Íþróttablaðið - 05.05.1952, Side 3
3
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
VIKUBLAÐ
Otgefandi: Iþróttablaðið h.f.
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss
Pósthólf 1063, Reykjavík.
Blaðstjórn: Ben. G. Wáge, Guðjón
Einarsson, Gunnlaugur J. Briem,
Jens Guðbjörnsson og Þorsteinn
Einarsson.
Verð kr. 65,00 árg.
1 lausasölu kr. 1,50 blaðið.
Afgreiðsla á Amtmannsstíg 1.
Sími 4955.
HERBERTSprent Bankastraeti 3
Eigum við ekki öll að
vera dús?
Nágranni okkar, hérna
skammt frá Amtmannsstíg 1,
herra Sigurgeir Sigurðsson,
biskupin yfir íslandi, fór einu
sinni til Ameríku. Það var
stríð og hann flaug í einu vet-
fangi milli heimsálfanna og
kom til frænda okkar og vina,
Vestur-íslendinga, í kynnis-
för. Þar þúaði hann hvern ein-
asta mann sem var af íslenzku
bergi brotinn. Þetta er nú ef
til vill ekki í frásögur færandi,
en það er frekar í frásögur
færandi ef hr. biskupinn þér-
ar Islendinga á ísl. grund.
ÍJt frá þessari fyrirmynd, er
biskupinn gaf í vesturförinni,
vill blaðið varpa fram þeirri
spurningu til iþróttamanna,
hvort þeir vilji ekki taka upp
þann sið að þúa hvern og einn
og hefja þú-hreyfingu um allt
land, kveða niður þéringar, og
vera í þessu eins og bræður og
systur á fjölskylduheimili
þjóðarinnar.
Alþjóða-Ólympíunefndin
mun koma saman í Helsing-
fors 16. júlí, þremur dögum
áður en leikarnir hefjast. Af
71 nefndarmanni, hafa nú þeg
ar meira en 50 tilkynnt þátt-
töku sina.
1700 manna matsali
hafa Finnar fyrir gesti sína í
sumar. Húsakynni þessi vitna
um hið óvenjulega mikla starf,
sem Finnar þurfa að leggja í
undirbúning leikanna.
hafði Erlingur verið aðstoðar-
kennari frá 1908-19.
X
Mörg sundfélög voru stofn-
uð. Sundfélagið Grettir, Gáin
o. fl. Þegar sundsýningar og
sundkeppni hófst fyrir alvöru,
tók þjóðin fjörkippi. Alþýðan
og æskulýðurinn breiddi faðm
sinn móti sundinu. Áhugalið
sundsins hafði fest rætur með
þjóðinni, og gat því sund-
menning þróast stig af stigi.
Nú skyldu menn ætla, að sund
menningu vorri væri borgið,
þegar íþróttafélögin tóku upp
sundið á sína arma. Ó, nei. —
Iþróttafélögin, er höfðu marg-
ar íþróttagreinar á stefnuskrá
sinni, áttu eftir að draga úr
hraða þróunarinnar. Og það
gerðu þau líka freklega með
hinu alræmda Allsherjarmóti
kringum 1923. En sleppum
Allsherj armótinu. Nú kom á-
hugalið sundsins að góðum
notum. Fámennur hópur, sér-
menntaður í sundi, sem skyldi
innsta eðli þessara mála, og sá
Völsungar
25 ára
Um páskaleytið átti Iþrótta-
félagið Völsungar í Húsavik
25 ára afmæli. Minntist félag-
ið afmælisins með hófi í sam-
komuhúsi bæjarins og sátu
það um 160 manns. Völsungur
hefur unnið mikð og gott starf
í þágu íþróttamála og félags-
mála bæjarins, og raunar hafa
áhrif þess náð víða um hérað-
ið. Félagið stundaði einkum
knattspyrnu framan af, en tók
seinna að iðka aðrar íþróttir,
fimleika, fjölíþróttir og skíða-
íþróttina. Hefur félagið haft
mörgum góðum mönnum á að
skipa. Stofnendur voru 23, en
nú eru félagsmenn um 200. I
fyrstu stjórn voru Jóh. Haf-
stein, Jakob Hafstein, Ásbjörn
Benediktsson, Benedikt Bjark
lind og Helgi Kristjánsson. —
Núverandi stjórn skipa: Þór-
hallur Snædal, form., Aðal-
steinn Karlsson, Guðm. Há-
konarson, Höskuldur Sigur-
geirsson og Lúðvík Jónasson.
