Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2020, Síða 46
46 24. janúar 2020STJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 26. janúar – 1. febrúar
Nú þarftu aðeins að staldra við, líta yfir
alla lausu endana í lífinu þínu og reyna
að hnýta sem flesta sem fyrst. Það eykur
á streitu að hafa alls kyns útistandandi
verkefni og áskoranir sem öskra á þig
þegar þú reynir að slaka á. Láttu þér
þetta að kenningu verða og ekki missa
slíka stjórn á lífinu aftur í bráð.
Þú hefur miklar áhyggjur af því að innra
með þér ríki ekki nægur metnaður fyrir
árið 2020. Þú getur verið alveg slök/
slakur yfir því þar sem brátt mun nýtt
verkefni í vinnunni blása í þig nýju lífi og
þú fyllist af drifkrafti og sköpunargáfu.
Þú munt klífa metorðastigann ansi hratt
á næstu viku. Ekki láta velgengni stíga
þér til höfuðs.
Þú hefur verið í dvala undanfarinn mánuð
og þér fallast oft hendur yfir minnstu
verkefnum. Nú vaknar þú hins vegar
aftur til lífsins og finnst þú hafa heiminn
í höndum þér. Það gengur allt upp og þú
setur þér ný og metnaðarfull markmið
sem gefa þér mikla lífsánægju. Þú ert á
grænni grein og munt verða það áfram.
Ýktar andstæður einkenna ástarlíf þitt
næstu vikurnar. Eina stundina þráir þú
ofurmikla nánd og tilfinningasemi en þá
næstu grípur dýrseðlið þig og þig langar
bara að fá öllum þínum frumhvötum
svalað. Lofaðir krabbar ættu að
upplýsa makann um þessar sveiflur á
meðan einhleypir krabbar ættu að nýta
tækifærið og sleppa fram af sér beislinu.
Þú ert einfari að eðlisfari þótt þú njótir
þess að vera í stórum mannfögnuðum,
umkringd/ur vinum og kunningjum. Þér
finnst þú vera föst/fastur í núverandi
sambandi þótt það sé engin sérstök
ástæða fyrir því. Þú ert ekki búin/n
að finna þá sönnu hamingju sem þig
dreymdi um og finnst eins og lífið þjóti
hjá. Gríptu í taumana og gerðu eitthvað í
því. Hlustaðu á innsæið.
Þú settir þér háleit heilsumarkmið fyrir
þetta ár en gafst einnig rými fyrir slaka.
Loksins ertu búin/n að læra inn á þig
sjálfa/n og hendir samviskubitinu út um
gluggann. Þú stendur þig vel í að huga
betur að heilsunni og finnur nýjar leiðir til
að hugleiða og hreyfa þig. Þú finnur fyrir
nýjum krafti og finnst þú geta tekist á við
hvað sem er. Heimurinn er þinn.
Þú hefur fundið fyrir nýrri orku í svefn
herberginu undanfarið og vegna þessa
krafts hefur þú afar góð áhrif á fólkið í
kringum þig. Þú kynnist nýju fólki innan
skamms sem mun leiða þig í átt að
spennandi tækifærum. Ekki hafa
áhyggjur af því að vera of stórtæk/ur fyrir
samtímann – þetta nýja fólk kann að
meta það.
Þig grípur fönduræði og mikil fram
takssemi. Þú rifjar upp gamla takta í
eldamennsku frá fjarlægum löndum og
klárar loksins verkefni sem hefur setið á
hakanum. Þú skalt vara þig á einstaklingi
sem gefur sig á tal við þig innan skamms.
Þessi einstaklingur er með stóra drauma
sem virðast of góðir til að vera sannir og
það gæti bitnað illa á þér.
Það rignir yfir þig alls kyns tækifærum
og þú veltir alvarlega fyrir þér að flytja til
nýs lands, lands sem þú þekkir lítið sem
ekkert. Þetta er eitthvað sem þú skalt
hugleiða alvarlega og virkja alla þá miklu
orku sem þú býrð yfir til góðra verka.
Framtíðin er svo björt ef þú bara leyfir þér
að dreyma.
Þú þráir fjárhagslegan stöðugleika á
þessu ári, sem og stöðugleika á öðrum
sviðum. Fólkið í kringum þig tekur ekki
vel í þessi stórtæku plön þín og það fer
í taugarnar á þér. En haltu þínu striki
og smitaðu út frá þér hyggjuvitinu sem
aðeins þú býrð yfir og aðrir öfunda þig af.
Þú hefur sannfæringarkraft sem getur
flutt fjöll.
Þú ert í góðri pásu frá áhyggjum og
hugsar mikið um þig sjálfa/n. Miklar
breytingar eru í vændum í þínu lífi en
þær eru ekki þær sem þú sást fyrir heldur
koma þér á óvart. Þér líst ekkert á þetta
rót allt saman en þegar upp er staðið
verður þetta þér aðeins til góðs. Vittu til
og hættu efasemdarrausi.
Þú ert í miklu slökunartímabili um þessar
mundir og leyfir sjálfri/sjálfum þér að
bara vera. Það er ansi ljúft og það er svo
merkilegt að þegar að ró kemst á huga og
hjarta þá fylgir framtakssemin með. Ólíkt
fyrri slökunartímabilum ákveður þú að
grafa dýpra, leita til fagfólks og virkilega
vinna í sjálfri/sjálfum þér. Flott hjá þér!
