Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2020, Page 18

Víkurfréttir - 06.02.2020, Page 18
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 6. febrúar 2020 // 6. tbl. // 41. árg. Kristjón Guðmannsson Fæddur 26. mars 1953. Látinn 17. janúar 2020. Þegar endar æviskeið, er sem vinur finni. Það gerðist margt á lífsins leið sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson) Fallinn er frá góður vinur og ein- stakt ljúfmenni, Kristjón Guð- mannsson frá Lundi í Garði. Góður vinskapur var á milli fjöl- skyldu okkar og hans. Við systur skiptum á jólapökkum við þá bræður Þórð og Kristjón. Ég hlakk- aði mjög mikið til að fá pakkann frá Kristjóni sem var oftast bók, burstasett eða stytta. Þóra systir sá um að klippa Kristjón svo vin- skapur þeirra var mikill í gegnum tíðina. Kristjón hafði mjög góða nærveru og fannst mér gott að fá faðmlag og einn koss á kinn frá honum. Blessuð sé minning Kristjóns og þökkum við honum góða samveru og einstaka nærveru. Systurnar frá Brautarholti, Þóra og Veiga. (Guðveig Sigurðardóttir) Margir Grindvíkingar þáðu kaffiboð í menningarmiðstöðina Kvikuna á laugardaginn. Dagskrá var í boði allan daginn en hugmyndin var að fá bæjarbúa til að koma saman og hitt- ast í öllu því umróti sem náttúruöflin hafa staðið fyrir í og við Grindavík síðustu sólarhringa. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur, var á staðnum. Þá var dagskrá fyrir börn eins og bíósýning og einnig var opinn jógatími fyrir bæjarbúa á efri hæð Kvikunnar. Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur, var einnig á staðnum. Hann fór yfir jarðfræðina við Grindavík Verði eldgos á Reykjanesi er fátt um varalausnir varðandi heita vatnið. Júlíus Jón Jónsson, framkvæmdastjóri HS Veitna, segir engar áætlanir til enn um hvernig leysa eigi vandann ef heitavatnsdreifing frá orkuverinu í Svartsengi stöðvast. Það er ein sviðs- mynda sem gæti komið upp ef eldgos yrði við Grindavík. Aðalinntökusvæði HS Veitna er í gjá í hrauninu Lágum sem er um þrjá kílómetra norður af Svartsengi. Fersk- vatninu er dælt til orkuversins í Svarts- engi og þar er kalda vatnið hitað upp með jarðhitagufu. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að verið sé að skoða hvaða afleiðingar þetta gæti haft á þjónustu fyrirtækisins. „Í upphafi er rétt að geta þess að mjög ólíklegt er að tjón verði á dreifikerfum HS Veitna sem leiði til takmarkana á þjónustu. HS Veitur treysta hins vegar á afhendingu á heitu og köldu vatni frá HS Orku og síðan raforku frá Landsneti og þar eru stóru spurningarnar. Mögu- leikarnir eru vissulega óteljandi, í allra versta falli verður gos sem veldur (veru- legu) tjóni á orkuveri HS Orku. Gerist það, sem reyndar verður að teljast mjög ólíklegt, verða óhjákvæmilega verulegir erfiðleikar á orkuafhendingu á svæðinu. Miklu líklegra er, ef yfirleitt verður gos, að til einhverra skemmda gæti komið á vatnslögnum og rafstrengjum en við- gerðir á slíkum skemmdum ættu ekki að vera stórmál. Ef fyrst er litið til Grindavíkur þá annast HS Veitur raforkudreifinguna, sölu og dreifingu á heitu vatni og svo afhendingu á köldu vatni til Vatns- veitu Grindavíkur. Verði rafmagns- laust þá eiga HS Veitur tvær dísilvélar og síðan er verið að vinna að því að varðskipið Þór kæmi til Grindavíkur reynist það nauðsynlegt. Þá hefur verið haft samband við bæði Rarik og Veitur í Reykjavík og ljóst að þar er unnt að fá lánaðar dísilvélar reynist það nauð- synlegt. Álagið í Grindavík er nú um 6,5 MW en spurning hvað það verður komi til eldgoss og (einhver) rýming í bænum. Við miðum því á þessu stigi við að þurfa að útvega allt að 4 MW og þar af gætu 1,5 MW komið frá varð- skipinu en annað yrði að koma frá dísil- vélum og ekki unnt að útiloka einhverja skömmtun. Varðandi heita vatnið þá eru möguleikar á varalausnum mjög takmarkaðir. Komist raforkukerfið fljótt í lag eru einhverjir möguleikar á rafhitun og síðan er verið að skoða möguleika á kötlum, raf- eða olíu, til að hita upp vatn en þær lausnir eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Varðandi kalda vatnið þá er ekki líklegt að til langvarandi truflunar komi en gerist eitthvað slíkt verður t.d. skoðað að nýta tímabundið gömul og aflögð vatnsból. Varðandi norðanverðan skagann svo sem Reykjanesbæ höfum við litlar áhyggjur af rafmagninu, öflugar teng- ingar við Hafnarfjörð og Reykjanes eiga að tryggja að það gangi truflanalaust eða -lítið. Ferskvatnið ætti líka að vera í lagi, vatnsbólin eru nánast mitt á milli Svartsengis og Fitja og ólíklegt annað en að þau sleppi,“ segir í tilkynningunni. „Enn sem komið er eru engar áætl- anir uppi um hvernig við leysum vand- ann ef framleiðsla í Svartsengi myndi stöðvast,“ segir Júlíus en bætir því við að rétt sé að halda ró sinni þar sem litlar líkur séu á því að allt fari á versta veg. