Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 2
2 28. febrúar 2020FRÉTTIR Íslendingar með erlenda tvífara Tvífarar leynast víða og stund- um þarf að spyrja sig hvort augun séu að blekkja mann eða ekki. Þetta eru fimm dæmi um Íslendingar sem eiga sér mögulega leynilíf á er- lendri grundu. Atli Óskar Fjalarsson – Noah Schnapp Leikarinn Atli Óskar Fjalars- son á sér góðan tvífara í Noah Schnapp úr Stranger Things. Þá vitum við hvað Atli hefur verið að bralla í raun við dvöl sína í Banda- ríkjunum. Jón Gunnar Þórðar- son – Jack Raynor Höfundurinn Jón Gunnar Þórðarson á ýmislegt sameiginlegt í andlitslagi með stjörnu sem hefur verið á uppleið að undan- förnu. Leikarinn Jack Reynor, sem margir hverjir þekkja úr Transformers og Midsommar, er af bandarískum og írskum uppruna. Svipurinn er sterkur, óneitanlega. Sindri Eldon – Matt Berry Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon, oft þekktur sem sonur Bjarkar, er kostulegur karakter, sem má sömuleiðis segja um breska grínarann Matt Berry. Hinn síðarnefndi sló reglulega í gegn í þáttunum The IT Crowd og í réttri birtu er auðvelt að rugla þeim tveimur saman. Birgitta Haukdal – Natalie Wood Tvær hæfileikaríkar og fallegar og deila ýmsu í ásýnd sinni. Birgitta er sjálf fædd skömmu áður en Wood lét lífið, svo kannski hafa einhverjir töfrar síast í þá áttina. Sjarmann vantar í það minnsta ekki hjá báðum dömunum. Sonja Valdin – Lily Collins Sonja og Lily eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Augnasvipur- inn er einnig keimlíkur og persónutöfrar í stíl. Á þessum degi, 28. febrúar 1749 – Skáldsagan Tom Jones eftir breska rithöfundinn Henry Fielding var gefin út. 1991 – George H. W. Bush lýsti yfir sigri í Persaflóastríðinu. 1986 – Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur. 1996 – Kanadíska söngkonan Alanis Morissette var yngst til að hljóta Grammy-verðlaunin fyrir plötu ársins. 2015 – Eldgosinu í Holuhrauni lauk. Fleyg orð „Þrautseigja er að leyfa sér að mistakast nítján sinnum og gefast samt ekki upp. Þér gæti gengið betur í tuttugasta skiptið.“ – Julie Andrews „Auðvitað er þetta ákveðið högg“ n Kostnaður eykst stórlega hjá foreldrum barna sem styðjast við stoðtæki n Réttindin fótum troðin F erlið er þannig að ég fer með börnin til bæklunarlæknis sem skrifar að þau þurfi sérútbúna inniskó með innleggj- um vegna fótleggja þeirra. Ég og fleiri foreldrar hafa fengið styrk vegna kaupa á þessu. Nú hins vegar var gerð breyting á reglu- gerðinni um styrki vegna hjálpartækja, sem tóku gildi 1. janúar á þessu ári.“ Svo mælir móðir á fertugsaldri, sem kaus að halda nafnleynd, en tvö af hennar börn- um þurfa hjálpartæki og öll þurfa innlegg fyrir skóna sína. Í kjölfar þessara breytinga á reglugerðum fær hún synjun á allar um- sóknir sínar þar sem ekki er heimilt að greiða styrki til kaupa á tilbúnum framleistaspelkum vegna sjúkdómsgreiningar sem fram kemur í læknisvottorði. Móðirin segir breytingarnar ekki boðlegar í ljósi þess að barnafjölskyldur þurfi að greiða meira fyrir þessi hjálpartæki. „Þetta þýðir að ég þarf að greiða í kringum hundrað þúsund krónur fyrir þessi hjálpar- tæki, en ef ég fengi styrk þá væri upphæðin í kringum þrjátíu þúsund krónur. Þess má geta að fætur barna stækka ört og þarf stundum að kaupa tvö pör af inniskóm tvisvar á ári og eins með innleggin og eru því þetta orðnar veru- legar upphæðir.“ Móðirin segir það ekki ásættanlegt að börnin þurfi að bíða svona eftir þeim tækjum sem þau þurfa til að þeim líði vel. Stoðtækjafræðingar ósammála DV hafði samband við tvo stoðtækjafræðinga en sökum hagsmunaáreksturs vildu þeir ekki birta nöfn sín. „Það er auðveldara að laga skekkjur hjá börnum og hefur afraksturinn verið mjög góður í gegnum árin,“ segir einn þeirra. „Foreldrarnir tala um að börnin sofi betur og það sé mikil breyting. Allt hefur verið vænlegra til árangurs þegar börnin nota fæt- urna og liðböndin. En núna 1. janúar gekk í gegn þessi reglugerðarbreyting sem hef- ur óneitanlega reynst foreldrum mikið högg. Þetta kostar allt sitt og með skólum og slíku eru foreldrar ekki alltaf með getu til að leggja út fyrir þessu tvisvar á ári, sem stundum þarf til að sjá jákvæðan árangur hjá börnum.“ Þá segir annar stoðtækjafræðingur að reglugerðin vísi í rannsókn sem sýni fram á lítinn árangur með þessum tækjum, en þessu eru læknarnir afar ósammála. „Ég veit ekki á hverju þessi rannsókn byggist en við í stoðtækjafræðinni erum í rauninni allir sammála um að árangurinn hafi verið góður,“ segir einn og bætir við: „Þetta tengist einfaldlega allt sparnaði. Auðvitað er þetta ákveðið högg fyrir fyrirtækin, en þetta er auðvitað hræðilegt fyrir foreldra sem fá þarna einhvern bunka af synjunum og skilja ekkert hvað er í gangi. Margir hverjir hafa séð svo miklar breytingar á börnunum sínum og allt í einu í miðri meðferð er skorið á þetta. Það er það sem er mest truflandi við þetta.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.