Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 19
Nýjar reglur um sjúkra-, iðju- og talþjálfun
Breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga
Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneyt-
isins um þjálfun sem tók gildi 1. október
sl. urðu breytingar hvað varðar kostnaðarþátt-
töku sjúklinga og takmarkanir settar á fjölda
skipta í þjálfun.
Mun ákveðnari skilyrði en áður eru í reglugerð-
inni um hverjir fá samþykkta greiðsluþátttöku
eftir að hafa fengið meðferð í 25 skipti. Miðað
er við að þeir einstaklingar sem búa við mikla
skerðingu á færni fái samþykkta áframhaldandi
greiðsluþátttöku frá sjúkratryggingum. Einn-
ig einstaklingar sem haldnir eru langvarandi
sjúkdómum sem leitt geta til skertrar færni,
þeir sem eru að ná sér eftir alvarleg veikindi og
slys, eða þurfa þjálfun í heinnahúsi til að koma í
veg fyrir dvöl á hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsi.
Einstaklingar sem þurfa nauðsynlega á þjálfun
að halda sem hluta af endurhæfingarferli geta
einnig fengið meðferð til lengri tíma.
Þjálfari sjúklings getur sótt um viðbótarþjálfun
ef skilyrði eru fyrir hendi þ.e. þau sem hafa ver-
ið talin upp áður.
Breytingin sem tók gildi 1. október hefur í för
með sér að kostnaðarþátttaka hjá sjúklingum
eykst og getur hún skipt tugum þúsunda hjá
lífeyrisþegum sem eru með skerta tekjutrygg-
ingu. Þá greiðir stór hópur sjúklinga hærra
hlutfall en áður fyrir hvern þjálfunartíma.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar sem teknar
eru af vef Tryggingastofnunar ríkisins www.
tr.is. Þar sem hlutfall (%) er gefið upp er átt við
greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir hvern þjálfunar-
tíma sem kostar í heild samtals kr. 4.083.
Greiðsluþátttaka hjá lífeyrisþegum
• Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda óskerta
tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins
(TR) greiða 20% af heildarverði fyrir fyrstu 25
meðferðarskipti á einu ári en greiða ekkert
gjald eftir það út árið.
• Aldraðir og öryrkjar sem fá greidda skerta
tekjutryggingu frá TR greiða 20% af heildar-
verði fyrir fyrstu 25 meðferðarskipti á einu ári
og 10% eftir það út árið.
Kostnaður eykst mest hjá þeim sem eru með skerta tekjutryggingu.
Ljósmynd Bára Snæfeld.
• Aldraðir og öryrkjar sem ekki fá greidda
tekjutryggingu frá TR greiða 30% af heildar-
verði fyrir fyrstu 25 meðferðarskipti á einu ári
og 20% eftir það út árið.
Greiðsluþátttaka bama undir 18 ára
og einstaklinga með umönnunarkort
• Börn greiða 20% af heildarverði fyrstu 25
meðferðarskipti en greiða ekkert gjald eftir það
út árið.
Almenn greiðsluþátttaka
• Einstaklingar greiða 70% af heildarverði
fyrstu 25 meðferðarskiptin á einu ári og 40%
eftir það.
fyrir og eftir breytinguna 1. október. í töflunum
eru dæmi þar sem annarsvegar er miðað við
öryrkja sem er að meðaltali í þjálfun tvisvar í
viku í 40 vikur á ári og hins vegar þrisvar í viku
miðað við sömu forsendur.
Öryrkjabandalagið hefur mótmælt þessum
breytingum.
ÖBÍ hefur mótmælt þessum hækkunum en
eins og sjá má þá eykst kostnaðurinn í öllum
dæmum en hlutfallslega mest hjá þeim sem
eru með skerta tekjutryggingu en þeir lenda nú
í öðrum greiðsluflokki en áður. Þá er kostnaður
fyrir þjálfun áfram hlutfallslega mjög hár hjá
þeim sem eru ekki með tekjutryggingu. Þessar
tölur sýna að umframkostnaður vegna fötlunar
Hvað þýðir þetta fyrir þá sem þurfa á þjálfun er minna metinn en áður.
að halda? Guðríður Ólafsdóttir
Hér að neðan eru töflur með dæmum um félagsmálafulltrúi ÖBÍ
hækkanir á þjálfunarkostnaði hjá öryrkjum
Þjálfun tvisvar í viku í 40 vikur á ári Árlegur kostnaður fyrir 1. október 2009 Árlegur kostnaður eftir 1. október 2009 Kostnaðarauki á ári eftir 1. október 2009
Öryrki með fulla tekjutryggingu 16.340 kr. 20.425 kr. 4.085 kr.
Öryrkimeð skerta tekjutryggingu 16.340 kr. 42.865 kr. 26.525 kr.
Öryrki án tekjutryggingar 65.360 kr. 75.560 kr. 10.200 kr.
Þjálfun þrisvar í viku í 40 vikur á ári Árlegur kostnaður fyrir 1. október2009 Árlegur kostnaður eftir 1. október 2009 Kostnaðarauki á ári eftir 1. október 2009
Öryrki með fulla tekjutryggingu 16.340 kr. 20.425 kr. 4.085 kr.
Öryrki með skerta tekjutryggingu 16.340 kr. 59.851 kr. 43.511 kr.
Öryrki án tekjutryggingar 98.040 kr. 108.240 kr. 10.200 kr.