Neytendablaðið


Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 9
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2017 Stjórn Neytendasamtakanna 1982­1984. Talið frá vinstri: Reynir Ármannsson ritari, Bjarni Skarphéðinsson, Ólafur Ragnarsson, Dröfn Farestveit, Jón Magnússon formaður, Anna Birna Halldórsdóttir, Steinar Þorsteinsson Jónas Bjarnason og Jóhannes Gunnarsson varaformaður. Jóhannes fæddist í Reykjavík 3. október 1949, næstyngstur sex systkina. Hann lærði mjólkurfræði í Danmörku en flutti að námi loknu til Borgarness og vann þar sem mjólkurfræð­ ingur. Árið 1980 flutti Jóhannes til Reykjavíkur og hóf störf hjá Verðlagsstofnun þar sem hann hafði umsjón með verð könnunum. Hann settist í stjórn Neytendasamtakanna árið 1978 og var kosinn formaður sex árum síðar. Fram til ársins 1990 sinnti hann formennskunni samhliða starfi sínu hjá Verðlagsstofnun en settist þá í stól launaðs formanns og sinnti því nær sleitulaust fram á síðasta ár þegar Ólafur Arnarson var kjörinn formaður. Í janúar sl. var Jóhannes gerður að heiðursfélaga Neytendasamtakanna fyrir starf sitt í þágu neytenda. Jóhannes á 5 börn og 19 barnabörn. Hér er hann með börnum sínum þar sem þau fagna 60 ára afmæli Jóhannesar. Frá vinstri: Gunnar prestur (býr í Noregi), Sigrún hjúkrunarfræðingur (býr í Svíþjóð), Lilja Guðný, gæðastjóri hjá Verkmenntaskóla Austurlands, Jóhannes, Elín Eir, skrif­ stofumaður Selfossi, og Erla Helga, læknaritari í Reykjavík. Félagaátak­í­kjölfar­ofurtolla Þegar Jóhannes settist í stjórn Neytendasamtakanna árið 1978 var ein manneskja í hlutastarfi við að aðstoða neyt­ endur. Í kringum 1990 var farið í heljarmikið félagaátak og í framhaldinu voru ráðnir nokkrir starfsmenn og segir Jóhannes starfsemina hafa tekið stakkaskiptum í fram­ haldinu. En hvernig tókst að fjölga félagsmönnum svo um munaði? „Á þessum árum var verið að opna glufu á sölu landbúnaðarvara á milli landa, svokallaðir GATT­samningar, og við tókum mjög virkan þátt í þeirri umræðu. Stjórnvöld hér á landi höfðu engan áhuga á því að leyfa innflutning á landbúnaðarvörum nema á mjög háum tollum og beittu ýms um brögðum sem voru í andstöðu við samningana sjálfa. Neytendasamtökin voru ekki í þeirri stöðu að geta kært stjórnvöld fyrir brot á samningunum en við gátum látið Sveinn Ásgeirsson var aðal hvatamaðurinn að stofnun Neytendasam­ takanna og formaður þeirra frá 1953 – 1968. Hér má sjá Jóhannes sæma Svein heiðursfélaganafnbót á þingi samtakanna 1986. 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.