Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Qupperneq 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 24. janúar 2020
eign samfélagsins, fólksins sem byggir Ís
land. VG var á sínum tíma með hugmynd
um fyrningu kvótans og að drjúgur hluti
hans færi til byggðanna. Samfylkingin var
einnig með fyrningu á sinni stefnuskrá og
Frjálslyndir voru beinlínis stofnaðir um
afnám kvótakerfisins. Svo voru einstak
lingar í öðrum flokkum að beita sér fyrir
breytingum. Það er engin ein patentlausn
á þessu. En fyrsta skrefið er að rjúfa þessa
hefðartengingu sem greinilega er að ná
rótfestu í dómskerfinu. Það er illt ef Hæsti
réttur landsins ætlar að innsigla ranglætið
með lagatúlkun í þágu einkahagsmuna og
þá þvert á lagaákvæði sem vísa til byggða
sjónarmiða og almannahags. Þar næst þarf
að finna út hvernig heimildum til veiða
verði ráðstafað og hvernig megi tengja þær
í ríkara mæli við byggðirnar. Sumir vilja allt
á uppboð. En þar með væri eftir sem áður
óvissan skilin eftir í byggðunum.“
Orkupakkinn
En það eru mun fleiri mál en kvótamálin
sem eru Ögmundi hugleikin. Hann var
ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar
dóttur fyrir hönd Vinstri grænna og sat
þar að auki um árabil á þingi sem kjörinn
fulltrúi VG. Hann er hins vegar óánægður
með sína gömlu félaga þegar kemur að
einu mesta hitamáli síðasta árs, orku
pakka þrjú.
„Þetta mál varð mér mikið hryggðar
efni. Að ríkisstjórn með VG innanborðs
skyldi ekki stöðva það. Ég held að það
sé að verða ákveðin afstöðubreyting hjá
stjórnmálamönnum á vinstri vængnum,
þar sem þeir eru í raun að undirgangast
forsendur markaðshyggjunnar. Hugsun
in er þá þessi: Nú búum við til sjóð, Auð
lindasjóð, og reynum að ná eins miklum
arði af auðlindunum og kostur er inn í
þennan sjóð. Ef það gengur eftir skipt
ir minna máli hver það er sem rekur auð
lindirnar, hver annast umsýsluna svo lengi
sem við fáum nægilegan arð í okkar sam
eiginlega sjóð.
Svona er hugsað. Ég lít hins vegar svo
á að með þessu móti sé verið að byggja
inn í kerfið hvata til frekari og frekrar nýt
ingar á orku og til virkjana, umfram brýna
þörf, sem umhverfisverndarsinnar eiga að
forðast í lengstu lög. Við eigum að njóta
þessara auðæfa, raforkunnar og vatnsins
milliliðalaust en ekki með því að deila arði
með fjárfestum.“
Heldurðu að arðsemiskröfur ríkis-
stjórnarinnar séu orðnar of miklar?
„Þessi hugsun um arðsemi og arð,
hvort sem er af sjávarauðlindinni eða öðr
um auðlindum er rangur vegvísir. Tökum
sjávarauðlindina sem dæmi. Hvar hefur
ávinningurinn af nýtingu hennar legið?
Talsmenn kvótakerfisins segja að sjávar
útvegurinn skili meiri arði en nokkurn
tímann áður – þetta þýðir á þeirra máli að
hægt sé að taka meiri peninga út úr auð
lindinni. En mikill arður í vasa fárra er ekki
hagkvæmur fyrir þjóðina. Arðurinn eins
og ég vil sjá hann er í maganum á þjóð
inni. Arðurinn, eða ávinningurinn öllu
heldur, er í atvinnustarfsemi sem er rekin
í landinu og á að felast í því hvernig þús
undir einstaklinga og fjölskyldna hafa lífs
viðurværi sitt og hvernig við í sameiningu
nýtum auðlindir okkar til að byggja upp
samfélag; með öðrum orðum, ávinningur
inn á að birtast í lífsgæðum okkar allra.“
Stiginn út fyrir flokkakerfi stjórnmál-
anna
Markaði orkupakkamálið vatnaskil hjá
þér, hefur þú sagt skilið við Vinstri græn?
„Ég er vinstrisinnaður sem aldrei fyrr og
verð grænni með hverjum deginum, en ég
verð varla skilgreindur samkvæmt formúlu
stjórnmálaflokks. Það er of þröngt fyrir mig.
Ég er stiginn út í grasrótina þar sem ég hey
baráttu, sem vissulega er pólitísk og á að
gagnast öllum sem berjast fyrir sama mál
stað. Ég sé þessa baráttu ekki í stofnanalegu
samhengi heldur horfi ég til málefna og
fagna því sem vel er gert, en gagnrýni það
sem ég tel ámælisvert. Ég vil að samfélag
ið sé vakandi og lýðræðið lifandi. Þá farnast
okkur betur.“
Gerði VG mistök þegar flokkurinn hóf
stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum?
