Vísbending - 03.07.2020, Síða 3
V Í S B E N D I N G • 2 6 . T B L . 2 0 2 0 3
framh. á bls. 4
Hallarekstur, skuldir
og ný peningahagfræði
1 Í þessari grein verður fjallað vítt um þessa nýju sýn. Hugmyndin er fengin að miklu leyti úr nýrri bók Stephanie Kelton (prófessor við Stony Brook háskóla og
fyrrum aðalhagfræðingur fjárlaganefndar bandarísku öldungardeildarinnar), The deficit myth. Grein Ólafs Margeirssonar í SÍBS blaðinu í júní 2020 er einnig
höfð hér til hliðsjónar.
2 Viðtal við Ben Bernanke í 60 minutes
3 Fundur fjárlaganefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings (https://www.youtube.com/watch?v=DNCZHAQnfGU)
4 Dæmi miðað við lokað hagkerfi. Hið sama á við í opnu hagkerfi.
5 Athugið að hér er átt við um skuldir ríkisins í íslenskum krónum.
6 Reinhart, C. M. and Rogoff, K. S. (2010b). Growth in a Time of Debt. Working Paper 15639, National Bureau of Economic Research, http://www.nber.org/
papers/w15639.
7 Thomas Herndon & Michael Ash & Robert Pollin, 2014. „Does high public debt consistently stifle economic growth? A critique of Reinhart and Rogoff,“
Cambridge Journal of Economics, Oxford University Press, vol. 38(2), pages 257-279.
Nú sigla fjölmörg hagkerfi inn í djúpa kreppu af völdum kórónuveirunnar. Ríkisstjórnir landa hafa kynnt björg-
unarpakka til að styðja við heimili og fyrirtæki.
Með þeim er reynt að koma í veg fyrir að niður-
sveiflan verði of djúp og/eða of langvarandi.
Flestir hagfræðingar virðast sammála um að
ríkið styðji við heimili og fyrirtæki þó ekki hafi
náðst full sátt um útfærslu stuðningsins.
Nú þegar atvinnuleysi er í hæstu hæðum
á Íslandi, og á mögulega eftir að aukast með
haustinu, er strax farið að tala um hvernig snúa
eigi við hallarekstri ríkissjóðs og draga úr skulda-
söfnun. Í því samhengi er talað um að halli á
rekstri ríkissjóðs ryðji úr vegi einkafjárfestingu
ásamt því að skuldir ríkisins hafi neikvæð áhrif
á hagvöxt. Hagfræðingar leggja því margir til að
ríkissjóður skili afgangi, annað hvort með því að
draga úr útgjöldum, hækka skatta eða sambland
af þessu tvennu, og eru þannig að vísa í að ríkis-
sjóður skuli rekinn líkt og heimili eða fyrirtæki.
Það er einn stór munur á heimilum og fyr-
irtækjum annars vegar og ríkissjóði hins vegar.
Ríkissjóður Íslands er útgefandi gjaldmiðils
á meðan heimili og fyrirtæki eru notendur
gjaldmiðilsins. Sem útgefandi gjaldmiðils eru
ríkissjóði í raun engin fjárhagsleg takmörk sett
hvað varðar aukningu ríkisútgjalda þótt tak-
mörk þegar kemur að aðföngum, t.d. vinnuafli
og hrávörum, séu vitanlega til staðar.
Nútíma peningahagfræði
Nútíma peningahagfræði (e. modern monetary
theory), hér eftir MMT, breytir því hvernig við
hugsum almennt um hallarekstur ríkisins. Í stað
þess að tala um að ná jafnvægi í ríkisfjármálum
ættum við að beina spjótum okkur að því að
ná jafnvægi í hagkerfinu. Í því felst að útgjöld
ríkisins geti verið hver sem er svo lengi sem þau
leiði ekki af sér verðbólgu1.
Hið hefðbundna viðhorf í hagfræði er að
skattgreiðendur séu ávallt þeir sem endi á því
að greiða fyrir útgjöld ríkisins. MMT bendir á
að það er í raun útgefandi gjaldmiðilsins, ríkis-
sjóður sjálfur, sem fjármagnar allan reksturinn,
ekki skattgreiðendur. Skattar eru mikilvægir,
bara ekki til að fjármagna útgjöld ríkisins.
Þegar fyrrum bankastjóri Seðlabanka Banda-
ríkjanna, Ben Bernanke, var spurður hvort
skattgreiðendur hefðu greitt fyrir björgun á
bandarískum bönkum eftir hrunið 2008 svaraði
hann því til að svo væri ekki. Hann benti á að
bankarnir væru með reikning hjá Seðlabank-
anum og að Seðlabankinn hefði „notað tölvuna
til að auka innstæðuna á þeim reikningum“2.
