Stundastyttir - 18.07.1932, Page 2

Stundastyttir - 18.07.1932, Page 2
Mennirnir áforma, en myntín ræður. í síðustu viku ágústmánaðar árið 1930, var það Nýja Bíó, sem hafði það algerlega á valdi sínu hvernig reykvíkingar voru á sig komnir að því, er snertir skapsmunina. Bíóið sýndi um þær mundir mjög spennandi mynd og var aðsóknin gífurleg. Aðgöngumiðar voru einungis afhentir að undangenginni pönt- un í síma, og var það hyggileg ráðstöfun, því svo stóð á, að ekki var nema einn augnlæknir í bænum — hinir voru í sum- arfríi. Þetta ásigkomulag gat vel gengið í þá daga, því Reykja- vík var þá ekki eins up to date og hún er núna. Þá voru hér engir kommúnistar og engir þjóðerni8sinna. Stærstu götu- óeirðir, sem þá áttu sér stað voru útisamkomur Hjálpræðis- hersins, og þær voru aðeins tvisvar til þrisvar í viku, og sjaldan eða aldrei hefir verið læknis þörf við slík tækifæri; þess vegna þótti óhætt að aðeins einn augnlæknir væri í bænum í senn. Enda þótt að Nýja Bíó af- greiddi ekki aðgöngumiða nema eftir pöntunum, þá var troðn- ingurinn í anddyrinu í mesta máta óskaplegur. Og er eg sá hve mikil aðsókn var, langaði mig mjög til að sjá þessa ágætu og eftirsóttu mynd. En það er alkunna að fjárhagur reykvík- inga sé hvað þrengstur rétt eft- ir sumarfríin, og eg var, hvað þetta snerti, alveg „moderneu. — Pyngjan var tóm með öllu. Að vísu átti eg sjökall hjá kunn- ingja mínum, sem hann, á ferð tii Þingvalla í síðustu viku, hafði notað á mjög þjóðlegan og þekktan hátt, en eg hafði enga Smásaga eftir Háska. von um að fá þá aura, að minnsta kosti ekki fyrir þetta tækifæri. Þess vegna áræddi eg ekki að panta miða, sem að vísu var mjög barnalegt, því engin ástæða var til að óttast, að þeir myndu ekki ganga út. Eg ráfað í öngum mínum út úr portinu hjá Bíó, og stað- næmdist snöggvast við útstill- ingar Lofts. Eg leít yfir mynd- irnar í skápnum og sá að þar var komin mynd af Bjössa. — Hann var æskuvinur minn, og erum við mjög samrýmdir, og nú óx angur mitt um helming, því mér myndi hafa þótt mjög 8kemmtilegt, að fara með hon- um og sjá þenna mikla hjáguð reykvíkinganna. Eg yfirgaf sýn- ingarkassann og labbaði hugs- unarlaust niður eftir Austurstræti og beygði því næst inn í Póst- hússtræti. Fyrr en mig varði var eg kominn inn á þrepskjöld Hressingaskálans, sem þá var í Natan & Olsens-húsi, og bjóst eg til að ganga inn og fá mér hressingu. En brátt rankaði eg við mér, minntist þess, að eg var staurblankur. Mér lá við að tárast yfir eymd minni, en eg harkaði af mér og skjögraði burtu. Nú skeytti eg því alls ekki lengur, hvert eg fór. — Eg þrammaði þungum skrefum inn með Tjörn í átt til Hljómskál- ans. Allt' í *einu er slegið mjög óþyrmillega á öxlína á mér og gargað inn í eyra mér: „Ertu ekki feginn því“. Þetta ávarp var í þá daga mjög algengt og önnur hver „bulla“ hafði það stöðugt í munninum, og síðan heil býsn af háði um útlit mitt og roluskap. Þegar eg fékk höggið á öxlina, þá hrökk eg svo við að eghafði næstum kastast út í tjörnina, og þegar eg sá, að fyrir framan mig stóð Jói, sá sem sló mig um sjökallinn, með léttúðugt spjátrungsglott á trýninu, þá snerist hryggð mín yfir blank- heitunum í innilegt hatur gegn honum, sem ébeinlínis var vald- ur að þessum vandræðum mín- um, og eg var þess albúinn, að ryðja honum af vegi mínum, á þann hátt að láta hann fljúga út í vatnið. En eg kom til sjálfs mín nógu snemma, og skildist mér þá, að eingöngu sökum þess, hve hamingjan léki við hann og hve vel læi á honum, ætlaði hann nú að borga mér sjökallinn. Og nú fékk eg mál- ið: „Skammastu til að afhenda mér peningana með það sama. Það er ekki þinni dyggð að þakka, að eg er ekki liðið lík á sjávarbotni. Komdu með pen- ingana undir eins og án nokk- urs formála, ella hendi eg þér þarna út í skólpiðu. Fingurnir á Jóa gengu engu hægar en þótt hann hefði verið alvanur vél- ritari — en til slíkra starfa kunni hann alls ekkert. — Á næsta augnabliki var sjökallinn í lófa mínum og eg á harðaspretti nið- ur í bæinnn aftur. Ég hélt rakleiðis niður í Bíó, og tönnlaðist á þessu með sjálf- um mér alla leiðina: „Jóhann Andrésson! — Aldrei hefði ég trúað því, að hann færi að borga sjökall og sízt á svona heppi- legum tíma! “ — Svo byrjaði ég aftur nýja setningu og enn var nafnið hans fyrsta orðið. Um það leyti sem ég kom nið- ur að Bíóinu var ég farinn að vegsama hann mér til stór synd- ar. Ég fór inn í ganginn og var enn svo hrifinn af Jóa, að ég gat enn ekki áttað mig á erind-

x

Stundastyttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundastyttir
https://timarit.is/publication/1446

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.