„Ég var fullur efasemda um það vegna
þess að þetta eru flokkar sem gefa sig út
fyrir að berjast fyrir gagnstæðum sjónar
miðum og Sjálfstæðisflokkurinn er, auk
þess að vera stjórnmálaflokkur, hags
munabandalag fjármagnsaflanna sem VG
vill alls ekki vera. Ég hef alltaf talið að að
því kæmi að annar hvor flokkurinn myndi
svíkja sína kjósendur. Og það er því miður
að gerast.“
Loftslagsmál
Loftslagsmálin eða loftslagsváin er mörg
um hugleikin í dag. Ögmundur telur það
dæmi um hvernig hugarfar almennings
er að breytast í dag og um nauðsyn þess
að taka samtalið um gagngerar endur
breytingar á hinum ýmsu lífsháttum og
innviðum samfélags okkar.
„Þá komum við aftur að honum Don
Kíkóta og vindmyllum, sem eru engar
vindmyllur vegna þess að grundvallar
viðhorfin í samfélaginu eru að breytast og
eiga eftir að breytast mikið meira og stund
um í átt til fyrra horfs. Við heyrum þá radd
ir, úrtöluraddir, sem segja að verið sé að
tala máli fortíðarinnar, þegar kallað sé eft
ir breyttum áherslum í sjávarútvegi þá sé
þetta of seint, búið og gert, liðin tíð. En
það er ekkert til sem heitir liðin tíð í um
gengni við náttúruna. Það er ekkert sem
heitir liðin tíð í skipulagningu á atvinnu
háttum og það er ekkert sem heitir liðin tíð
í aðkomu okkar að landinu og sjónum og
lífríkinu þar.“
Um áramótin tóku gildi lagabreytingar
sem heimila innflutning á hráu kjöti. Þessi
breyting er að mati Ögmundar ekki í sam
ræmi við vönduð umhverfisverndar og
manneldissjónarmið. Ákveðin andstaða
Ögmundar við breytingarnar sætti gagn
rýni og hún kölluð afturhalds og íhalds
semi.
„Þetta er engin fortíðarhyggja og íhalds
semi. Tímaglas hinna, sem ætlast til að við
flytjum í háloftunum heilar beljur og kind
ur í flugvélum, jafnvel heimshorna á milli,
er að renna út því þetta mun framtíðin ekki
leyfa. Framtíðin mun fara fram á að við
lifum af nærumhverfi okkar og lífríki.“
Svo í framtíðinni gætum við séð skref
aftur á bak til þeirrar sjálfbærni sem fylgdi
lifnaðarháttum okkar við upphaf 20.
aldarinnar?
„Ég held að það verði raunin, þótt tækn
in sem 20. öldin færði okkur geri líf okkar
auðveldara og á margan hátt miklu betra
en þá var. Það er dapurlegt að stjórnvöld
horfist ekki í augu við þennan veruleika.
Þau tala mikið um að huga að náttúrunni
og loftslagsmálum, en þegar kemur að því
að taka ákvarðanir þá eru þær allar meira
og minna þvert á hin fögru fyrirheit. Það er
verið að opna á innflutning á hráu kjöti og
eggjum, slaka á öllum skilyrðum sem lúta
að heilnæmi vörunnar. Hvers vegna lypp
ast ríkisstjórnin og Alþingi niður gagnvart
bisnisshagsmunum? Hvers vegna verja
þau ekki landbúnað sem notar minnst lyf
í heiminum öllum? Hvers vegna er ekki
staðið í ístaðinu fyrir okkur og börnin
okkar? Svo er hitt sem snýr að meintum
nútímamanninum, heimsborgaranum: Ég
er búinn að fara á veitingastaði víða í heim
inum og aldrei heyrt nokkurn mann spyrja
hvort það sé kindakjöt á matseðlinum.
Menn horfa á matseðilinn sem er í boði og
leita þá helst að því sem er mest lenska þar
í landi. Þegar menn svo koma hingað til Ís
lands þá heyra þeir að lambið sé villibráð
og þjóðarréttur Íslendinga. Þá vilja allir
prófa. Ekki að þeir vilji kindakjöt á diskinn
flutt um hálfan hnöttinn frá NýjaSjálandi.
Þau sem þarna telja sig heimsborgara að
svara eftirspurn eru einfaldlega heimóttar
leg og í reynd viðhafa þau ómerkileg vöru
svik. Allt þetta á eftir að breytast og svo við
komum aftur að útgangspunktinum með
Don Kíkóta og vindmyllurnar, þá eigum
við eftir að endurskoða svo margt með rót
tækum hætti. Ég var með fund í nóvem
ber þar sem bandarískur plöntufræðingur,
Fred Magdoff, hélt fyrirlestur sem bar yfir
skriftina: Það sem allir umhverfisverndar
sinnar verða að vita um kapítalismann. Þar
talaði þessi fræðimaður um að við þyrft
um að taka efnahagskerfið og forsend
ur þess til gagngerrar endurskoðunar þar
Sterk tenging Ögmundur við Ægisíðuna í
Reykjavík þar sem afi hans og nafni reri til fiskjar
á öndverðri öldinni sem leið.
Hvers vegna lyppast
ríkisstjórnin og Alþingi
niður gagnvart bisniss-
hagsmunum?