Vísbending


Vísbending - 16.11.2017, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.11.2017, Blaðsíða 2
ná samningum um aðlögunartíma sem skapar svo aftur ráðrúm til samninga- gerðar um viðskiptafyrirkomulag til lengri tíma litið? Um það er ómögulegt að spá, en við skulum samt freista þess að skýra myndina eitthvað. Hart Brexit = hengiflug Bretar munu fara út úr ESB 29. mars 2019, að óbreyttu. Fram að þeim tíma er þeim óheimilt að semja við önnur ríki um markaðs aðgang, svo að ef Bretar fara að kröfum harðlínumanna og gera enga samninga við ESB um skilnaðarkjör og frágang mála, blasir við að Bretar verða án nokkurra samninga við önnur ríki strax næsta dag. Engir loftferðasamningar munu gilda og engir samningar um aðgang vöru eða takmarkanir á tollskoðun. Íslensk flugfélög gætu þá ekki lent í Bretlandi og ekki tekið á loft þaðan og íslensk vara fengi ekki lengur hindrunar lausan aðgang að Bretlandsmarkaði og ekkert væri tryggt um meðferð vöru sem skipað væri upp í Bretlandi en ætluð á evrópskan markað. Af þessum sökum hafa margir talið það óhugsandi að Bretar gætu farið úr ESB án nokkurs samnings, en sú staðreynd að margir ráðherrar í ríkisstjórninni tala enn fyrir slíku og að hvorki gengur né rekur í samningum um skilnaðarkjör, veldur því að þessa hættu verður að taka alvarlega. Ráðherra útgöngumála, David Davis, held- ur fast í að Bretar muni alltaf gera einhverja samninga til að forðast slíkt hengiflug, en það er vandséð af hverju ESB ætti að gera samninga við Breta um að forða þeim frá hengifluginu ef Bretar eru staðráðnir í að gera enga samninga við ESB um skilnað- arkjör. Það er illmögulegt að sjá fyrir sér að ESB semji sérstaklega við Breta um að leyfa þeim að njóta hindrunarlauss aðgangs að evrópskum mörkuðum og fulls ávinnings af óhindruðum flugsamgöngum, ef Bretar hafa á sama tíma skellt í lás og neitað að ræða skilnaðarsamning við ESB. Hvers konar framtíðarfyrirkomulag? Ef Bretar semja við ESB um skilnaðarkjör og aðlögunartíma má búast við að fram- tíðarfyrirkomulag taki ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi tveimur árum síðar og líklega munu samningar þar um taka mun lengri tíma. Enn er samt óljóst hvernig reglur um markaðsaðgang verða að þeim tíma loknum, því lítið liggur fyrir um hvernig framtíðar viðskiptafyrirkomulag Bretar sjá fyrir sér. Nokkrar spurningar skipta Íslendinga hér miklu máli. Munu Bretar veita Íslandi sama tollfrjálsa aðganginn og Ísland nýtur nú? Munu þjónustuútflytjend- ur njóta sama aðgangs að Bretlandsmarkaði og nú? Munu Bretar til langframa vera til- búnir til að samþykkja íslenskar fiskafurðir inn á Bretlandsmarkað hindrunarlaust? Munu þeir til langframa halda áfram að viðurkenna afurðir sem uppfylla evrópskar heilbrigðiskröfur sem jafngóðar breskum heilbrigðiskröfum og ef svo er, hvernig fer það þá saman við það loforð sem útgöngu- sinnar hafa gefið um að setja sérbreskar reglur og hætta að fylgja evrópskri reglu- forskrift? Og ef sérbreskar reglur verða settar, hvers eðlis verða þær? Mun hættan á landamæraskoðunum á íslenskum fiski aukast á ný? Og það sem mestu skiptir fyrir ferskfiskútflytjendur: Munu Bretar verða tilbúnir til að gera við Ísland eða EFTA sameiginlega eða EES-ríkin öll einhverja samninga sem tryggja íslenskar afurðir inn á breskan markað, án hættu á tollskoðun við landamæri? Enginn veit svörin við þessum spurn- ingum og líklega ekki einu sinni breska ríkisstjórnin sjálf. Ekkert bendir til að vinna við framtíðarsamningsfyrirkomulag sé komin svo langt að líklegt sé að þessum spurningum verði svarað í bráð. Af hálfu breskra stjórnvalda