Vísbending


Vísbending - 01.11.2019, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.11.2019, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun Hvernig á að tækla tæknirisana? V Í S B E N D I N G • 4 1 . T B L . 2 0 1 9 1 1. nóvember 2019 41. tölublað 37. árgangur ISSN 1021-8483 Jónas Atli Gunnarsson Hagfræðingur Traust staða. Slakar tölur banka. Þörf á viðspyrnu. Tæknirisarnir. framh. á bls. 3 „Ekki vera vondur“ voru einkunnarorð Google þegar fyrirtækið skráði sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum árið 2004. Stofnendur fyrirtækisins lögðu mikið upp úr þessum orðum, en í tilkynningu þeirra vegna skráningarinnar vörðu þeir heilum kafla í að segja frá þeim og útskýra hvernig Google gæti gert heiminn að betri stað.1 Stofnendurnir höfðu ýmislegt til síns máls, að minnsta kosti ef litið frá sjónarhóli neytenda. Þjónustan sem Google býður upp á hefur aukið lífsgæði venjulegs fólks svo um munar, en fyrirtækið á stóran þátt í því að fólk eigi auðvelt með að nálgast upplýsingar án þess að þurfa að borga fyrir þær. Sömu sögu er hægt að segja um netsölufyrirtækið Amazon sem stuðlað hefur að því að tengja saman seljendur og kaupendur frítt um allan heim á skilvirkan hátt. Einnig má nefna samfélagsmiðla eins og Facebook í þessu samhengi, sem auðveldað hefur fólki að halda sambandi við hvert annað og miðla upplýsingum, þeim að kostnaðarlausu. Í krafti stærðarinnar Eftir því sem þessi fyrirtæki hafa stækkað ört á síðustu árum hefur orðspor þeirra hins vegar beðið nokkurn hnekki. Þar sem markaðsstaða Facebook, Google og Amazon hefur styrkst til muna virðast fyrirtækin njóta ýmissa fríðinda í krafti stærðar sinnar sem ekki eru endilega samfélaginu til góðs. Þóknunin sem Google tekur fyrir að miðla auglýsingum til vefsíðna hefur aukist töluvert á síðustu árum 2auk þess sem leitarvél fyrirtækisins hefur hyglt eigin þjónustu á kostnað samkeppnisaðila sinna.3 Samkeppni við Facebook sem alhliða samfélagsmiðil hefur einnig minnkað til muna, þökk

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.