ýmsum aldri, sá yngsti 19 ára og sá elsti 60, og vitaskuld af báðum kynjum, þó reyndar séu karlar í nokkrum meirihluta í báðum hópum. Engin inngönguskilyrði eru sett um aldur eða fyrra nám, en æskilegt er að viðkomandi hafi lokið grunnskóla. Að öðru leyti er reynt að meta hvern umsækjanda með tilliti til þess, hversu vel hann ætti að geta Að mörgu þarfað huga. 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.