Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 39
Birgir tók sér frí frá Samvinnuháskólanum á Bifröst í vetur og vinnur sem stendur í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi. man ekki eftir að slíkt hafi gerst áður." — Hverjir verða meistarar? „Mér er illa við að segja Njarðvík en þeir eru líklegastir til að verða meistarar?" — Verður Skallagrímur einhvern tímann meistari? „Vissulega stefnum við að því í vetur. Ef við höldum mannskapnum heilum ogallir eiga topptímabil getur Skallagrímur orðið íslandsmeistari. Síðast en ekki síst eigum við bestu áhorfendurna í Visa-deildinni og það skiptir liðið geysilega miklu máli." — Hvernig sérðu deildina fyrir þér á íslandi eftir 10-15 ár þegar „NBA kynslóðin" er jafnvel að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki? „Körfubolti er mikil tækniíþrótt og þótt krakkar í dag séu í körfubolta frá morgni til kvölds þurfa þeir á góðum þjálfurum að halda. Það er brýnt að þjálfaramálin verði tekin í gegn á ís- landi. Götuboltinn er af hinu góða en krakkar þurfa rétta kennslu hjá þjálf- urum. Ég er bjartsýnn fyrir hönd körfuboltans ef tekið verður á þess- um málum. Það verður væntanlega miklu meiri breidd íboltanum ífram- tíðinni og vonandi eignumst við nokkra risa." — Hvaða leik eða tímabil værir þú til í að upplifa aftur? „Það væri gaman að upplifa lands- leikinn gegn Noregi í Evrópukeppni landsliða árið 1986 aftur. Leikurinn var í Laugardalshöllinni og ég hafði setið á bekknum alla keppnina. í lið- inu á þessum árum voru menn eins og Símon Ólafsson, Torfi Magnús- son, ÞorvaldurGeirssonogfleiri. Ein- ar Bollason var þjálfari og Gunnar Þorvarðarson honum til aðstoðar. I síðasta leiknum gegn sterku liði Nor- egs, sem við urðum að sigra til þess að komast áfram í B-keppnina, varég settur inn á í seinni hálfleik og við tæpum 20 stigum undir. Ég raðaði niður boltum en leikmennirnir voru svo uppteknir við að passa Pálmar Sig.ogVal Ingimundaraðþeiráttuðu sig ekki á þessum varamanni sem byrjaði að skora. Ég átti mjög góðan leik og snéri leiknum að vissu leyti okkur í hag en Pálmar Sigurðsson skoraði sigurkörfuna á síðustu sek- úndunni. Þetta er einna minnisstæð- asti leikurinn áferlinum." — Höfðar ekki eitthvað fleira til þín en sportið? „Mér þykir gaman að veiða á stöng og almennt að vera úti í náttúrunni. Ég hef látið rjúpuna vera þótt stutt sé á miðin en auk veiðiskaparins hef ég aðeins gripið f golfkylfurnar. Ég er duglegur að sækja tónleika og hef mest gaman af KK og Sniglabandinu. Annars má reikna með að einhver óvænt áhugamál banki upp á þegar körfuknattleiksferlinum líkur." — Hvað langar þig mest til að upplifa í lífinu? „Lfklega að eignast góða konu og börn. Systir mín er nýbúin að eignast barn og það er auðvelt að smitast þegar maður sér svona lítil kríli. Ég hætti í sambúð fyrir þremur árum og forráðamenn körfuknattleiksdeildar Borgarness hafa alltaf verið með áhyggjur af því á vorin að ég skuli ekki vera búin að næla í einhverja borgneska blómarós. Líklega mundu þeir vilja kyrrsetja mig. Þeir hafa þó ekki gengið svo langt að fá nöfn og símanúmer allra ólofaðra kvenna á svæðinu og lauma þeim inn um bréfalúguna en líklega verður þeim ekki að ósk sinni því þessa stundina fer ég með reykvískri stúlku í bíó." • að JORGE BURRUCHAGA, ar- gentíski leikmaðurinn sem skoraði sigurmark Argentínu í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar árið 1986, hefur verið dæmdur í ævil- angt bann frá knattspyrnu í Evrópu eftir mútuhneykslið í sambandi við Marseille. Hann hyggst byrja að leika með Independiente í Argen- tínu þegar franska knattspyrnu- sambandið veitir honum leyfi. • að í fyrstu 63 leikjunum í BUNDESLIGUNNI í vetur var 25 leikmönnum vísað af leikvelli. Þetta er met í Þýskalandi og hafa menn áhyggjur af ofbeldinu á vell- inum. • að 30.000 manns að meðaltali sóttu hvern leik í fyrstu sex um- ferðunum í Bundesligunni. í fyrra var meðaltalið 24.000 manns eftir jafnmargar umferðir. • að flestir hafa komið á heima- leiki NURNBERG, sem er í neðsta sæti í Bundesligunni, samtals 43.900 að meðaltali. Næst flestir hafa verið á heimaleikjum Stutt- gart, eða 43.350 manns. • að þegar UNGVERSKA LANDS- LIÐIÐ í KNATTSPYRNU var upp á sitt besta skoraði það mark í hverj- um einasta landsleik frá árunum 1948 til 1957. Þegar liðið lék vin- áttuleik gegn Englandi árið 1953 hafði það leikið 38 leiki án taps í röð — unnið 32 en gert 6 jafntefli. • að síðasti ERLENDI LEIKMAÐ- URINN, sem skoraði þrennu í landsleik í Englandi gegn enska landsliðinu, var Ungverjinn NAN- DOR HIDECKUTI. Mörkin þrjú skoraði hann þegar Ungverjaland sigraði England í vináttulandsleik á Wembley árið 1953. Enskir fjöl- miðlar þekktu ekkert til ung- verskra leikmanna og töluðu um að þeir væru örugglega nýkomnir niður úr trjánum. Ungverjarnir þökkuðu fyrir ummælin og sigruðu Englandi 6:3 en til gamans má geta þess að PUSKAS skoraði tvö mörk í leiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.