Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1988, Page 15
því að leiðrétta augljósa ágalla, sem beinlínis ganga í öfuga átt við þá marg- rómuðu velferð, sem alltaf er gumað af á hátíðastundum. Svo er t.d. um bifreiðagjöld ýmiss konar og er þess nú að vænta að allir hafi nú fengið leiðréttingu, sem unnt er að veita hana. Hin stórhækkuðu iðgjöld bifreiða- trygginga hafa komið mjög harkalega við marga fatlaða og þá kemur upp spurningin um hlut ríkisins, sem kemur í ofanálag þ.e. 25% söluskattur á alla iðgjaldsupphæðina. Oll sanngirni mælir með því að ríkið hætti að auðgast á bifreiðaeign fatlaðra með þessum hætti. Að því er nú unnið að fá fram einhverja úrbót fyrir það tekjulitla fólk, sem sumt þarf nú að greiða hátt í tvenn mánaðarlaun sín af bifreið sinni í iðgjaldsformi og þar af fjórðung þess beint til ríkisins. Nú horfir svo að frumvarp Margrétar Frímannsdóttur þ.a.l. verði samþykkt á Alþingi, en það gerir ráð fyrir að söluskatt- urinn verði felldur niður. Þá hefur hið nýja staðgreiðslukerfi kom- ið víða og undarlega út. M.a. hafa styrkir skv. 19. gr. laga um málefni fatlaðra verið skattlagðir að fullu. Styrkir þessir eru veittir vegna fjárhagsástæðna til verkfæra- og tækjakaupa og til greiðslu námskostn- aðar. Styrkir þessir hafa aldrei áður verið skattlagðir — að sjálfsögðu ekki — og svona skertir koma þeir auðvitað alls ekki að sömu notum og annars væri fyrir utan augljóst ranglæti skattlagningarinnar. Á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hefur félagsmálafulltrúi Ö.B.Í. beitt sér fyrir leiðréttingu þessa fáránleika. Enn má nefna það, að þegar fólk hefur nú fengið örorkubætur greiddar aftur í tímann, þá hefur upphæðin verið skattlögð að fullu þ.e. greiddur hefur verið 35% skattur af öllu saman. Gildir þá einu, hvort viðkomandi hefur verði tekjulítill eða tekjulaus með öllu, því kerfið virkar einfaldlega svona í ósveigjan- leik sínum. Hins vegar fá menn þau svör, að eftir árið 1989, að aflokinni yfirferð skatt- skýrslna fyrir árið 1988, skuli skatturinn sem ofreiknaður var verða endurgreiddur og þá með verðbótum. Virðingarvert að vísu, en vissulega getur hart höldnum orð- ið sú leið býsna erfið. Jóhann Pétur Sveinsson héraðsdómslög- maður leitar nú leiðréttingar á þessu máli. Alþingi sendir Öryrkjabandalaginu ýmis mál til umsagnar og mætti þó meira af því gera. Leitast er við að svara þeim erindum sem greinilegast og með hagsmuni um- bjóðenda í huga. Frumvarp Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur o.fl. um breytingu á lögum um almanna- tryggingar fékk að sjálfsögðu mjög já- kvæða umsögn. Það fjallar um mjög þýð- ingarmikla réttarbót til fólks, sem vistað er á stofnunum og hefur engar tekjur. Frum- varpið gerir ráð fyrir viðmiðun við grunnlífeyri + tekjutryggingu og verði „vasapeningarnir“ svokölluðu því 50% af þeirri heildarupphæð. Þetta þýðir í raun nálægt þreföldun mánaðargreiðslna og vissulega gæti þetta skipt sköpum um alla afkomu og aðstæður þessa illa haldna hóps. Annars lagði stjórnin einnig áherslu á heildarendurskoðun allra þátta trygginga- löggjafarinnar, en nefnd á vegum Ö.B.f. undir forystu Ólafs Ríkharðsdóttur vinnur nú að athugun alls þessa stóra máls í góðri samvinnu við Þroskahjálp. Þá fékk stjórn Öryrkjabandalagsins til umsagnar tvö frumvörp um húsnæðismál. Annað er frumvarp Alexanders Stefánssonar um leiguíbúðir sveitafélaga, en hitt er stjórnar- frumvarp, Iagt fram af félagsmálaráðherra, svokallað kaupleiguíbúðafrumvarp. Hvoru tveggja frumvörpin stefna mjög í rétta átt ogfengu því jákvæða umsögn, en dregið var í efa að þau væru nægileg. Á það var bent sérstaklega að Öryrkjabandalagið hefur tekið virkan þátt í stefnumótun um húsnæð- ismál þ.e. í samstarfshópi átta samtaka, sem öll hafa hér ríkra hagsmuna að gæta. Þessi samtök hafa gefið út bæklinginn Þak yfir höfuðið, sem dreift hefur verið allvíða nt.a. til alþingismanna. í þessum bæklingi eru drög að frumvarpi um félagsíbúðasjóð, en þar er að finna höfuðáherslur Öryrkja- bandalagsinsíhúsnæðismálum. Full ástæða er fyrir félaga að kynna sér vel efni þessara frumvarpsdraga, en þar er vissulega að finna leiðir að lausnum, sem mjög ert ýsi- legar fyrir fatlaða. Snögg viðbrögö og snör handtök. Af vinnuher Hafliða Það reyndist svo þegar verið var að koma út fyrsta fréttabréfinu, að ýmislegt fór ekki sem skyldi og annað gekk óhóflega seint. A.m.k. þótti ritstjóra það og því kveið hann mjög því mikla verki, sem var við að klæða fréttabréfið í viðunandi plastumbúð- lr og líma á það útsendingarmiða, svo það kæmist nú örugglega á áfangastað. En þar er skemmst af að segja að þar voru snögg viðbrögð og snör handtök, þar sem var hið ódeiga og ötula starfslið Haf- liða „bónda“ Hjartarsonar í Ási. Á örskotshraða var öllu lokið og búið að afhenda í póstinn fleiri þúsund fréttabréf til dreifingar. Það ber sannarlega að þakka, sem svo vel er af hendi leyst og þar sem svo óvenjulegur vinnuhraði og vinnuáhugi er til staðar. Þökk sé ykkur öllum sem þarna lögðu lið og við hér á fréttabréfinu óskum Ásverjum alls hins besta — og að sjálfsögðu áframhaldandi ágætrar sam- vinnu. H.S. 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.