Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1968, Page 7

Íþróttablaðið - 01.05.1968, Page 7
megi virðast, vinnur það örar og lakar, ef því er fengið lítið að starfa. Þjálfaður maður, sem æfir sig reglubundið, mun hafa hvíldarpúls um 60, en óþjálfaður kyrrsetumaður um 80. Hægt er að kanna eigið ástand með því að sitja kyrr í 5 mínútur og taka svo púlsinn. Sé hann 80 eða meira, er ástandið slæmt og rík ástæða til að hefja þolþjálfun. Þegar hjartað styrkist vegna þolþjálfunar, þarf meiri áreynslu til að þreyta það. Það kemur skýrt í ljós á þjálfunartímabilinu. Pyrstu vik- urnar eða mánuðina, meðan verið er að byggja upp þolið, er líklegt, að þreytu gæti hverju sinni, en þegar frá líður, mun auðvelt að ná 30 stigum á viku án þess að fixma fyrir því. Eitt af athyglisverðustu áhrifunum af þol- þjálfun er vöxtur æðakerfisins og blóðmagns- ins. Þetta opnar nýjar leiðir og eykur súrefnis- upptökuna, en það er ljós vottur um heilbrigði hjartans. Þegar leiðunum fjölgar fyrir blóð- rásina er líka minna í húfi, ef einhverjar æðar skyldu láta sig, og möguleikar þjálfaðra á heilsubót eftir æðasjúkdóm eru mun meiri. Lokaorö. Hvenær sem tími er til, er hægt að stunda æfingar. En ekki er rétt að taka á sig náðir strax að lokinni æfingu, heldur gefa líkamanum að minnsta kosti eina klukkustund til að jafna sig. Æfingar ætti ekki að stunda rétt á eftir mál- tíð, helzt á að láta líða tvær stundir á milli. Búast má við, að harðsperrur, veðurfar eða annað mótlæti verði því valdandi, að mönnum hætti til að láta hugfallast. Það mun væntan- lega koma fyrir alla. Mikilvægt er að gefast aldrei upp, og þá mun ánægja manna af æfing- um koma í ljós. HEIMSMEISTARAMÓT STÚDENTA 1970 (vetrarleikirnir) fara fram í Finnlandi. Skíða- og skautakeppnin fer fram i Rovaniemi, ísknatt- leikskeppnin í Tammerfoss. Frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur Aðalfundur KR var haldinn í KR-heimilinu mánudag- inn 11. des. sl. Formaður KR, Einar Sæmundsson, setti fundinn, en fundarstjóri var Sigurður Halldórsson og fundarritari Gunnar Felixson. Áður en gengið var til dagskrár, minntist formaður KR þriggja félaga, er látizt höfðu á árinu: Þorsteins Daníelssonar, Grétars Björnssonar og Benedikts Jakobs- sonar. Heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Gunnar Sigurðsson flutti skýrslu aðalstjórnar, Þor- geir Sigurðsson las reikninga félagsins og Sveinn Björnsson skýrslu og reikninga hússtjórnar. t skýrslu hússtjórnar kom m.a. fram, að hafnar eru nú umfangsmiklar framkvæmdir á vegum KR. Má þar fyrst nefna byggingu nýs íþróttahúss, helmingi stærra en þess, sem fyrir er. Á sl. ári fékk KR verulega stækkun á landrými sínu. Er í ráði að girða íþróttasvæð- ið í vor og lagfæra gras- og malarvelli. Lýsingu hefur verið komið upp á malarvelli, og var kveikt á henni í í fyrsta sinn kvöldið, sem aðalfundurinn fór fram. Þá hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar á félagsheimilinu. Sjálfboðavinna hefur verið mikil á félagssvæðinu í haust: 536% klst., sem metnar eru á ca. 40 þús. kr,- Þakkaði Sveinn Björnsson öllum þeim, er tekið hefðu þátt í þessu starfi, og lét í ljós þá von, að eftir 15 mán- uði, á 70 ára afmæli KR, yrði hið nýja íþróttahús komið í notkun, a.m.k. að einhverju leyti, því að þörfin fyrir það væri brýn. Aðalstjórn KR hélt 11 bókaða stjórnarfundi á árinu auk 4 formannafunda. Fastanefndir störfuðu eins og áður: Hússtjórn og rekstrarnefnd skíðaskála og skíða- lyftu. Út kom KR-blað á árinu, skemmtilegt og vandað, árshátíð var haldin að venju. Sumarbúðastarfsemin hélt áfram sl. sumar í skíðaskálanum í Skálafelli, og komust miklu færri börn að en vildu. Hannes Ingi- bergsson og kona hans sáu um sumarbúðirnar eins og undanfarið. I aðalstjórn KR voru kjörnir: Einar Sæmundsson, formaður, Sveinn Björnsson, Gunnar Sigurðsson, Þor- geir Sigurðsson, Birgir Þorvaldsson og Þórður B. Sig- urðsson. Hússtjórn kýs síðan einn fulltrúa í stjórnina. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum skýrðu formenn deilda félagsins frá helztu verkefnum, sem framundan eru í hverri deild. Formenn deildanna eru nú: Knattspyrnudeild: Ellert B. Schram. Fimleikadeild: Árni Magnússon. Frjálsiþróttadeild: Einar Frímanns- son. Handknattleiksdeild: Sveinn Kjartansson. Körfu- knattleiksdeild: Helgi Ágústsson. Sunddeild: Erlingur Þ. Jóhannsson. Skíðadeild: Valur Jóhannsson. Glímu- deild: Sigtryggur Sigurðsson. Badmintondeild: Óskar Guðmundsson. 171

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.