Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 8
F Avarp Hrafns Sæmundssonar 9. apríl nokkuö stytt Hrafn Sœmundsson. Þegar viö komum saman í dag er vor í loftinu. f dag ríkir að mörgu leyti sá andblær sem frumherjarnir fundu leika um vanga sína. í dag stöndum við á vegamótum. Framund- an er ferðalag inn í framtíðina. Framundan eru óplægðir akrar. Framundan er sú gæfa hvers einstaklings, sú gæfa hverra sam- taka, að finna það, að bönd vanans bresta og ný þróun birtist. Heildarsamtök fatl- aðra hafa nú sameinast í starfi. Heildar- samtökin hafa ákveðið að hefja sameigin- legt ferðalag út í þjóðfélagið og inn í framtíðina. A þessum grunni erum við hér í dag. Á þessum grunni ætlum við að ræða málin. Og takið eftir því, að dagskrá þess fundar tengir marga þætti. Við ætlum að ræða hefðbundin mál. En við ætlum einnig að líta okkur ennþá nær. Við ætlum líka að slá þann tón sem snýr að okkar innstu kviku. Þann tón sem gildir þegar upp er staðið. Við ætlum að spyrja spurninga. Heim- spekilegra spurninga. Vonandi verður andi þessarar samkomu byggður á heimspeki- legri hugsun. Páll Skúlason skilgreinir heimspekilega hugsun á þennan einfalda hátt: „Heimspekileg hugsun er — eins og ég skil hana — endalaus viðleitni til að brjóta þá hlekki sem eru lagðir á hugsun fólks. Hún er tilraun til að virkja hugarorku manna til að skoða og skilgreina veru- leikann". Ég vil spyrja: Er þetta ekki inntak okkar máls? Er þetta ekki það markmið sem við setjum okkur í starfinu? Er þetta ekki það markmið, sem sérhver svæðisstjórn ætti að hafa að leiðarljósi. Það markmið, sem hver meðlimur svæðisstjórnar ætti að hafa að leiðarljósi í upphafi hvers fundar. í upphafi hverrar hugsunar sinnar? Er þetta ekki sá grunntónn, sem við byggjum allt okkar starf á? Við stöndum á tímamótum. Það þýðir, að framundan er nýtt ferðalag. Við þurfum að bera gæfu til þess að skilja, hvert við erum að fara. Ég tel augljóst að þetta ferðalag stefni út í þjóðfélagið. Ég tel augljóst að sá tónn, sem hefur verið sleginn í félagslegri fram- kvæmdaáætlun heildarsamtaka fatlaðra — Öryrkjabandalags íslands og Landssam- takanna Þroskahjálpar — stefni ekki ein- ungis að því að sameina þessa risa í starfi, heldur einnig og ekki síður að því, að færa málefni fatlaðra út í þjóðfélagið. Að færa víglínuna inn á breiðan vang þjóðfélagsins. Að koma upp úr skotgröfunum. Þegar frumherjarnir hófu starfið, var þjóðfélagsgerðin allt önnur en nú er. Þá höfðu fatlaðir nær engan rétt nema ölmus- una. Við þær aðstæður var miðað í barátt- unni. Síðan hefur orðið bylting. Þjóðfé- lagsgerðin er allt önnur. Og þarfirnar allt aðrar. Og það hefur mikið áunnist. En við skulum gera okkur grein fyrir því, að það er langt í land að fatlaðir sitji við sama borð og aðrir. Baráttan fyrir jafnrétti og mannréttindum fatlaðra mun halda áfram. Og þessi barátta tengist ekki síst svæðis- stjórnum. Og þessi barátta verður að vera markviss. Svæðisstjórnirnar verða ekki einungis að vinna eftir laganna bókstaf. Svæðisstjórnirnar verða að hafa frum- kvæði. Þær verða að sýna vilja og frum- kvæði. Allt starf sem unnið er án þess, er andvana. En svæðisstjórnirnar og heildarsamtök fatlaðra, sem boða til þessa fundar, verða einnig að stilla saman strengina. Ef til vill gerum við okkur ekki fulla grein fyrir því, að heildarsamtök fatlaðra og svæðisstjórn- inar eru eitt sterkasta þjóðfélagsaflið í dag. Samstarf og samspil þessara aðila getur skipt sköpum í þróuninni. í öllu starfi okkar skulum við taka mið af því, að fatlaðir eru hluti af þjóðfélags- heildinni. í amstri daganna, í baráttunni við kerfið, í hinni eilífu glímu um að lifa af, megum við ekki gleyma takmarkinu. Tak- mark okkar er að verða eðlilegur hluti þjóðfélagsins. Við megum ekki falla í þá gryfju að trúa því, að fatlað fólk eigi og þurfi að vera í sérstökum bás í þjóðfé- laginu. Þetta er og þarf að vera inntakið í baráttu okkar. Það er vor í loftinu. Aldrei áður hafa samtök fatlaðra og þeir sem starfa að málefnum fatlaðra, og fatlaðir sjálfir, átt þá möguleika sem nú blasa við okkur. En því aðeins munum við sigra, að starf okkar byggist á víðsýni. Að við skynjum og tileinkum okkur nýtt gildismat. Að við skiljum nýjar aðstæður — nýjar þarfir. Baráttan er hörð, og hún verður hörð um ókomna framtíð. En við megum ekki byrgja fyrir sólina í þessari baráttu. Við megum ekki gleyma því að hlýr vormorgun með tæru lofti eru lífsgæði. Að mannleg samskipti eru lífsgæði. Við megum ekki falla í þá gryfju að glata voninni. Baráttan er hörð og óvægin, en lífið á sér fleiri hliðar. Það er markmið og hlutverk svæðisstjórnanna og samtaka fatlaðra, að skapa grunn fyrir lífshamingju fólks. Ekki aðeins fatlaðs fólks, heldur allra. Þess vegna verða svæðisstjórninar og samtök fatlaðra, að vera óhrædd við að taka upp samstarf við aðra aðila í þjóðfélaginu. Þess vegna verða svæðisstjórninar einnig að vera óhræddar að taka þátt í því ferðalagi sem hafið er út í þjóðfélagið. Að lokum vil ég beina athygli þeirra fulltrúa samtaka fatlaðra sem eiga nú sæti í svæðisstjórnum, á þeim breytingum sem hafa átt sér stað. Heildarsamtök fatlaðra — Öryrkjabandalag íslands og Landsam- tökin Þroskahjálp tilnefna sameiginlega fulltrúa í svæðisstjórninar. Hugsunin á bak við þetta er sú að þessir fulltrúar starfi í svæðisstjórnum sem fulltrúar beggja heildarsamtakanna sameiginlega. Þetta erí takt við þá þróun sem er að verða í störfum og samstarfi samtakanna og hér hefur verið vikið að og verður gert enn betur hér á eftir. 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.