Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 25

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 25
SSL - Samtök um sjálfstætt líf Stofnuð 17. júní 2009 Samtök um sjálfstætt líf, SSL, (e. Independent Living Movement) voru stofnuð hér á landi á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2009 af hópi fatlaðs fólks, en Sjálfsbjörg, ÖBÍ og Þroskahjálp hafa stutt við framtakið ásamt starfsfólki í fötlunarfræði við Háskóla (slands. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Borg við Austurvöll þar sem samþykkt voru lög félagsins og kosin stjórn. Að stofnfundi loknum var heilsað upp á afmælisbarnið Jón Sigurðsson, styttuna á Austurvelli. Markmið félagsins er að valdefla og styðja fatlaða ein- staklinga samkvæmt hugmyndafræði um sjálf- stætt líf, efla lífsgæði fatlaðs fólks, vinna að rétti einstaklingsins til að hafa stjórn á eigin lífi er aðrir samfélagsþegnar taka sem gefnu. Félagið á að gæta réttar einstaklingsins til fullrar þátt- töku og jafnræðis í samfélaginu, að hafa stjórn á eigin aðstoð og þar með sínu lífi. Félagið er hluti af hinni alþjóðlegu Independent Living hreyfingu, alþjóðlegri borgarahreyfingu fólks með fötlun. í stjórn SSL eru: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir formaður, Aileen Svensdóttir rit- ari, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir gjaldkeri, Andri Valgeirsson meðstjórnandi og Arnór Karlsson meðstjórnandi. Félagið á að gæta réttar einstaklingsins til fullrar þátttöku og jafnræðis í samfélaginu. Ljósmynd Bára Snæfeld. Heilsubankinn er traustur banki Fyrir rúmum áratug veiktist ég hastarlega og var um tíma vart hugað líf. Eins og lækn- irinn útskýrði fyrir mér; ég var eins veik eins og hægt er að verða án þess að deyja. Ég lifði og komst til ágætrar heilsu á ný. Að vísu þurfti að stytta tærnar dálítið og nýrun hættu að starfa. En af hverju lifði ég af? Hvernig stóð á því að lík- ami konu á sextugsaldri komst í gegnum svona alvarleg veikindi? Fyrir því eru nokkrar ástæð- ur. í fyrsta lagi var ég heppin að það náðist að koma mér undir læknishendur áður en það var of seint. í öðru lagi get ég þakkað líf mitt frábæru starfsfólki Landspítalans og góðum tækjakosti. í þriðja lagi var ég í góðu formi. Ég var komin vel yfir fertugt þegar það datt í mig að fara að skokka. Samhliða því fékk ég ómótstæðilegan áhuga á því að ganga á fjöll og ganga um óbyggðir landsins með allan búnað á bakinu. Ladan mín fékk að standa óhreyfð í hlaði en ég hjólaði öll mín erindi á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Hreyfing og útivera varð mitt líf og yndi. Fimmtug var ég í betra formi en þrítug og tók þátt í hinum ýmsu götuhlaupum í Reykjavík og öðrum byggðarlögum. Þetta var lífið. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina, sagði kallinn. Mörg okkar sem lifum í skugga Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra heldur stuðningsfundi fyrsta miðviku- dag hvers mánaðar. Fundirnireru í Þjónustu- setri líknarfélaga á 9. hæð í Hátúni 10b og hefjast klukkan 19:30. Stuðningsfundir Tengslahópsins eru ætlaðir nýrnasjúkum - þeim sem eru að veikjast, eru komnir í skilun eða hafa ígrætt nýra. Fund- irnir eru einnig ætlaðir aðstandendum nýrna- sjúkra og nýragjöfum. Beinn sími Tengslahópsins: 896 6129 og er hann alltaf opinn. Netfang: tengslahopur@nyra.is. langvinnra sjúkdóma getum tekið undir það. Fyrir mig var þessari tegund af lífi allt í einu lokið og við tók allt annars konar tilvera. Þegar ég veiktist átti ég góða inneign í heilsu- bankanum. Ég gat hjólað tímunum saman, bor- ið 15 kg á bakinu frá morgni til kvölds yfir fjöll og firnindi og hlaupið kílómeter eftir kílómeter og spjallað við ferðafélagana á leiðinni. Hjarta og lungu voru í toppformi. Þessa inneign not- aði líkami minn síðan þegar hann barðist upp á líf og dauða við streptókokkana. Markmið mitt með þessum skrifum er að hvetja þig sem enn ert hraust(ur) en átt lítið inni í heilsubankanum að taka þér tak. Efla styrk og þol. Vonandi þarftu aldrei að taka það út allt í einu en getur haldið góðri heilsu og krafti langt fram á efri ár. Ég á líka erindi við langveika. Innan Félags nýrnasjúkra starfar heilsuhópur. Á einum kynningarfundi heilsuhópsins kom það meðal annars fram, í erindi Ólafs Skúla Indriðasonar nýrnalæknis, að rannsóknir benda ótvírætt til þess að hreyfing skipti gífurlega miklu máli í bættri heilsu fyrir langveikt fólk. Þjálfun er afar mikilvæg fyrir alla nýrnasjúka. Reglubundin þjálfun á bæði styrk og þreki hægir á nýrnabil- uninni. Fyrir fólk í skilun er þjálfun afar nauð- synleg, næringarástandið batnar og fólki líð- ur andlega miklu betur. Lífsgæði verða meiri. Fyrir þá sem hafa ígrætt nýra er þjálfun mjög mikilvæg. Þeim er þá ekki eins hætt við að fá sykursýki af völdum lyfja. Hraust fólk, langveikt fólk - hreyfið ykkur. Hreyfing bætir mörg mein. Jórunn Sörensen formaður Félags nýrnasjúkra

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.