Íþróttablaðið - 01.12.1993, Qupperneq 32
Nýjasta fyrirbærið í körfuboltanum — handabolti!
- BIRGIR MIKAELSSON, þjálfari
úrvalsdeildarliðs Skallagríms, ræðir við
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ um körfubolta á íslandi,
Skallagrím, landsliðsmálin og um það hvort
hann gæti hugsað sér að þjálfa KR á næstunni
BORGAR
BIRG
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Myndir: Gunnar Gunnarsson
Það verður að segjast eins og er að
það er nákvæmlega ekkert ham-
borgaralegt við Birgi Mikaelsson,
þjálfara úrvalsdeildarliðs Skalla-
gríms í körfubolta. Hugsanlega þykir
einhverjum hann vera „well done"
— jafnvel „medium rare" en hann er
hár, grannur, hvítur sem Fjörmjólk
og með Valslit í hárinu. Ástæða þess-
arar skyndibitalíkingar er sú að Tóm-
as Holton, fyrrum leikmaður Vals í
körfubolta, kallar Birgi alltaf „Bur-
ger" en hann gekk undir því nafni
þegar hann var við nám í Banda-
ríkjunum vegna þess að innfæddir
áttu í miklum vandræðum með Birg-
isnafnið.
Birgir er hetja í Borgarnesi — um
það er engum blöðum að fletta.
Hann tók við þjálfun Skallagrímsfyrir
fjórum árum, sem þá var miðlungslið
í 1. deild, — kom því ísnarhasti upp í
úrvalsdeild þar sem það hefur bætt
árangur sinn ár frá ári. Birgir er ekki
bara hetja sem þjálfari heldur líka
sem leikmaður og persónuleiki. Mik-
ils virtur enda er drengurinn afskap-
lega fágaður, yfirvegaður og
hæverskur. Og skemmtilegur við-
mælandi.
Birgirer KR-ingur, þófæddurá Ak-
ureyri en þroskaðist sem körfubolta-
maður í Vesturbænum. Hann hefur
einu sinni orðið Islandsmeistari með
32