Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 15
FÓKUS 1528. febrúar 2020
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Ótti við foreldrahlutverkið í brennidepli
n Elvar Gunnarsson er maður margra titla n Heillaðist snemma af regluleysi n Glímdi við óvenjulegt skilnaðarferli
inu að gera upp gamalt hús og
opna gistiheimili.
Við fyrstu sýn fagna þau
kyrrðinni og horfa fram á við
bjartsýnum augum, en dag einn
finna þau djúpa holu á kjallara-
gólfinu og þar undir býr forn
vættur sem aðeins hefur heyrst
um í þjóðsögum. Konan gildnar
skyndilega og virðist hafa orðið
ólétt á svipstundu. Í kjölfarið
verpir konan eggi eina nóttina
og hægist ekki mikið á atburða-
rásinni eftir það. Auk Vivian fer
Gunnar Kristinsson með annað
aðalhlutverkið en einnig bregður
fyrir þekktum leikurum á borð við
Halldóru Geirharðsdóttur, Þór
Túliníus, Björn Jörund og Halldór
Gylfason.
„Það sem býr undir þessari
kvikmynd er hræðsla við barn-
eignir,“ segir Elvar. „Þegar hug-
myndin var að fæðast ímyndaði
ég mér að mér þætti myndin ekki
nógu spennandi nema hún hefði
þennan undirtón.
Ég fékk félaga minn til að skrifa
hluta af handritinu með mér og
hann upplifði það þegar hann
eignaðist barn, að þá fæddist
það í belgnum. Úr því að ég hef
sjálfur verið viðstaddur fæðingu
dætra minna rennur í gegnum
huga minn hugsunin um hvað
fæðingar séu skrýtnar og manns-
líkaminn almennt.“
Elvar vísar þá í frumraun
Davids Lynch, hina víðfrægu
Eraserhead, sem fjallar í grunninn
um hræðslu við kynlíf og spennu
vegna barneigna. Elvar tekur
undir það með blaðamanni að
máttur góðra hryllingsmynda sé
oft falinn í að endurspegla eða
varpa ljósi á mannlegar tilfinn-
ingar, sem búa í hvaða skepnu
eða afli sem persónur mæta. Seg-
ir kvikmyndagerðarmaðurinn
að það hafi verið meðvitað að
segja sögu um konu sem verð-
ur skyndilega ólétt og verður þá
fjandinn laus vegna alls konar
spennu og geti margir mjög auð-
veldlega tengt við það.
Skilnaður, leiðsögn og
búddismi
Aðspurður um skilnaðinn segir
Elvar að ferlið hafi tekið á, eins
og eðlilegt sé, en þegar aðstæður
voru sem erfiðastar hvíldi á hon-
um sú bölvun að vera í nálægð
við fyrrverandi spúsu sína hvert
sem hann fór.
Hann segir þetta hafa verið
ákaflega súrrealískt og að á leið
hans til útlanda hafi hann rekið
augun í fimm mismunandi aug-
lýsingar þar sem Vivian skaut upp
kollinum og segir Elvar það hafa
verið eins og salt í sárið, á einmitt
þeim tímapunkti þegar hugurinn
var sem mest að reyna að horfa
fram á við frá fyrra lífi. „Þetta var
svo furðulegt allt og mér leið eins
og eitthvert afl væri að fíflast í
mér,“ segir Elvar.
Í kjölfar skilnaðarins ákvað
Elvar að kúpla sig frá kvikmynda-
gerðinni tímabundið og sneri sér
að leiðsögumannastarfi og hug-
leiðslu í anda búddisma. „Ég slys-
aðist í rauninni inn í búddismann
og var fyrst, eins og eflaust fleiri,
mjög efins með ferlið. Síðan um
leið og ég fann þessa hugarró og
var kominn í tengsl við tilfinn-
ingar og hugarfar sem var mér
ókunnugt var kominn allt annar
tónn í sjálfan mig,“ segir Elvar og
varpar ljósi á það sem dró hann
að því að gerast leiðsögumaður.
„Ég er mikið sagnfræðinörd og
það fylgir svolítið leikstjórastarf-
inu að vera góður að stýra eða
leiðbeina stórum hópum. Þess
vegna var það nokkuð magnað
hvernig leiðsagnarstarfið sam-
einaði þetta tvennt og það er búið
að vera æðislegt.“ n
Á tökustað Elvar
ásamt Gunnari
Kristinssyni við tökur
á Möru/It Hatched.
Drungalegt Plakat myndar-
innar vakti gífurlega athygli á
samfélagsmiðlum þegar það
var afhjúpað á sínum tíma.
Hönnuður er Ómar Hauksson.
Vivian Ólafsdóttir