Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 14
14 FÓKUS 28. febrúar 2020
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Ótti við foreldrahlutverkið í brennidepli
n Elvar Gunnarsson er maður margra titla n Heillaðist snemma af regluleysi n Glímdi við óvenjulegt skilnaðarferli
Þ
að er eitthvað sem heillar
mig svo mikið við reglu-
leysi í listsköpun,“ segir
Elvar Gunnarsson, leik-
stjóri, tökumaður, handritshöf-
undur, framleiðandi, tónlistar-
maður, teiknari og faðir fjögurra
dætra. Elvar hefur verið háður
listsköpun frá unga aldri í hin-
um ýmsu formum. Snemma á
lífsleiðinni lærði hann á píanó
og byrjaði að rappa aðeins ellefu
ára gamall, auk þess að vera einn
höfuðpaura XXX Rottweiler-
hunda áður en hann sagði skil-
ið við sveitina. Að eigin sögn hóf
hann snemma að rappa og spila
á hljóðfæri, en hann segir kvik-
myndaáhugann hafa verið ríkj-
andi alla hans ævi og skilgreinir
hann sig sem „fullgildan víd-
eólúða.“ Þetta skrifar hann á víd-
eóleiguráf, myndasögulestur,
reglulegar heimsóknir í Nexus og
ekki síst hressilegt, menningar-
uppeldi frá foreldrum sínum.
„Ég var einnig rosamikill vín-
ylsafnari sem krakki og keypti
mikinn vínyl þegar hann kostaði
bara 50 kall. Ég átti mikið safn af
því og ódýrum VHS-spólum og
kveikjan að mínum nördaskap
fólst svolítið í því að grafa, vita
hvað er gott og hvað er ekki,“ segir
Elvar. „Þegar ég hætti í Rottweiler
þá fór ég meira að segja að vinna
á Aðalvídeóleigunni, aðallega var
það til að byrja með vegna þess
mig vantaði pening en þar náði ég
svolítið að rækta kvikmyndanör-
dið í mér.“
Tilraun í einni töku
Elvar útskrifaðist úr Kvikmynda-
skóla Íslands árið 2005 og gerðist
skömmu seinna kennari við skól-
ann. Í gegnum árin hefur hann
unnið að fjölda tónlistarmynd-
banda og sinnt sínum eigin verk-
efnum á milli. Auk þess semur
Elvar rapptónlist í frístundum sín-
um en hyggst ekki gefa hana út.
Segir hann þetta vera meira líkt
áhugamáli til að halda sköpunar-
gleðinni gangandi. Hann seg-
ir þetta ekki vera ósvipað ferlinu
þegar hann gerði sína fyrstu kvik-
mynd í fullri lengd, en í því ferli
var öllu tjaldað til en afrakstur-
inn mun trúlega aldrei líta dags-
ins ljós.
„Ég vil ekki gera það sem mér
sagt að sé gott í hefðbundnum
skilningi. Þetta er galin pæling,“
segir Elvar. „Í kvikmyndanámi er
þér kennt hvað sé gott hvað sé það
ekki. Ég hef sjálfur verið sekur um
að detta í slíkan pakka þegar ég hef
verið að kenna, en grunnreglan er
að afskrifa ekki geira- eða flokka-
myndir sem eitthvert rusl, heldur
þarf að finna og grúska í því sem
þær skila til manns persónulega
og læra að meta snilldina í hinu
óvenjulega. Strax eftir kvikmynda-
námið gerði ég mynd í fullri lengd,
í einni töku meira að segja. Það
heppnaðist, þótt hún verði ekki
séð af almenningi, en ég fékk góð-
an lærdóm út úr henni. Ég sá að
þetta væri góð mynd innan þess
ramma sem mér var kennt að væri
góð mynd, en ég fattaði að hún
væri einfaldlega bara leiðinleg, al-
veg fokkleiðinleg,“ segir Elvar. „Ég
áttaði mig á því að ég vildi ekki
gera eitthvað sem mér var kennt
að væri gott.“
Þau sem þora
Elvar undirstrikar mikilvægi svo-
kallaðra flokkamynda í íslenskri
kvikmyndasögu og segir þær hafa
mótað hann gífurlega, bæði á
uppeldisárunum og síðar um æv-
ina. Hann segir það ekki vera til-
viljun að margar íslenskar kvik-
myndir séu oft keimlíkar þar
sem nemendum er yfirleitt kennt
á ákveðna ramma í frásögn og
stíl sem eru sagðir virka. „Þeir
sem þorðu að gera flokkamynd-
ir á þessum tíma í íslenskri kvik-
myndagerð, þeir skammast sín
fyrir þær oftar en ekki og það skil
ég ekki,“ segir Elvar.