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Afmælisbörn vikunnar
Lesið í tarot Gretu Salóme
Bardagabarn fætt
– Svona eiga foreldrarnir saman
Minningar úr fortíðinni
leita á Gretu og þær ylja
T
ónlistarkonan Greta Salóme hneig niður á
flugvelli fyrir stuttu með nýrnasýkingu. Greta
hefur varla staldrað við til að anda síðustu ár
og flýgur heimshorna á milli í tónlistarsköp-
un sinni, þar sem hún hefur átt góðu gengi að fagna.
DV fannst því tilvalið að leggja tarotspil fyrir Gretu
en lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið
tarotspil á vef DV.
Gamall ástvinur bankar á dyr
Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Gretu er 6 bik-
arar. Minningar úr fortíðinni leita á Gretu og
þær ylja. Þær tengjast gömlum vini
eða ástvini sem verður á vegi
tónlistarkonunnar sem Greta
tekur fagnandi. Sú hlýja og
samkennd sem býr innra með
Gretu vekur gleði í hjarta vinar-
ins og um leið er Greta minnt á
að gefa mikið af sér því það eflir
sjálfsöryggi hennar. Hún getur
hrint ótrúlegum hlutum í fram-
kvæmd með góðverkum sínum.
Gerir upp mistök fortíðar
Svo er það Dómurinn. Það spil
táknar einnig fortíðarhugsanir
Gretu. Það tengist þessum
fyrrnefnda vini og atviki sem
Greta hefði viljað sjá spilast
á annan hátt. Hún gerði hins
vegar það rétta í stöðunni þá
og má ekki dvelja of lengi við
mistök fortíðarinnar. Það er
gott hjá henni að horfa yfir
farinn veg á sjálfsgagnrýninn
hátt, en síðan þarf hún að horfa fram á við. Nýr kafli
bíður Gretu þegar hún hefur gert upp fortíðina, því
allt sem hún rannsakar í lífinu leiðir hana áfram og
upp.
Skilja á milli einkalífs og vinnu
Loks er það Stríðsvagninn. Greta veit hvað hún vill
fá út úr lífinu, hún kann að setja sér
markmið og hún veit hvar tækifærin
liggja. Innra með henni er metnað-
ur og drifkraftur sem er sjaldséður og
hún er óhrædd við að fara ótroðnar
slóðir. Greta nýtir oft ekki hæfileika
sína rétt og hún þarf að leysa
þann vanda. Eins
og er finnst henni
eins og hún eigi ekki
um neitt að velja og
að hennar vegur sé
nú ákveðinn fyrir lífs-
tíð. Það er ekki svo. Hún
má hafa augun opin fyrir
nýjum tækifærum svo
hún missi ekki af þeim, en
að sama skapi verður hún
að meta vel kosti og galla
þeirra tækifæra sem hún
grípur. Greta á stundum erfitt
með mannleg samskipti
og það besta fyrir hana er
að skilja á milli einkalífs
og vinnu, læra að miðla
málum og takast á við
vandamál um leið og
þau koma upp. n
T
urtildúfurnar Fransiska Björk Hinriksdóttir og
Gunnar Nelson eignuðust dóttur í lok október á síð-
asta ári, en sú stutta fékk nýlega nafnið Míra Björk.
DV lék því forvitni á að vita hvernig nýbökuðu for-
eldrarnir ættu saman, ef einungis er litið til stjörnumerkja.
Fransiska og Gunnar fæddust bæði í júlí, hún er krabbi
og hann ljón. Krabbinn og ljónið skilja hvernig á að upp-
fylla tilfinningalegar þarfir hvort annars. Krabbinn leitar að
stöðugleika og andlegum samhljómi og ljónið þráir aðdá-
un og hrós. Bæði merki eru trygglynd og leggja sig fram við
að ástarsambandið verði langlíft. Þrár merkjanna eru svip-
aðar og því geta þau fyllt upp í tómarúm í lífi hvort annars.
Ljónið lætur meira fyrir sér fara í þessu sambandi, en
krabbinn leggur meira upp úr öryggi heima fyrir. Bæði
merki eru með mikinn viljastyrk og sterkar skoðanir. Því
þurfa þau alla tíð að leggja sig mikið fram við að skilja hvort
annað, sem og taka hvort annað í sátt, með öllum kostum
og göllum.
Það má í raun líkja Fransisku og Gunnari við tunglið og
sólina. Sólin (Gunnar) skín skært og veitir orku. Tunglið
(Fransiska) skapar djúp tilfinningatengsl og er umönnunar-
aðili í eðli sínu. Þessi blanda er ástæðan fyrir því að sólin og
máninn styðja hvort annað út í það óendanlega. n
Fransiska
Fædd: 4. júlí 1992
Krabbi
n þrjósk
n með frjótt ímyndunarafl
n full af samkennd
n trygg
n svartsýn
n óörugg
Gunnar
Fæddur: 28. júlí 1988
Ljón
n þrjóskur
n gjafmildur
n hjartahlýr
n húmoristi
n latur
n ósveigjanlegur
Fransiska og Gunnar. Mynd: Skjáskot / Instagram
n 26. janúar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, 50 ára
n 27. janúar Haukur Viðar Alfreðsson þúsundþjalasmiður, 40 ára
n 28. janúar Laufey Elíasdóttir leikkona, 41 árs
n 29. janúar Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka) fjölmiðlakona, 42 ára
n 30. janúar Halla Koppel leikkona, 38 ára
n 31. janúar Marín Manda Magnúsdóttir fjölmiðlakona, 41 árs
n 1. febrúar Lára Björg Björnsdóttir, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, 43 ára