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitar- félaginu Vogum, segir í pistli til bæjar- búa að það sé full ástæða er fyrir íbúa í Sveitarfélaginu Vogum að fylgjast náið með þróun mála í tengslum við landris nærri Grindavík, þar sem óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir, og þar af leiðandi vera við- búin því sem kann að gerast. „Á fundi bæjarstjórnar nú í vikunni var ákveðið að ræða þessi mál, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar hversu nálægt við erum við óróleikasvæðið. Upplýst hefur verið að ekki sé tilefni til að ætla að hætta vegna hraunflæðis steðji að Vogum, komi til þess að eldgos hefj- ist. Vísindamennirnir gera einna helst ráð fyrir komi til eldgoss verði það á sprungu. Reikna megi með tiltölulega stuttu gosi með frekar litlu hraunflæði. Hættan sem steðjar að okkur beinist því frekar að því hvort innviðir verði fyrir skakkaföllum, þ.e. rafmagnframleiðsla og rafmagnsdreifing; dreifing heita og kalda vatnsins og fjarskipti. Viðbragðsáætlanir okkar þurfa því einkum að beinast að með hvaða hætti við getum tekist á við slíka röskun. Bæjarráð mun funda í næstu viku og halda þar áfram umfjöllun um málið og skoða vandlega til hvaða ráðstafana skuli gripið. Þá er jafnframt fyrirhug- aður fundur í Almannavarnanefnd en nefndin er sameiginleg fyrir Reykja- nesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Auk fulltrúa sveitarfélaganna eiga sæti í nefndinni lögreglustjórinn á Suður- nesjum, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, fulltrúar Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, Landhelgisgæslunnar, ISAVIA og Landsbjargar. Grinda- víkurbær starfrækir hins vegar eigin almannavarnanefnd. Sú staðreynd að lögreglustjórinn á Suðurnesjum situr í báðum nefndunum tryggir samfellu í störfum þeirra beggja. Ég hvet alla til að fylgjast vel með fréttaflutningi í fjölmiðlum. Einnig er gagnlegt að fylgjast með vef Veður- stofunnar (www.vedur.is) og vef al- mannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is). Mikilvægt er einnig að kynna sér viðbrögð komi til rýmingar. Loks bendi ég öllum á að Rauði krossinn veitir dýrmæta þjónustu þegar náttúruvá er annars vegar. Á vef þeirra (www.redcross.is) má finna margvís- legar og gagnlegar upplýsingar, einnig er vert að benda á hjálparsímann 1717 sem alltaf er opinn og gott er að leita til ef maður finnur fyrir áhyggjum, hræðslu eða kvíða,“ segir í pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum. „Meðan enn er óljóst hvert framhald þeirra umbrota verður sem hafa verið greind við Þorbjarnarfell er ekki talið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða í Reykjanesbæ,“ segir í til- kynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en mjög vel verður fylgst með stöðu mála. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissu- stigi Almannavarna þann 26. janúar í samráði við lögreglustjórann á Suður- nesjum vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Á fundi sem haldinn var í gær með bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra, lögreglu- stjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar var farið yfir stöðuna sem fylgir óvissustigi vegna landriss við Þorbjörn og þau áhrif sem kunna að fylgja því í Reykjanesbæ. Hópurinn fylgist vel með þeim upp- lýsingum sem berast reglulega frá al- mannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en þær byggjast á mati vísindaráðs Almannavarna. Ríkislögreglustjóri hefur einnig lýst yfir óvissustigi Almannavarna, í sam- ráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis, vegna kórónaveiru (2019- nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. Sóttvarnalæknir leggur mikla áherslu á smitgát en handþvottur er mjög mikilvægur til þess að forðast smit. Fylgst er vel með þróun mála og er almenningi bent á að fylgjast með henni í báðum tilvikum á vef Almannavarna: www.almannavarnir.is/ Orkuverið í Svartsengi. VF-mynd: Hilmar Bragi Fátt um varalausnir varðandi heita vatnið Ekki nauðsynlegt að grípa til aðgerða í Reykjanesbæ Íbúar í Vogum fylgist náið með MINNING ÓVISSUSTIG ALMANNAVARNA VEGNA LANDRISS VESTAN VIÐ ÞORBJÖRN Í GRINDAVÍK Margir Grindvíkingar þáðu kaffiboð í Kvikunni og svaraði fjölmörgum spurningum sem hafa vaknað hjá Grindvíkingum síðustu daga. Einnig gaf hann sér góðan tíma til að ræða við pólska íbúa Grinda- víkur og útskýrði vel það sem er að gerast í náttúrunni en margir pólskir íbúar Grindavíkur eru að upplifa jarð- hræringar í fyrsta skipti á ævinni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.