er nú oftast talað um fríverslunarsamning Kanada við ESB sem fyrirmynd að framtíðarsamningi Breta við ESB. Sá samningur felur í sér aðgang fyrir iðnaðarvörur, en ekki hindrunar- laus þjónustuviðskipti, sem er þó stærsta útflutningsvara Breta inn á Evrópumarkað og ekki heldur fyrir landbúnaðarvörur. Erfitt er að sjá fyrir sér að ESB semji um ríkulegri aðgang Breta að markaði ESB en felst í Kanadasamningnum, nema að á móti komi skuldbindingar um sameiginlegt eftirlit með samningsskuldbindingum með óháðum dómstól og eftirliti. Bretar munu þannig áreiðanlega vilja semja um betri aðgang fyrir fjármálafyrirtæki og fullan aðgang að hindrunarlausum flugsamgöng- um, en enn og aftur er það eitthvað sem erfitt er að sjá ESB samþykkja án fullnægj- andi eftirlits. Ekkert liggur heldur fyrir um hvers konar regluverk Bretar geta hugsað sér um heilbrigðiskröfur í sjávarútvegi og nokkuð óljóst á þessu stigi hver samnings- markmið Breta í samningum um sjávar- útvegsmál við Ísland myndu vera. Myndi áherslan vera á að fá íslenskan fisk með sem ódýrustum hætti inn á Bretlands markað, eða vera á að styrkja samkeppnisstöðu bresks sjávarútvegs gagnvart íslenskum og takmarka þannig aðgang fullunninnar vöru inn á Bretlandsmarkað? Ef Bretar velja fyrri kostinn þurfum við ekkert að óttast. Ef þeir taka seinni pólinn í hæðina þurfa þeir ekki einu sinni að taka upp tolla til að draga úr aðgangi Íslendinga að breskum markaði: Þeim dugar að taka upp sérbreskar heilbrigðiskröfur og hafna samn- ingum um gagnkvæma viðurkenningu prófana þar á. Þá verður íslenskur ferskfisk- útflutningur undirseldur stöðugri óvissu um tollskoðanir og tafir á landa mærum og afhendingar öryggi þannig minnka og arð- semi sömuleiðis og líkur aukast á að vinnsla flytjist til Bretlands á nýjan leik. Hvað getum við gert? Við þessar aðstæður þurfa íslensk fyrirtæki auðvitað að hugsa sinn gang og gera við- bragðsáætlanir. Það er varhugavert að halda Brexit hljóti að fara vel og engar forsend- ur fyrir slíkri bjartsýni. Ef allt fer á versta veg í samningum Breta og ESB þurfum við að freista þess að gera sérstaka tvíhliða samninga við Breta. En á sama tíma er ekki margt sem íslensk stjórnvöld geta nú gert nema bíða átekta. Sú afstaða sem nú- verandi utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsson, hefur markað í þessu efni er skynsamleg. Hann hefur nýtt hvert tæki- færi til að ræða við breska ráðamenn og gætt þess að við gleymumst í það minnsta ekki og freistað þess að tryggja okkur í það minnsta sömu viðskiptakjör áfram. Það er einnig bæði rétt og skynsam- legt af Íslendingum að halda á lofti þeim möguleika fyrir Breta að þeir gerist á nýjan leik aðilar að EFTA og semji á þeim grunni um þann aðgang að markaði ESB sem þeir telja henta sínum hagsmunum. Sú óvissa sem nú er í Bretlandi um framtíðaráfanga- stað landsins í viðskiptalegu tilliti er engum til góðs. ESB hefur alla tíð lagt áherslu á að tryggja pólitískan stöðug leika í öllum grannríkjum sambandsins og það á við um Bretland eftir útgöngu, eins og önnur lönd. Ísland á, eins og önnur Evrópuríki, mikið undir því að pólitískri upplausn í Bretlandi linni. Við þurfum líka á því að halda að eftir Brexit verði Bretland ekki innilokað land sem byggi múra tolla og tæknilegra viðskiptahindrana gagnvart grannlöndum, heldur öflugt og opið land sem sem byggir á fríverslun og hindrunarlausum aðgangi að mörkuðum. Munu Bretar veita Íslandi sama tollfrjálsa aðganginn og Ísland nýtur nú? framh. af bls. 1 2 V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 1 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.