Vísbending


Vísbending - 26.07.2019, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.07.2019, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 7 . T B L . 2 0 1 9 Mynd 1. Smásöluverð á rafmagni til norskra heimila miðað við almennt neysluverð þar í landi. Verðið sveiflast nokkuð en alltaf er nóg af rafmagni. Heimild: Norska hagstofan/eigin útreikningar. Fólk þolir töluverða verðhækkun án þess að draga úr notkuninni að nokkru ráði. þess sem gröftur eftir rafmyntum fer vaxandi. Spá um eftirspurn fylgir Raforkuspá Orkustofnunar frá 2018. Þar er gert ráð fyrir að kísilver United Silicon hefji aftur rekstur 20204. Þá er reiknað með að rafbílum fjölgi hratt á komandi árum. Gert er ráð fyrir rafbílar verði fjórðungur af nýskráningum árið 2021, en helmingur 2024. Því er ekki nóg með að stórnotendur ásælist rafmagn sem nú er selt á almennum markaði, heldur er útlit fyrir skort á öllum markaðinum. Fæstir hafa áhyggjur af stórnotendum í þessu sambandi. Þeir hafa flestir tryggt sér rafmagn með langtímasamningum við Landsvirkjun eða aðra rafmagnsframleiðendur. Áhyggjurnar snúa að almennum markaði, sem notar minna en 20% alls rafmagns sem búið er til á Íslandi um þessar mundir. Tæplega 5% rafmagnsins fara til heimila, en fyrirtæki, sem ekki teljast stórnotendur, kaupa innan við 15%. Á virkum mörkuðum kemur sjaldan fyrir að vara sé ekki til. Þó að framboð breytist hægt á rafmagni og olíu geta menn jafnan fengið það sem þeir vilja af hvoru tveggja fyrir uppsett verð. Á hinn bóginn sveiflast verð oft mikið á þessum vörum. En þegar rætt er um að rafmagn kunni að vanta á Íslandi eftir nokkur ár virðist ekki vera gert ráð fyrir að verð á þessari vöru bregðist við breytingum í framboði og eftirspurn. Með öðrum orðum er ekki reiknað með að rafmagnsverð á almennum markaði breytist að neinu ráði, hvað annað sem gerist. Sagt er að íslenskir stjórnmálamenn leggist gegn öllum verðhækkunum á almennum markaði með rafmagn5. Stjórnmálamenn hafa nefnilega enn mikil ítök á íslenskum rafmagnsmarkaði, þó að hann eigi að heita frjáls, því að ríki og sveitarfélög eiga flest fyrirtæki sem selja rafmagn hér á landi. Meiningin með því að halda rafmagnsverði niðri er góð: Enginn vill borga meira fyrir rafmagnið en hann gerir nú. Það sama á reyndar við um flestar aðrar vörur. En sennilega veldur fast verð miklu meiri skaða en verðsveiflur. Skortur er dýr Rafmagn kostar ekki mikið á Íslandi. Á hinn bóginn nýtist það við margar daglegar athafnir. Þess vegna bregðast neytendur ekki hratt við verðhækkunum á rafmagni. Nýleg athugun bendir til þess að íslensk heimili kaupi rúmlega hálfu prósenti minna af rafmagni þegar rafmagnsverð hækkar um eitt prósent6. Þetta er svipað og mælst hefur í nálægum löndum. Fólk þolir töluverða verðhækkun án þess að draga úr notkuninni að nokkru ráði. Erlendis hefur kostnaður við rafmagnsskort nokkrum sinnum verið metinn. Samkvæmt breskri rannsókn nemur hann nokkrum þúsundum punda á MWst, mörgum sinnum það sem rukkað er fyrir rafmagnið7. Skoðum þetta nánar. Þegar rafmagnsverð hækkar svo að um munar íhuga menn hvar draga

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.