Hrappur - 01.04.1932, Blaðsíða 1

Hrappur - 01.04.1932, Blaðsíða 1
HRAPPUR I. árg. | isafjörður, í april 1932. || I. tbl. Ávarp á alþýöu. „Hrappur" er opinbert mál- gagn hins nýstofnaða .Féiags ungra óregiumanna á ísafirði“. Þar sem okkur hefir sýnst hin ýmsu pólitísku félög, sem eiga að heita lifandi og starfandi hér f bænum, til dæmis stúkurnar, vera fremur dauf í dálkinn og fáskift- in um hagi almennings, höfum við nokkrir ungir menn tekið okkur saman, og stofnað nýtt fé- lag, sem á að ganga á undan öðrum stúkum með góðu eftir- dæmi. íslenska vikan. Nú er íslenska vikan um garð gengin, sællar minningar, og má yfirleitt segja að hún hafi vei tekist. Þó viljum viö vekja athygli á cinu atriði, sem mjög virðist hafa farið i handaskolum. Er það þvi ieiðinlegra sem hið opinbera — bæjarfélagið, á f hlut. Kvikmyndahús bæjarins hefir sem sé sýnt útlendar myndir I þessari al fslensku viku, — t. d. þessar: 1. Afrika talar. 2. Trojka (lússnesk mynd). 3. Litli og stóri. Það er hverju orði sannara, að Fyrsta markmið félagsins er: Aldrei að gleyma sannleikanum. —- Vitaskuld er hægt að muna eftir sannleikanum þótt frá honum sé vikið. Sfðar skal, hér i blaðinu, getiö nánar um pólitiska stefnu féiags- ins, og ef til vill verða lög þess birt, þegar búið er að semja þau. Auk árása á menn og málefni mun blaðið flytja ýmislegt, al- menningi til skemtunar og upp- byggingar. Ritráðið. islensk kvikmyndalist er enn á bernsku skeiði, en hins vegar höfum vér þó ýmislegt annað — engu verra — tii að skemta okkur við, að minnsta kosti i eina íslenska viku. Við viijum benda á eftirfarandi: 1. í staðinn fyrir myndina Afrika talar, hefði mátt fá ritstjóra Vest- urlands til að flytja fyrirlestur um þá heimsálfu, þvi hann er þar allra manna kunnugastur, — að þvf er Skutull segir. 2. hannibal hefði getað flutt erindi um ágæti hins istenska fornmannabúnings*) og yfirburði hans yfir nútlma klæðnað. — * ) hannibal hefir sést i slfkum búningi.

x

Hrappur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrappur
https://timarit.is/publication/1448

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.