Neytendablaðið


Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 15
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2017 Sigurður Ingi Friðleifsson er fram­ kvæmdarstjóri Orkuseturs en hlut­ verk þess er m.a. að stuðla að skil­ virkari orkunotkun landsmanna. Geturðu­nefnt­góð­kaup­sem­þú­ hefur­nýlega­gert?­­­ Já, ég keypti LED­peru í staðinn fyrir halogenperu. Þó að LED­peran hafi verið 10 sinnum dýrari var hún samt hagkvæmari enda endist hún lengur og notar minna rafmagn. Samkvæmt ljóstímareiknivél Orkuseturs kostar ljóstími LED­peru 0.18kr/klst en halo­ genperu 0,7kr/klst. Áttu­gott­neytendaráð­sem­þú­vilt­ deila? Já, þegar þú ert að spá í bílakaup þá skaltu alltaf skoða samanburðar­ reiknivélar Orkuseturs fyrst, annars er hætta á mistökum. Margir bílar sem eru ódýrari i innkaupum reynast miklu dýrari í rekstri en kaupandi gerir sér grein fyrir. Ferðu­vel­með­peninga? Já og nei. Um 40% af laununum mínum fara í skynsamlegar fjárfest­ ingar, m.a. í mennta­, heilbrigðis­ og samgöngukerfinu. Restin fer yfirleitt í vitleysu. Hvar­fékkstu­síðast­frábæra­ þjónustu? Í heilbrigðiskerfinu, sem sumir segja ónýtt en stendur sig þó oftast betur í þjónustu en flest fyrirtæki. Hvar­liggur­sérfræðiþekking­þín­ sem neytanda? Vegna starfs míns veit ég allt um bíla og perur. Almennt hef ég engan áhuga á bílum og perum. Hvað­læturðu­fara­í­taugarnar­á­ þér sem neytandi? Tilboð. Tíðni svokallaðra tilboða er svo mikil að öllu vitrænu fólki ætti að vera ljóst að tilboðsverðið er raunverð allt annað er yfirmáta okur sem óþolandi er að lenda í. Ása Steinunn Atladóttir er vara­ formaður Neytendasamtakanna og starfar sem verkefnastjóri hjá sótt­ varnarsviði Embættis landlæknis. Áttu­gott­neytendaráð­sem­þú­vilt­ deila? Fylgjast með verði og skoða strimlana. Versla fyrir reiðufé – tilfinningin fyrir peningum er mun raunverulegri þegar maður er með peninga en greiðslukort því það er alltaf hægt að teygja það í eyðsluáttina. Hvað­læturðu­fara­í­taugarnar­á­ þér sem neytandi? Því miður læt ég allt of margt fara í taugarnar á mér í neytendamálum og kannski fyrst og fremst það hversu lítil virðing er almennt borin fyrir neytend­ um. Bankarnir eru með heilmikla og oft afar ósanngjarna gjaldtöku fyrir sjálf­ sagða þjónustu, Síma­ og netfyrirtækin eru með svo ólíkar gjaldskrár að samanburður er illframkvæman legur. Póstþjónustu virðast engin mörk sett varðandi verð á almennum sendingum og þá setja fyrirtæki einhliða reglur varðandi notkun á inneignarnót um og gjafakortum. Svona má lengi telja. En við neytendur þurfum að vera beittari í að krefjast réttar okkar. Hvar­liggja­veikleikar­þínir­sem­ neytandi? Fell stundum í freistni! Hvar­fékkstu­síðast­frábæra­ þjónustu? Það var í versluninni Aurum í Banka­ stræti. Þar rakst ég á leðurbuddu í lit sem vinkona mín heldur mikið upp á. Ég ákvað að kaupa budduna til að gefa henni í afmælisgjöf. Afgreiðslu­ konan var róleg og yfirveguð, þrátt fyrir annir í búðinni, og tók því vel þegar ég spurði um hvort hún ætti silkipappír til að setja utan um budduna. Hún útbjó alveg virkilega fallegan pakka sem hún setti síðan í fallegan gjafapoka merkt­ an búðinni. Þarna var þessi elskulega afgreiðslukona búin að útbúa virkilega fallegri gjöf, sem ég hlakka til að gefa vinkonu minni. Sigurjón M. Egilsson hefur starfar við fjölmiðla í áratugi. Hann var m.a. ritstjóri Neytendablaðsins um tíma. Geturðu­nefnt­góð­kaup­sem­þú­ hefur­nýlega­gert?­­­ Já, ég fór á útsölu í Marc O´Polo og keypti tvær peysur á virkilega fínu verði. Hvenær­keyptirðu­síðast­köttinn­í­ sekknum? Nýlega var ég í vandaðri matarverslun þar sem ég keypti dýrindis kjöt. Ég gætti mín svo ekki og keypti sætar kartöflur án þess að spyrja um verð. Þegar ég kom heim sá ég að klióið af sætum kartöflum kostaði 990 krónur. Til að vera nákvæmur hafði ekkert verið átt við kartöflurnar. Ferðu­vel­með­peninga? Ekki nógu vel. Ætla sífellt að taka mig á, en það er erfiðara en margur kann að halda. Hvar­fékkstu­síðast­frábæra­ þjónustu? Í Hafinu bláa, veitingastað við þjóðveg­ inn milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Þar afgreiddi ung kona og framkoma hennar var virkilega fín og látlaus. Hvað­læturðu­fara­í­taugarnar­á­ þér sem neytandi? Þegar verðmerkingum er áfátt. Hvar­liggja­veikleikar­þínir­sem­ neytandi? Værukærð. Áttu­gott­neytendaráð­sem­þú­vilt­ deila? Veit ekki, helst það að vera alltaf á verði. Því miður megum við ekki sofna á verðinum. 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.