Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Blaðsíða 10
Hvert hafa ræðarar róið? Kristín Jónsdóttir. Eftir að félagsleg framkvæmdaáætlun Ör- yrkjabandalags íslands og Landssamtak- anna Þroskahjálpar hafði verið kynnt á sameiginlegum fundi samtakanna á Hótel Sögu í haust og landsfundir beggja samtak- anna höfðu samþykkt ályktunina, var haf- ist handa við undirbúning að framkvæmd hennar. Skömmu fyrir áramótin var skipað í ræðarahópinn og hófu ræðarar þegar undirbúning. þeir fengu það nesti að byggja starf sitt á áætluninni og hefja róðurinn af fullum krafti. Það gerðu þeir og héldu 15 vinnufundi í iotunni þar sem byrjað var á að útfæra ýmsa þætti fram- kvæmdaáætlunarinnar. Þessi fyrstu áratog liggja nú fyrir og þriðjudaginn 14.mars kom stýrimaðurinn um borð, Helgi Hróðmarsson, 27 ára gamall viðskipta- fræðingur sem kom um borð í því sögulega hlutverki að vera fyrsti starfsmaður sem ÖBÍ og ÞH ráða sameiginlega. I þeim fyrstu áratogum sem ræðarar hafa tekið eru mörg verkefni. Fyrsta verk- efnið sem stýrimaður og ræðarar byrja að vinna að er Vorblót. Þetta Vorblót verður haldið 14. maí í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Jafnhliða þessu og í framhaldi verður svo haldið áfram og verkefnin tekin fyrir eftir því sem orka leyfir. Vor- blótið verður eins og blóm sem springur út og þar koma íslendingar — allur almenn- ingur — saman til að vera viðstaddir upphaf ferðarinnar. Á öðrum stað í blaðinu verður einnig sagt frá undirbúningi Vorblótsins. Hér verður hins vegar í örstuttu máli greint frá þeim breytingum sem starf ræðara og stýri- manns og framkvæmdaáætlunin hefur á starf heildarsamtakanna. Hér er raunverulega verið að gera tvo hluti. Annars vegar hafa heildarsamtökin náð saman í starfi og hins vegar byggir framkvæmdaáætlunin á því að ræðarar og stýrimaður snúi sér meira að mannlega og félagslega þættinum. Auðvitað skarast þetta og hver félagsleg aðgerð snertir einnig hagsmunamálin. En með þessu er orðin viss verkaskipting og sá möguleiki er einnig fyrir hendi og verður nýttur, að öllu aflinu verði beitt sameiginlega. Og reynslan hefur sýnt það nú þegar að þegar heildarsamtök fatlaðra beita sameigin- legu afli þá stenst ekkert fyrir þeim. Það er vor í loftinu og við erum að leggja af stað í spennandi ferðalag. Þetta ferðalag er farið út í þjóðfélagið. Við vonum að eftir tvö ár sem hin félagslega fram- kvæmdaáætlun spannar, verðum við nær því takmarki að fatlaðir verði ekki á sér básum í þjóðfélaginu, heldur eðlilegur þáttur í þjóðlífinu. F.h. ræðarahópsins, Kristín Jónsdóttir. Vorblótin Nú hafa Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands sett á stofn Fé- lagslega framkvæmdaáætlun samtakanna beggja. „Ræðarar“ hafa verið skipaðir og hafa þeir unnið ötullega frá síðusíu ára- mótum við að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem samþykktar hafa verið. „Stýrimaður“ hefur einnig verið ráðinn og hóf hann störf 22. mars síðastliðinn. Starf „stýrimanns“ er meðal annars að hrinda í framkvæmd málum sem „ræðarar" gera tillögur um. Ein af þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram og er nú orðin að veruleika er svokallað VORBLÓT. Hér er átt við sam- komu sem haldin verður 14. maí næst- komandi í íþróttahúsinu við Digranes í Kópavogi og vorblót á þrem öðrum stöð- um á landinu: ísafirði, Akureyri og Egils- stöðum á sama degi. Undirbúningur er í fullum gangi nú þegar þetta er ritað. Gott VORBLÓT á hverjum stað veltur að miklu leyti á góðri þátttöku. Þess vegna, lesandi góður, hvetjum við þig til að mæta í góðu formi þann 14. maí. Ræðarar og Stýrimaður. Stýrimaður og hluti ræðara huga að vorblótshaldi. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.