Vísbending


Vísbending - 26.07.2019, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.07.2019, Blaðsíða 4
Aðrir sálmar Ritstjóri: Magnús Halldórsson Ábyrgðarmaður: Magnús Halldórsson Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Laugavegi 3,101 Rvk. Sími: 551 0708. Net fang: visbending@kjarninn.is. Prentun: Kjarninn. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Framleiðsla og hagvísar Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,2 prósent milli maí og júní 2019, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sjávarafurðir hækkuðu um 4,4 prósent (áhrif á vísitölu 1,0 prósent), annar iðnaður hækkaði um 1,8 prósent (0,4 prósent) og afurðir stóriðju lækkuðu um 0,5 prósent (-0,2 prósent). Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 6,7 prósent frá júní 2018 til júní 2019. Þar af hækkuðu sjávarafurðir um 21,1 prósent, annar iðnaður hækkaði um 13,2 prósent, matvæli hækkuðu um 4,7 prósent og á sama tíma lækkuðu afurðir stóriðju um 5,5 prósent. Útfluttar afurðir hækkuðu um 6,9 prósent á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkaði um 6,1 prósent. Þessar tölur sýna hvernig undirliggjandi hagstærðir eru að þróast, og það er mikilvægt að fylgjast með þeim, nú þegar meiri kólnun er í kortunum í hagkerfinu. Sjávarútvegurinn er augljóslega að njóta góðs af því að gengi krónunnar er nú mun veikara en það var fyrir ári síðan, og það er gott fyrir hagkerfið. Það stefnir í að 2019 verði mjög gott ár í sjávarútvegi, í sögulegum samanburði, og vonandi tekst fyrirtækjunum í greininni að byggja upp brýr á nýja markaði. Margt bendir til þess að Asíumarkaðurinn gæti opnast meira en hingað til og það gæti sett nýjar stoðir undir útflutning frá landinu. Hagsmunir ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins eru beintengdir í gegnum flugvélarnar sem fljúga milli lands og umheimsins. Flugbrúin er þannig bæði mikilvæg fyrir fólks- og vöruflutninga, og mögulega þyrfti að auka samstarf um að efla flugbrúna - með nýjum leiðum - milli þessara tveggja geira í hagkerfinu. Miklir hagsmunir í húfi, í slíkum samstarfi. 4 V Í S B E N D I N G • 2 7 . T B L . 2 0 1 9 verðhækkun á húshitunarrafmagni ef það er talið nauðsynlegt. En yfirleitt mundi verðhækkun af þessari stærðargráðu ekki valda miklum vandræðum. Myndin sýnir rafmagnsverð til norskra heimila undanfarna áratugi. Hún gefur hugmynd um það sem gæti verið í vændum ef markaðsöflum verður gefinn laus taumur á íslenskum rafmagnsmarkaði. Rafmagnsverð til heimila í Noregi sveiflast með verði á orku í öðrum Evrópulöndum. Árið 2018 hækkaði rafmagnsverð í takt við verðhækkanir á kolum og gasi og losunarkvótum í Evrópusambandinu. Sveiflurnar eru miklu meiri en hér á landi. Útgjöld vegna rafhitunar eru líka meiri í Noregi. Þar er algengara en hér að menn viti hvað þeir borga fyrir rafmagnið, en flestir ráða vel við útgjöldin. Í hverju liggur vandinn? Fyrir rétt verð geta stórnotendur leyst úr hér um bil hvaða skorti sem er á almennum rafmagnsmarkaði á Íslandi með því að láta af hendi brot af rafmagninu sem þeir nota. Kaup stórnotenda á rafmagni, rúmir 4/5 markaðsins, ógna því ekki almennum markaði, heldur mynda þau eins konar öryggisnet fyrir hann. Lítil sem engin hætta er á rafmagnsskorti á almennum markaði hér á landi, að því gefnu að menn séu reiðubúnir til þess að borga meira fyrir rafmagnið – og það vilja flestir miklu fremur en að fá ekkert rafmagn. Vandinn virðist helst liggja í því að íslenskir stjórnmálamenn vilja ekki láta rafmagnsverð á almennum markaði taka fullt mið af framboði og eftirspurn. Heimildir 1) MIT Energy Initiative, 2017, Electricity Security of Supply in Ice- land, https://energy.mit.edu/wp-content/ uploads/2017/03/Electricity-Security- of-Supply-inIceland.pdf, Copenhagen Economics, 2017, Energy market reform options in Iceland, Promoting security of supply and natural resource value, https://www.landsvirkjun.com/Media/ copenhageneconomics-2017-lokaeintak. pdf 2) Hagfræðistofnun, 2018, Öryggi á almennum markaði með rafmagn, http:// hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/orkuoryg- gi03072018lokaeintak.pdf 3) Efla, 2019, Afl- og orkujöf- nuður 2019-2023, útg. Landsnet https://www.landsnet.is/library/ Skrar/utgefnar-skyrslur/Orku--og- afljofnudur/Afl%20%20og%20 orkuj%C3%B6fnu%C3%B0ur%20 2019-2023.pdf 4) Orkuspárnefnd, 2018, Raforkuspá 2018-2050, útg. Orkustofnun, bls. 7, https://orkustofnun.is/gogn/Skyrslur/OS- 2018/OS-2018-03.pdf 5) Copenhagen Economics, 2017, sbr. hér að ofan, bls. 11 6) Hagfræðistofnun, 2018, sbr. hér að framan, bls. 28-31. 7) Royal Academy of Engineering, 2014. Counting the cost: the economic and social costs of electricity shortfalls in the UK. A report for the Council for Science and Technology, sjá hér: https:// www.raeng.org.uk/publications/reports/ counting-the-cost 8) Hagfræðistofnun, 2018, sbr. hér að framan, bls. 27.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.