Blaðinu er kunnugt um að
mikill áhugi er meðal hinna
yngri manna í félaginu til þess
að efla gengi þess í framtíð-
inni. Jónas Geir Jónsson, í-
þróttakennari, sem hefur ver-
ið kennari félagsins í 20 ár,
var kjörinn heiðursfélagi fyrir
mikið og gott starf.
Að lolcnu sundmeistaramóti
Islands, sem fram fer í Hvera-
gerði 10. og 11. maí n. k. verð-
ur aðalfundur Sundsambands
Islands haldinn í Hveragerði.
S. S. I. fól Héraðssambandinu
Skarphéðni að sjá um fram-
kvæmd Sundmeistaramóts Is-
lands.
Áskrifendur
blaðsins eru beðnir að til-
kynna afgreiðslunni um bú-
staðaskipti. Hafið samband
við afgreiðsluna á Amtmanns-
stíg 1.
Friðrik í fararbroddi.
Það mega teljast nokkur
tíðindi, að Friðrik Guðmunds-
son kastaði nýlega kringlunni
47.22 m. á innanfélagsmóti, er
KR hélt. I fyrsta lagi er þetta
einhver bezti árangur, sem
Friðrik hefur náð, í öðru la-gi
er þetta svo snemma vors, að
enn betri árangurs má vænta.
Friðrik er sennilega fyrstur í-
þróttamanna okkar, sem náð
hefur hinu tilskylda marki
FRl til þátttöku í Ólympíu-
leikunum, en það er í kringlu-
kasti 47 m.
Á þessu móti kastaði Þor-
steinn Löve kringlunni 45,55
m. Vænta má, að hann sæki
lengra fram, ef að líkum læt-
ur. Þá má enn geta þess, að
Ólafur Þórðarson kastaði 40,
98 m. og Svavar Helgason
39.22 m. allir úr KR.
Tafla yfir norsku leikina
29. apríl.
A-deild.
Leik. u j t mörk St.
Odd 7 5 0 2 17-10 10
Brann 7 4 1 2 18-10 9
Asker 6 4 0 2 16- 8 8
Viking 7 3 2 2 15-11 8
Skeid 7 3 1 3 16-12 7
Válereng. 6 2 1 3 13-13 5
Arstad 7 1 2 4 10-29 4
Örn 7 0 3 4 B-deild. 9-21 3
Leik. u j t mörk St.
Fr.stad 7 7 0 0 19- 6 14
Strömmen 7 4 0 3 18-12 8
Kvik 7 3 2 2 12-10 8
Sparta 7 3 2 2 10-10 8
Sarpsborg 6 2 1 3 6-6 5
Sandfjord 6 2 1 3 5-6 5
Lyn 7 1 2 4 8-13 4
(Snögg 7 0 2 5 6-21 2
Bandarísku hlaupararnir Fred Wilt (til hægri) og Don
Gehrmann eru líklegir til þess að keppa á Ólympíuleikun-
um í sumar. Myndin er tekin af þeim í janúarlok í vetur, en
þá þreyttu þeir harða keppni í mílu hlaupi. F. Wilt var á
undan, þangað til á seinustu metrunum, að Gehrmann rudd-
ist fram fyrir og sigraði á 4:09,3 mín., aðeins metra á undan.
nú, að menn gátu haft vald á
þróun sundmenningarinnar til
ills eða góðs, lét til sín taka.
Þetta áhugalið sundsins taldi
nauðsynlegt að stofna sund-
félag, sem hefði ekkert á
stefnuskrá sinni nema sund.
(Sjá grein Jóns Pálssonar,
„Tildrög að stofnun S.fél. Æg-
is“ í Ægir 10 ára). Ægir stóð
ekki lengi óstuddur. Ármann
og KR hófu einnig upp hið
rétta merki sundsins. Sund-
laugar Reykjavíkur urðu að
háskóla -sundsins, þar sem all-
ar nýjungar í sundi og sund-
málum voru ræddar.
XI.
Eftir þetta hefst nýtt tíma-
bil í sögu sundmenningar Is-
lendinga. Þróunin heldur á-
fram stig af stigi. Hver sigur-
inn rak annan. Sundhöll Rvík-
ur var reist. Lögboðin sund-
skylda í öllum skólum lands-
ins knúin fram 1940. Þeir ein-
staklingar, sem báru ægis-
hjálminn í glímunni við vald-
hafana, voru Erlingur Páls-
son, Ben. G. Wáge, Guðmund-
ur Kristinn og Ingibjörg H.
Bjarnason, svo nokkur nöfn
séu nefnd.
