Neytendablaðið


Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - mar. 2017, Blaðsíða 18
NEYTENDABLAÐIÐ // MARS 2017 Nú er þetta stærsta matarsóunarrannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Var eitthvað sem kom Guðmundi á óvart? „Miðað við niðurstöður frá öðrum löndum þá held ég að mikið magn matarolíu og fitu sem hellt er í niðurföll hafi komið hvað mest á óvart. Magn drykkja reyndist einnig hærra en í öðrum löndum en það kom ekkert sérstaklega á óvart því magnið reyndist ekki svo mikið, eða rúmlega hálfur lítri á dag á hvern íbúa, ef litið er til þess að allir drykkir nema vatn úr krana falla þarna undir. Hin litla drykkjarsóun sem mældist í öðrum rannsóknum kemur frekar á óvart og vekur upp spurningar um aðferðafræði.“ Hvaða geirar þurfa helst að taka sig á? „Við þurfum öll að taka okkur á, bæði neyt endur og þeir sem standa í rekstri. Það þarf samstillt átak samfélagsins alls til að taka á matarsóun. Niðurstöður rannsóknarinnar draga þó fram að mesta sóunin er í veitingarekstri, matvælaframleiðslu og á heimilum.“ Það er oft talað um að mikil sóun eigi sér stað í bakaríum. Er umfangið þekkt og er vitað hvað er gert við það sem ekki selst? „Í rannsókninni var könnuð matarsóun í atvinnugreinaflokknum sem nær yfir framleiðslu á bakarís­ og mjölkenndum vörum. Samkvæmt niðurstöðunum er umfang matarsóunar í þessum flokki 2.700 tonn á ári, þar af eru um 99% nýtanlegur matur. Athygli skal þó vakin á að þessar niðurstöður byggja á skráningum frá einu fyrirtæki en hin sjö fyrirtækin í þessum flokki sem lentu í úrtaki sáu sér ekki fært að taka þátt í rannsókninni. Það var ekki viðfangsefni rannsóknarinnar að athuga hvað verður um matarúrganginn og því er ekki hægt að fullyrða um það út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Það er þó rétt að vekja athygli á að það hefur færst í vöxt að bakarí bjóði upp á dagsgamalt bakkelsi á niðursettu verði. Það er skref í rétta átt,“ segir Guðmundur. Umhverfisstofnun mun áfram sinna verkefnum tengdum matarsóun og segir Guðmundur að í ár snúi stærsta verkefnið að matarsóun í veitingarekstri enda leiddi rannsóknin í ljós að þar væri sóunin einna mest. „Síðan verðum við áfram með fræðsluverkefni sem snúa að heimilum og ætlum m.a. að útbúa kennsluefni fyrir grunnskóla auk fleiri verkefna,“ segir Guðmundur að lokum. Við þurfum öll að taka okkur á, bæði neyt endur og þeir sem standa í rekstri. Það þarf samstillt átak samfélagsins alls til að taka á matarsóun Hér má sjá gulrætur og annað grænmeti sem fleygt hefur verið á sorpstað nálægt Flúðum. Þessi örlög uppskerunnar eru vægast sagt dapurleg. Ef grænmetið er einhverra hluta vegna ekki hæft til manneldis ætti í öllu falli að nýta það í fóður. Það eru vonbrigði að sjá sóun sem þessa. 18

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.