Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 4
Efnisvfirlit
Birgir Mikaelsson er einn áhugaverð-
asti körfuknattleiksmaður íslands
fyrir margra hluta sakir. Hann snéri
sér að þjálfun Skallagríms eftir að
hafa orðið íslandsmeistari með KR og
hefur verið hálfgerður kraftaverka-
maður í Borgarnesi í hátt á fjórða ár. í
athyglisverðu viðtali við ÍÞRÓTTA-
BLAÐIÐ segir Birgir frá veru sinni í
Vesturlandi, vonbrigðum með lands-
liðþjálfarann, frá KR, sem hann gæti
hugsað sér að þjálfa, og hann tjáir sig
um hvað megi betur fara í körfuknatt-
leik á íslandi.
Vetrarólympíuleikarnir í Lillehamm-
er hefjast eftir tæpa tvo mánuði og
verður án efa spennandi að fylgjast
með árangri íslenskra keppenda á
leikunum. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ heim-
sótti Lillehammer fyrir nokkru og
greinir lesendum frá þvf hvers vegna
„smáþorp" tók að sér að halda eitt
fjölmennasta mót sem haldið er í
heiminum, hvernig framkvæmdum
hefur miðað, hver kostnaður vegna
leikanna verður og svo framvegis.
14-18
4
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gerði úttekt á því
hvaða íþróttafélag á landinu, í meist-
araflokki í boltagreinum hefur unnið
til flestra titla. Úttektin náði yfir hand-
bolta, fótbolta, körfubolta og blak en
að minnsta kosti fjögur félög hafa átt
meistaraflokka í þremur af þessum
greinum. Niðurstöðurnar voru þær
að VALUR er sigursælasta félag
landsins en íþróttablaðið birtir niður-
stöðurnar úr hverri grein fyrir sig.
8-11
LAST
4