Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Blaðsíða 7
Níundi apríl. Merkur áfangi á ágætri leið Fundur Proskahjálpar og Öryrkjabanda- lagsins með fulltrúum sínum í svæðisstjórn- um og stjórnarnefnd var haldinn 9. apríl s.l. í Risinu Hverfisgötu 105 Reykjavík. Fundinn sóttu rúmlega 60 fulltrúar og fór hann hið besta fram. Fundurinn var settur af Hrafni Sæm- undssyni forræðara. Ávarp hans er birt hér í fréttabréfinu. Fundarstjóri var Ásgerður Ingimars- dóttir og hóf hún fundinn á kynningu allra fulltrúa. Fulltrúar voru mættir frá öllum svæðisstjórnum á landinu svo og frá stjórn- um og nefndum samtakanna. Efnisleg rakning umræðna og framsöguerinda verð- ur ekki tekin fyrir hér, en aðeins vikið að framsöguaðilum. Arnþór Helgason kynnti starfsemi og skipulag Öryrkjabandalagsins og lauk þeirri kynningu á því að segja að nú væri vor í lofti — vor innan samtaka fatlaðra. Ásta B. Þorsteinsdóttir og Andrés Ragn- arsson kynntu sögu og starf Þroskahjálpar. Ásta sagðist í lokin óska þess að hinn góði andi, sem ríkt hefði í samskiptum þessara samtaka, næði að umlykja þennan fund. Öll lýstu þau ánægju með hið ágæta samstarf, sem tekist hefði milli Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins. Sam- eiginlega yrði verið á verði, — saman yrði sótt fram til nýrra sigra. Halldóra Sigurgeirsdóttir og Helgi Flróðmarsson kynntu starf ræðara — „stutta vertíð en stífa“ — og sögðu frá aflaföngum og kynntu væntanlegt vorblót. Jón Sævar Alfonsson sagði frá hlutverki og verkefnum stjórnarnefndar um mál- efni fatlaðra og kvað orðið meira en tíma- bært að stjórnarnefnd færi að sinna áætlun- arþættinum, en eyddi ekki allri orku í fjárúthlutun Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Þá var komið að höfuðerindi fundarins, en það flutti Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins. Erindið kallaði hún: Vinnugleði. Hún fjallaði um vinnuna, gildi hennar, áherslu- þætti hennar, andrúmsloftið, launaþáttinn, mannlegu samskiptin. Hún sagði orðrétt: ..Vinnugleði er tvímælalaust sterkasti þátt- ur heilsuverndar á vinnustöðum." Varast skyldi hins vegar einfaldar uppskriftir. Hún rakti ýmsar kannanir og skrif vísra aðila um þetta viðfangsefni og fór á kost- um: setti fram efnið á einfaldan og skýran en líka skemmtilegan máta, svo unun var á að heyra. Þá flutti Valey Jónasdóttir framsögu um hlutverk svæðisstjórna en rakti fyrst í ljósu og lifandi máli lífssögu sína, þar sem niður- staðan var : Mennt er máttur. Hún kvað áætlunargerð of víða á eftir, eftirlitskyldu yrði að sinna betur og ferlimál væru um of sniðgengin. Þá voru almennar umræður undir stjórn þeirra Gerðar Steinþórsdóttur og Jónu Sveinsdóttur. Til máls munu hafa tekið á þriðja tug fulltrúa og var umræðan mál- efnaleg og lífleg. Annars tók Kristján Sigurmundsson öll helstu atriðin upp í fundargerð, svo því verður vel til haga haldið. Umræðurnar spönnuðu vítt svið frá heimspekilegu,u vangaveltum og hugmyndafræðilegum þönkum um almenn lög og sérlög og yfir í áberandi kvartanir varamanna í svæðis- stjórnum um of litla vitneskju og samráð um það, sem verið væri að gera. í lokin var borin upp af forystuaðilum samtakanna beggja svohljóðandi tillaga: Tillaga um framhald þessa fundar. Fundurinn verði árlegur og skipulag eftirfarandi: Fyrsti fundur á hverju kjör- tímabili verði helgaður almennri kynningu og tengslamyndun. Á öðrum fundum verði tekin fyrir sérstök málefni/málaflokkar og fengnir til þess framsögumenn. Vel má hugsa sér að halda þessa fundi til skiptis í landsfj órðungunum. Flutningsmenn: Formenn og fram- kvæmdastjórar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Um kvöldið var mikill og fjölsóttur fagn- aður fundargesta í boði samtakanna beggja, er þótti gleðja sálir manna sérdeilis vel. Á léttari nótum. Sungnir af innlifun. Frá 9. apríl. 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.