Eftir þessa miklu sigra, var
næsta sporið að ráða mann til
þess að framkvæma lögin um
sundskylduna. Til þess var
Þorsteinn Einarsson ráðinn.
XII. „
Til eru þeir menn, sem á
mjög lævíslegan hátt falsa
sögu sundsins, er þeir koma
höndum undir. Byggist sögu-
fölsunin helzt á því, að vagga
sundsins hafi ekki verið hér í
Reykjavík.
Hvers vegna má vagga
sundsins ekki hafa verið í
Reykjavík? Björn Jónsson,
ritstjóri Isafoldár var búsett-
ur í Reykjavík. En að vísu var
Páll Erlingsson bóndi. En
hann settist að í Reykjavík.
Það getur vel verið, að sum-
ir eigi erfitt með að þola það,
að eitthvað nýtilegt komi frá
kaupstöðunum en menn verða
alténd að bera virðingu fyrir
staðreyndum.
— Auðvitað verða þessar
hlægilegu sögufalsanir öllum
gleymdar áður en langt um
líður.
XIII.
Slælega hefur verið haldio
á sunflmálum vorum, siðan
þau gengu úr höndum áhuga-
Iiðs sundsins. I 12 ár hefur
,,ríkið“ haft þau með höndum.
Á einstaka stað út á landi hef-
ur „ríkið“ aðeins gert lög-
boðna skyldu sína við fólkið
og ekkert þar fram yfir. En
víðast hvar hefur þröngsýni
og íhaldssemi ráðið um sund-
laugabyggingar.
I Reykjavík hefur ekkert
verið gert, ekkert, — ekkert.
Aðeins svik á svik ofan. Nú er
ekki hægt að setja þessi mál í
samband við hina efnahags-
legu þróun. Ekki til afsökun-
ar. Því að framan af er þetta
tímabil talið mesta blómaskeið
efnalegrar þróunar, framfara,
framkvæmda og víðsýni, á
ýmsum sviðum, síðan landið
Pétor heppir erlendis.
Pétur Kristjánsson hinn
frækni sundgarpur, sem nú er
aðeins 17 ára að aldri, fór 15.
apríl sl. á vegum Sundsam-
bands Islands til þátttöku í
unglinga sundmeistaramóti
Norðurlanda. Með honum fór
þjálfari hans, Þorst. Hjálm-
arsson. Mótið fór fram í Osló
dagana 26. og 27. apríl. I aðal-
keppninni í 100 m. skriðsundi
varð Pétur þriðji í röðinni á
1:1,9 mín. Fyrstur varð Sví-
inn Olander á 1:0,3 mín. og
annar Ikonen frá Finnlandi á
1:1,3 mín.
Þess má geta, að áður en
Pétur fór í för þessa synti
hann þessa vegalengd á 1:0,6
mín„ en Svíinn, er vann þetta
sund í fyrra, svam spölinn á
1:1,9 mín.
Þann 20. apríl keppti Pétur
í sundi fullorðinna í Osló.
Varð hann fyrstur á 100 m.
skriðsundi á 1:0,3 mín. eða
sama tíma og Olander sigraði
á. Ástæða er til að fagna á-
gætum árangri þessa uíiga
sundmanns, sem vonandi á
eftir að njóta sín enn betur.
Myndin, sem hér fylgir, er af
Pétri er hann var 15 ára gam-
all, en þá hafði hann unnið
sína fyrstu stórsigra.
byggðist. Miðað við ýmsar
framkvæmdir eftir stríð, á
dugnaður áhugaliðs sundsins
á kreppuárunum fyrir stríð,
sér enga hliðstæðu. En hvers
vegna var ekkert gert fyrir
sundið hér í bæ á þessum
árum eftir stríð? Því er fljót
svarað. Áhugalið sundsins fær
engu að ráða. Hvorki hér í
Reykjavík eða úti á landi. —
„Ríkið“ virðist vinna að því að
einangra áhugalið sundsins
hér í Reykjavík. Það eina, sem
ríkið hefur gert í sundmálum
hér í höfuðstaðnum, er að
víkja mönnum þeim, er mesta
reynslu og þekkingu hafa á
sundmálum, úr þýðingarmikl-
um nefndum.
XIV.
Hvenær verður reist full-
komlega nothæf æfingalaug í
Reykjavík? Hvenær verður
Sundlaug Vesturbæjar reist?
Verður stór hluti af reykvísk-
ingum, að senda börn sín upp
í sveit til að læra að synda?
Framhald á bls.