Annar fyrrum Seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
Alan Greenspan, svaraði spurningu um greiðslu-
getu almannatryggingakerfisins þar í landi á
þann veg að „ekkert stæði í vegi fyrir því að ríkið
myndi búa til eins mikið af peningum og það
vildi. Spurningin væri hvernig við búum til kerfi
sem tryggir að framleiddar séu þær vörur og
þjónusta sem bæturnar [úr almannatrygginga-
kerfinu] eru notað til að kaupa á þeim tíma sem
þær eru greiddar út“3.
Þarna vitnar Greenspan í þá staðreynd
að það eru engin takmörk á útgjöldum rík-
isins. Það þarf ekki að skattleggja eða taka lán
fyrir útgjöldunum. Það er því ekki upphæð
útgjaldanna sem slík sem skiptir máli heldur
hvort náist jafnvægi í hagkerfinu, þ.e. fullt
atvinnustig og stöðugt verðlag.
Ruðningsáhrif
útgjalda ríkisins
Hagfræðingar telja margir hallarekstur ríkisins
af hinu slæma og benda m.a. á ruðningsáhrif
því til stuðnings. Skilgreiningin á ruðnings-
áhrifum er þegar útgjöld ríkisins eru umfram
tekjur sem leiðir til þess að ríkið þarf í kjölfarið
að fjármagna hallann með lántökum. Með lán-
tökunum er gengið á framboð lánsfjár (sparnað
einkaaðila) sem á að leiða til hærri vaxta og
minni fjárfestinga einkageirans. Þessu er í raun
öfugt farið líkt og eftirfarandi dæmi sýnir4. Ef
útgjöld ríkisins eru 1.000 og skatttekjur 800 er
halli á rekstri upp á 200. Flestir hagfræðingar
stoppa hér þó aðeins hálf sagan sé sögð. Halli
ríkisins er afgangur einkageirans líkt og einfaldar
bókhaldsreglur, debit og kredit, benda okkur
á. Eins og MMT sýnir fram á eykst sparnaður
einkageirans með viðvarandi halla á rekstri ríkis-
sjóðs, öfugt við það sem almennt er haldið fram.
Það er því afgangur á rekstri ríkissjóðs sem étur
upp sparnaðinn, ekki hallarekstur.
Athugið að afgangur eða jafnvægi í ríkis-
rekstri geta einnig haft jákvæð áhrif. Þetta snýst
um að ná jafnvægi í hagkerfinu. Ef jafnvægi
í ríkisrekstri hefur jákvæð áhrif á hagkerfið,
þ.e. fullt atvinnustig og stöðugt verðlag, er í
raun engin ástæða til að kalla eftir afgangi eða
hallarekstri. Aðalatriðið er að koma í veg fyrir að
afgangurinn eða hallinn verði of mikill, einmitt
vegna þess að afgangur á rekstri ríkissjóðs er halli
(lægri fjárhagslegar eignir) á rekstri einkageirans
og halli á rekstri ríkissjóðs er afgangur (auknar
fjárhagslegar eignir) einkageirans.
Skuldir ríkisins, hagvöxtur og
byrði á komandi kynslóðir
Þegar ríkið er rekið með halla er honum alla
jafna mætt með útgáfu skuldabréfs sem eykur
við skuldir ríkissjóðs. Þó þetta hljómi sem rétta
leiðin er í raun óþarfi að gefa út skuldabréfið.
Ef ríkið er með halla upp á 200 og gefur ekki
út skuldabréf heldur einkageirinn eftir 200,
t.d. í formi innstæðna. Ef gefið er út skulda-
bréf upp á 200 heldur einkageirinn eftir 200 í
formi skuldabréfs sem hann kaupir með téðum
innstæðum. Halli ríkissjóðs leiðir því alltaf til
aukningar á hreinum fjáreignum einkageirans
og að tala um skuldir ríkisins er í raun rangnefni.
Ríkissjóður Íslands gæti greitt upp allar sínar
skuldir strax á morgun. Eigendur skuldabréf-
anna myndu þá eiga innstæður (sem jafnan bera
lægri vexti en skuldabréfin) í stað skuldabréfa5.
Í ljósi þess hvað skuldir ríkisins eru í raun
og veru, þ.e. peningaleg eign einkageirans, er í
raun furðulegt að tala um neikvæð áhrif skulda
ríkisins á hagvöxt, sérstaklega í löndum sem
gefa út sinn eigin gjaldmiðil. Árið 2010 kom
út rannsókn eftir Reinhart og Rogoff um að
háar skuldir ríkisins héldust í hendur við lít-
inn hagvöxt6, sérstaklega þegar skuldahlutfallið
væri komið yfir 90%. Þremur árum síðar var
birt rannsókn sem benti á alvarlega villur hjá
Reinhart og Rogoff7. Eftir að leiðrétt var fyrir
þeim villum kom í ljós að 90% þröskuldurinn
hafði enga sérstaka þýðingu.
Viðar Ingason
hagfræðingur VR