„Ég heillaðist mjög ungur af
kvikmyndum sem fóru yfir strikið
og gerðu hluti sem enginn þorði
að gera; hvort sem það eru kvik-
myndir eins og Blóðrautt sólarlag,
Okkar á milli eða Morðsaga. Ég
var meira að segja það mikill lúði
að ég fór heim til Reynis Odds-
sonar, sem leikstýrði Morðsögu,
og talaði við hann um myndina.
Ég átti bara kvöldstund heima hjá
honum og konunni hans og var
svolítið mikið í þessu. Ég hafði
gaman af því að yfirheyra fullt af
liði sem mér þótti áhugavert. Ég
var ekki bara aðdáandi þess efnis
sem menn eins og Reynir gerðu,
heldur líka að þeir þorðu að gera
það.“
Elvar rifjar upp gullaldarskeið
RÚV þegar ýmiss konar sjón-
varpsmyndir réðu þar ríkjum og
voru oft stórfurðulegar og trufl-
andi, en hrollvekjur voru sérlega
algengar á níunda áratug síðustu
aldar. Elvar vísar í sjónvarpsmynd
Egils Eðvarðssonar, Steinbarn,
sem hafði gífurleg áhrif á hann.
„Sjónvarpsmyndir RÚV eru
einhverjar skemmtilegustu
myndir kvikmyndasögunnar á Ís-
landi, en það hafa svo fáir séð þær
í dag því aðgengi að þeim er nán-
ast farið. En Steinbarn er fyrsta
kvikmyndin sem hræddi mig og
í ýmsum verkum mínum hef ég
verið að sækja í þau áhrif sem sú
kvikmynd hafði á mig.“
Forn vættur og með-
göngumartröð
Elvar hefur síðastliðin ár unnið
með hóp ungs kvikmyndagerðar-
fólks að því að klára hrollvekjuna
It Hatched, sem gengur einnig
undir heitinu Mara. Myndin er
sögð vera óður til horfinna tíma
í hrollvekjugeiranum og í ætt
við hrollvekjur sem gerðar voru
seint á áttunda áratugnum. Nefn-
ir Elvar kvikmyndir eins og Ros-
emary’s Baby og The Shining sem
gífurlegan innblástur.
Verkefnið hófst fyrir fimm
árum og það hefur verið anna-
samt ferli að sigla afrakstrinum
í höfn. Upphaflega stóð til að af-
hjúpa myndina árið 2017 en
ýmsar tafir hafa sett strik í reikn-
inginn. Til að bæta gráu ofan á
svart gekk Elvar í gegnum erfiðan
skilnað meðan á framleiðslunni
stóð. Ekki bætti heldur úr skák að
í miðju skilnaðarferli blasti maki
hans við augum á hverjum degi í
eftirvinnslu myndarinnar, en það
er leikkonan Vivian Ólafsdóttir,
sem fer með eitt af aðalhlutverk-
um hrollvekjunnar.
Elvar segir þó kvikmyndina
vera á góðum stað og segist vera
spenntur að geta sýnt áhorfend-
um afraksturinn. Myndin segir frá
ungu pari sem flytur frá Banda-
ríkjunum til afskekkts staðar á Ís-
landi, þar sem til stendur hjá par-
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Reynsluboltar
Halldóri Gylfasyni og
Halldóru Geirharðsdóttur
bregður fyrir í hrollvekju
Elvars.
Á bak við
vélina Elvar
leikstýrir
barnsmóður sinni
og fyrrverandi
maka.