Íþróttablaðið - 01.12.1993, Síða 39
Birgir tók sér frí frá Samvinnuháskólanum á Bifröst í vetur og vinnur sem
stendur í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi.
man ekki eftir að slíkt hafi gerst
áður."
— Hverjir verða meistarar?
„Mér er illa við að segja Njarðvík
en þeir eru líklegastir til að verða
meistarar?"
— Verður Skallagrímur einhvern
tímann meistari?
„Vissulega stefnum við að því í
vetur. Ef við höldum mannskapnum
heilum ogallir eiga topptímabil getur
Skallagrímur orðið íslandsmeistari.
Síðast en ekki síst eigum við bestu
áhorfendurna í Visa-deildinni og það
skiptir liðið geysilega miklu máli."
— Hvernig sérðu deildina fyrir
þér á íslandi eftir 10-15 ár þegar
„NBA kynslóðin" er jafnvel að stíga
sín fyrstu skref í meistaraflokki?
„Körfubolti er mikil tækniíþrótt og
þótt krakkar í dag séu í körfubolta frá
morgni til kvölds þurfa þeir á góðum
þjálfurum að halda. Það er brýnt að
þjálfaramálin verði tekin í gegn á ís-
landi. Götuboltinn er af hinu góða en
krakkar þurfa rétta kennslu hjá þjálf-
urum. Ég er bjartsýnn fyrir hönd
körfuboltans ef tekið verður á þess-
um málum. Það verður væntanlega
miklu meiri breidd íboltanum ífram-
tíðinni og vonandi eignumst við
nokkra risa."
— Hvaða leik eða tímabil værir þú
til í að upplifa aftur?
„Það væri gaman að upplifa lands-
leikinn gegn Noregi í Evrópukeppni
landsliða árið 1986 aftur. Leikurinn
var í Laugardalshöllinni og ég hafði
setið á bekknum alla keppnina. í lið-
inu á þessum árum voru menn eins
og Símon Ólafsson, Torfi Magnús-
son, ÞorvaldurGeirssonogfleiri. Ein-
ar Bollason var þjálfari og Gunnar
Þorvarðarson honum til aðstoðar. I
síðasta leiknum gegn sterku liði Nor-
egs, sem við urðum að sigra til þess
að komast áfram í B-keppnina, varég
settur inn á í seinni hálfleik og við
tæpum 20 stigum undir. Ég raðaði
niður boltum en leikmennirnir voru
svo uppteknir við að passa Pálmar
Sig.ogVal Ingimundaraðþeiráttuðu
sig ekki á þessum varamanni sem
byrjaði að skora. Ég átti mjög góðan
leik og snéri leiknum að vissu leyti
okkur í hag en Pálmar Sigurðsson
skoraði sigurkörfuna á síðustu sek-
úndunni. Þetta er einna minnisstæð-
asti leikurinn áferlinum."
— Höfðar ekki eitthvað fleira til
þín en sportið?
„Mér þykir gaman að veiða á stöng
og almennt að vera úti í náttúrunni.
Ég hef látið rjúpuna vera þótt stutt sé
á miðin en auk veiðiskaparins hef ég
aðeins gripið f golfkylfurnar. Ég er
duglegur að sækja tónleika og hef
mest gaman af KK og Sniglabandinu.
Annars má reikna með að einhver
óvænt áhugamál banki upp á þegar
körfuknattleiksferlinum líkur."
— Hvað langar þig mest til að
upplifa í lífinu?
„Lfklega að eignast góða konu og
börn. Systir mín er nýbúin að eignast
barn og það er auðvelt að smitast
þegar maður sér svona lítil kríli. Ég
hætti í sambúð fyrir þremur árum og
forráðamenn körfuknattleiksdeildar
Borgarness hafa alltaf verið með
áhyggjur af því á vorin að ég skuli
ekki vera búin að næla í einhverja
borgneska blómarós. Líklega mundu
þeir vilja kyrrsetja mig. Þeir hafa þó
ekki gengið svo langt að fá nöfn og
símanúmer allra ólofaðra kvenna á
svæðinu og lauma þeim inn um
bréfalúguna en líklega verður þeim
ekki að ósk sinni því þessa stundina
fer ég með reykvískri stúlku í bíó."
• að JORGE BURRUCHAGA, ar-
gentíski leikmaðurinn sem skoraði
sigurmark Argentínu í úrslitaleik
Heimsmeistarakeppninnar árið
1986, hefur verið dæmdur í ævil-
angt bann frá knattspyrnu í Evrópu
eftir mútuhneykslið í sambandi við
Marseille. Hann hyggst byrja að
leika með Independiente í Argen-
tínu þegar franska knattspyrnu-
sambandið veitir honum leyfi.
• að í fyrstu 63 leikjunum í
BUNDESLIGUNNI í vetur var 25
leikmönnum vísað af leikvelli.
Þetta er met í Þýskalandi og hafa
menn áhyggjur af ofbeldinu á vell-
inum.
• að 30.000 manns að meðaltali
sóttu hvern leik í fyrstu sex um-
ferðunum í Bundesligunni. í fyrra
var meðaltalið 24.000 manns eftir
jafnmargar umferðir.
• að flestir hafa komið á heima-
leiki NURNBERG, sem er í neðsta
sæti í Bundesligunni, samtals
43.900 að meðaltali. Næst flestir
hafa verið á heimaleikjum Stutt-
gart, eða 43.350 manns.
• að þegar UNGVERSKA LANDS-
LIÐIÐ í KNATTSPYRNU var upp á
sitt besta skoraði það mark í hverj-
um einasta landsleik frá árunum
1948 til 1957. Þegar liðið lék vin-
áttuleik gegn Englandi árið 1953
hafði það leikið 38 leiki án taps í
röð — unnið 32 en gert 6 jafntefli.
• að síðasti ERLENDI LEIKMAÐ-
URINN, sem skoraði þrennu í
landsleik í Englandi gegn enska
landsliðinu, var Ungverjinn NAN-
DOR HIDECKUTI. Mörkin þrjú
skoraði hann þegar Ungverjaland
sigraði England í vináttulandsleik á
Wembley árið 1953. Enskir fjöl-
miðlar þekktu ekkert til ung-
verskra leikmanna og töluðu um
að þeir væru örugglega nýkomnir
niður úr trjánum. Ungverjarnir
þökkuðu fyrir ummælin og sigruðu
Englandi 6:3 en til gamans má geta
þess að PUSKAS skoraði tvö mörk í
leiknum.