Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 15
Hákonarhöllin rúmarlO þús. manns ísæti. Þar verður keppt í íshokkí en eftir
leikana verður húsið fjölnota íþróttahús fyrir hinar og þessar íþróttagreinar.
leikana sem eiga að verða sýning á
öllu því besta í norskri menningu.
Það hefur tekið Norðmenn rúm-
lega fjögur ár að undirbúa leikana í
Lillehammer. Öll nágrannabyggðar-
lögin hafa tekið þátt í kostnaðinum
enda hefur undirbúningurinn skapað
ótrúlega þenslu í flestum atvinnu-
greinum á svæðinu. íþróttamann-
virki hafa verið reist í nágrannabæj-
unum Hamar og Gjövik en þar mun
keppni í skautaíþróttum fara fram en
að auki verður keppt í íshokkí í Há-
konarhöllinni í Lillehammer. Allar
skautahallirnar, sem keppt verður í á
leikunum, eru ný og glæsileg mann-
virki sem munu nýtast vel til ástund-
unar annarra íþróttagreina eftir leik-
ana.
Skoðun Norðmanna er sú að öll
uppbygging vegna leikanna muni
skila sér í auknum ferðamanna-
straumi, bættri tækniþekkingu á
Upplandasvæðinu, meiri atvinnu-
starfsemi og auðugra menningarlífi
eftir leikana. Þar að auki styrkist
byggðarlögin þar sem íþróttamann-
virkin muni verða vel nýtt eftir leik-
ana undir skólastarfsemi, menning-
arviðburði og flestar íþróttagreinar
sem hægt er að hugsa sér.
Til að halda leikana verður Lille-
hammer að koma sér upp símkerfi
fyrir 300 þús. manna bæjarfélag og
samgöngukerfið hefur verið byggt
upp á nýtt. Við allar framkvæmdir og
byggingu risamannvirkja fyrir keppn-
isgreinarnar hefur verið reynt eftir
fremstu getu að taka fullt tillit til um-
hverfisins enda ætla Norðmenn sér
að halda umhverfisvæna leika.
Við byggingu mannvirkjanna og
skíðabrauta hafa verið notaðar
Skíðastökkpallarnir við Lysgaard-
bakkene. Þar hafa verið reistir áhorf-
endapallar fyrir um 50 þús. manns.
Takið eftir grjóthleðslunni. Reynt
var að notast við náttúruleg efni,
grjót, tré og jafnvel torf við alla
mannvirkjagerð.
norskar aðferðir. Hús eru byggð úrtré
eða steini. Áhorfendapallar við
skíðastökkpallana í Lysgaardbakk-
ene (þar mun opnunarhátíðin fara
fram) eru t.d. hlaðnir úr grjóti. Bob-
sleðabrautin í Hunderfossen, sem er
sú eina sinnar tegundar í Skandinav-
íu og ein sú fullkomnasta í Evrópu, er
vart sjáanleg fyrr en komið er að
henni. Þess var gætt að fella eins fá
tré og mögulegt var og þar sem hægt
er að koma því við er brautin grafin
ofan í jörðina.
Menn stunda vetraríþróttir úti og
þess vegna er samband mannsins við
náttúruna mjög mikilvægt á Vetrar-
ólympíuleikum. í því skyni að skapa
umhverfisvæna leika hafa fram-
kvæmdaaðilar úthugsað alla mann-
virkjagerð og framkvæmd í ólympíu-
átakinu. Mannvirkin verða að falla
vel að umhverfinu. Einungis norsk
efni eru notuð og litir fyrir leikana
hafa verið valdir eftir norskum hefð-
um. Þegar leikarnir hefjast verður
Lillehammer lokað fyrir bílaumferð.
Notast verður við almenningssam-
göngur innan bæjarins til að koma í
veg fyrir umferðaröngþveiti. Öll
mannvirkin hafa verið reist í samráði
við náttúruverndarráð viðkomandi
bæjarfélaga. Norsk list, náttúra,
hönnun og arkitektúr hafa verið höfð
að leiðarljósi við framkvæmdina.
Það er hefð fyrir því í Noregi að eyða
tveimur prósentum af byggingar-
kostnaði í kaup á listaverkum fyrir ný
mannvirki og framkvæmdaaðilar
leikanna hafa haldið þá hefð. Auk
þessa hefur Lillehammer verið gerð-
ur að menningarbæ í tengslum við
Vetrarólympíuleikana. Haldnar hafa
verið málverkasýningar og lista-
mönnum hefur verið boðið að vinna
að ólíkustu verkefnum.
í Lillehammer er eitt stærsta
þjóðminjasafn á Norðurlöndum.
Maihaugen heitir það en þar er einn-
ig stórkostlegt safn gamalla bjálka-
húsa sem Norðmenn hafa varðveitt. í
tilefni af leikunum hefur nú verið
byggð um 5.800 fermetra viðbygging
við Maihaugen safnið sem mun hýsa
norska sögusýningu en auk þess inni-
heldur byggingin stóran tónleikasal
sem einnig getur nýst sem ráðstefnu-
hús og leikhús. í Maihaugen er ráð-
gert að sýna norska tréskurðarlist og
heimilisiðnað á meðan vetrarhátíðin
stendur yfir. Þar að auki hefur verið
byggð 2.300 fermetra viðbygging við
listasafnið í Lillehammer sem hefur
Gömul bjálkahús og ný. Norðmenn
eru snillingar í gerð bjálkahúsa. í
Maihaugen þjóðminjasafninu eru
forn bjálkahús til sýnis. Startkofinn
við bobsleðabrautina er einnig
rammlega byggður úr bjálkum og
límtré til að þola snjóþyngslin.
nú yfir þrjú þúsund fermetra sýning-
arpláss.
Skautahallirnar þrjár eru samt þau
mannvirki sem Norðmenn eru hvað
hreyknastir af. Þær eru sannkölluð
risamannvirki og hver annarri glæsi-
legri. Hákonarhöllin í Lillehammer
15