Neytendablaðið


Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 8
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2017 Á neytandavaktinni í fjóra áratugi Neytendablaðið tók Jóhannes tali og spurði hvernig það vildi til að hann fór að hafa afskipti af neyt­ enda málunum. „Það var nú eiginlega bara tilviljun. Þáve r andi formaður Neytendasamtakanna, Reynir Ármanns son, var vinur og samstarfsmaður föður míns. Reynir hringdi í mig snemma árs 1978 og sagði að samtökunum hefði borist bréf frá sjö konum í Borgarnesi. Þar var kvartað yfir ýmsu og ekki síst því að allt of algengt væri að vörur í verslun­ um væru komnar fram yfir síðasta söludag. Reynir ákvað að boða til fundar í Borgarnesi og bað mig að auglýsa fundinn og sinna fundarstjórn sem ég og gerði. Í lok góðs fundar var ákveðið að ganga til undirbúnings að stofnun Neytendafélags Borgarf­ jarðar. Ég var kosinn formaður og þá var ekki aftur snúið. Neytendamálin urðu að mestu mitt lífsstarf, segja má að ég hafi gert hobbýið að ævistarfi,“ segir Jóhannes og brosir. VIÐTAL VIÐ JÓHANNES GUNNARSSON Jóhannes Gunnarsson þekkja flestir Íslend­ ingar en hann hefur staðið vaktina fyrir neytendur í rétt tæpa fjóra áratugi. Ítrekað hafa Neytenda samtökin tekið slaginn fyrir hönd neytenda og hafa oft haft bet ur í baráttunni, en stundum þurft að lúta í lægra haldi. Fáir þekkja þessa sögu betur en Jóhannes. Kynningarfundur í Borgarnesi var haldinn í janúar 1978. Jón Einarsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra, stendur í ræðustól. Við hlið hans situr Jóhannes Gunnarsson, þá Reynir Ármannsson, þáverandi formaður Neytendasamtakanna, og Arndís Kristinsdóttir. 8

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.