Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Síða 13
Hlerað í hornum Eitthvað hafa þau hlerað. Páll Finnbogason, sem nú gegnir sendi- herraskyldum hjá Ö.B.Í. kann margar hnyttisögur frá liðinni tíð m.a. af þjóð- kunnum mönnum. Hér látum við tvær flakka. Við vígslu brúar austur í sveitum fyrr á öldinni voru margar ræður fluttar og fjálg- legar. Sýslumaður stjórnaði hófinu og fórst það vel úr hendi. í lokin greindi hann frá því að nú yrði stiginn dans. Sjálfum þótti honum gaman að dansa en af fótfimi hans fóru minni sögur. En tvíræð þótti síðasta áminning sýslumanns: „Og svo vona ég að hér takist gott samkomulag á milli fót- anna“. Páll ísólfsson var afburða eftirherma og hringdi oft í menn með annarra rödd og létu margir blekkjast. Séra Friðrik Hallgrímsson dómkirkju- prestur var mikill skautaunnandi og lék oft listir sínar á Tjörninni, og sást það gjörla frá biskupsbústað, en biskup var þá Jón Helgason. Eitt kvöld eftir að séra Friðrik er búinn að iðka skautaíþróttina vel og lengi er hringt til hans og kynnir sig þar biskupinn yfir íslandi. Segist hann kunna því afar illa, að einn þjónn hans og það sjálf- ur dómkirkjupresturinn sé að sprikla og sprella á skautum með alls konar fólki. Bað biskup séra Friðrik fyrir alla muni að hætta iðkan þessari. Séra Friðrik þóttu þetta harðir kostir, en hætti þó. Nú mætast þeir nokkrum dögum síðar séra Friðrik og Jón biskup og spyr þá biskup að því, hverju það sæti, að séra Friðrik sé alveg hættur á skautum og þetta skínandi svell á Tjörninni. Séra Friðrik bregst heldur kalt og þurrlega við og segir: „Ég veit nú ekki betur en sjálfur herra biskupinn hafi harð- bannað mér að vera á skautum“. Nú rak biskup heldur betur upp stór augu og við nánari eftirgrennslan komust þeir að hinu sanna eða þóttust a.m.k. vita, að þarna hefði Páll verið að verki. Bóndi einn eystra fylgdist mjög vel með skákmótum, og ræddi þau gjarnan við vinnufélaga sína í saltfiskinum, sem hann var í öðru hvoru. „Ekkert skil ég í þessu eilífa tímahraki hjá mönnunum. Ég held þeim væri nær að byrja fyrr á morgnana.“. Og enn segir Páll Finnbogason frá. Það var heljar mikil frelsunarsamkoma hjá trúarsöfnuði í Eyjum og þangað komu ýmsir. Inn slæddist m.a. fylliraftur, sem undir lok samkomunnar sofnaði fram á hendur sínar. Pegar samkomunni lauk sat karl einn eftir í salnum og trúboðinn yfir sig hrifinn gekk til hans, ýtti varlega við honum og spurði: Ert þú að Ieita að Jes- úm, vinur minn? Sá fulli rauk upp með andfælum og spurði: Hva - er hann nú týndur? heimsókn Þakkað fyrir r í Islenska getspá Ekki þarf að tíunda hér frekar þá gullnu auðlind, sem „Lottóið“ er Öryrkjabanda- laginu og allri starfsemi þess. Félagslega sem framkvæmdalega nýtur Ö.B.Í. þessar- ar tekjulindar. Það var því vel til fundið, þegar forystuliði Öryrkjabandalagsins var boðið í heimsókn til íslenskar getspár síðla mars s.l. Þar var fólki kynnt rækilega öll sú galdratækni, sem gerir þeim „lottó“ mönnum kleift að fylgjast með öllu alls staðar í öllum greinum, svo unun var á að horfa og heyra ágætar útskýringar stjórn- armanna sem starfsfólks. Öll stjórn ís- lenskrar getspár var mætt á staðinn og framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Vii- hjálmsson og formaður stjórnar Þórður Þorkelsson önnuðust yfirstjórn móttök- unnar, sem öll var hin höfðinglegasta. Þarna eru tölvan og tækin til ýtrasta nýtt og umfang allt ótrúlega viðamikið og margþættum störfum þarf að sinna. Undir svignandi kræsingaborðum voru flutt ágæt ávörp og ánægjulegt var að heyra, hversu góð samstaða er um „lottó- ið“, hversu bæði íþrótta- og ungmenna- hreyfingin og Öryrkjabandalagið eru samstiga unt vöxt og viðgang getspárinnar. Gestir íslenskrar getspár færa gestgjöf- unum innilegar þakkir fyrir ánægjulega stund og óska þeim góðrar velgengni í framtíðinni. A því byggist velgengni og velferð svo ótrúlega margra. H.S. 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.