Vísbending - 03.07.2020, Qupperneq 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.,
Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is
Prentun: Kjarninn
Öll réttindi áskil in.
© Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
4 V Í S B E N D I N G • 2 6 . T B L . 2 0 2 0
framh. af bls. 2
framh. af bls. 3
Illa farið með
erlent vinnuafl
Mikið hefur verið talað um aðstæður erlendra verkamanna hér á landi í
kjölfar hræðilegra frétta í síðustu viku af
mannskæðum bruna í húsi við Bræðra-
borgarstíg þar sem tugir þeirra áttu
lögheimili.
Húsið, sem var nálægt því að vera í
niðurníðslu, er eitt dæmi af fjölmörgum
sem sýnir hversu lítið eftirlit hefur verið
með öryggi og réttindum erlends vinnuafls
á síðustu árum, en áður hafa borist fréttir
um bág kjör þess í bæði ferðaþjónustu og
byggingariðnaði.
Sú meðferð sem erlendir verkamenn
hafa hlotið á Íslandi er í miklu ósamræmi
við framlag þeirra til samfélagsins, en þeir
áttu meginþátt í að skapa þann hagvöxt
sem landið hefur búið við á síðustu árum.
Að smásölu- og heildverslun undanskil-
inni hefur tekjuaukning frá árinu 2009 verið
mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,
en hlutfall erlendra starfsmanna í báðum
greinunum hefur meira en tvöfaldast á sama
tíma. Í fyrra voru svo 30% starfsmanna í
byggingariðnaði og nær 40% starfsmanna
í ferðaþjónustu með erlendan bakgrunn.
Nú blasa hins vegar við tímabundnir
erfiðleikar í báðum þessum atvinnugreinum
vegna kórónuveirunnar, sem hefur leitt til
minni íbúðafjárfestingar og hruns í komu
erlendra ferðamanna til landsins.
Í þessu umhverfi er hætta á að erlendir
verkamenn ákveði að flytja frá Íslandi með
jafnskjótum hætti og þeir komu ef þeir
telja starfsöryggi sitt vera í hættu. Ef það
gerist gæti orðið erfitt að finna vinnuafl í
báðum greinum þegar eftirspurn kemst á
fullt skrið aftur og tæki þá lengri tíma að
vinna úr yfirstandandi niðursveiflu.
Ein leið til að koma í veg fyrir að erlent
vinnuafl hverfi af landinu í stórum stíl á
næstu mánuðum væri með því að tryggja
kjör þess og sjá til þess að það nyti sömu
réttinda og aðrir hér á landi. Þannig yrði
léttara að manna allar stöður þegar vinnu-
aflsþörfin eykst aftur.
Miðað við slæma frammistöðu okkar
í að standa vörð um kjör erlendra starfs-
manna á síðustu árum er þó ólíklegt að það
gerist, sennilegra er að við munum gjalda
okkar eigin sinnuleysis gagnvart þeim í
náinni framtíð.
kaupmáttaraukningar en miðgildi húsnæð-
iskostnaðar (mynd 3.B) hefur þó ekki lækkað
mjög mikið.
Það að heimilin hafi færri möguleika hvað
húsnæði varðar gæt ýtt undir þörfina á að breyta
löggjöfinni. Það að hafa möguleikann á að flytja
er mikilvægur þáttur varðandi samningsstöðu
leigjanda og leigusala. Hlutverk löggjafar er að
jafna þá stöðu.
Sjöunda vísbending: Samkvæmt lífskjara-
rannsókn Hagstofunnar hefur hlutfall mis-
munandi heimilisgerða á leigumarkaði breyst
talsvert mikið, einkum í tilfelli einstæðra foreldra
og hækkaði hlutfall þeirrar heimilisgerðar sem
býr á leigumarkaði miðað við í eigin húsnæði
úr 32% að meðaltali á árunum 2004-2008
í 50% að meðaltali á árunum 2012-2016.
Töluverður munur er einnig á milli kynja en
hlutfall einstæðra karlmanna sem er á leigu-
markaði jókst úr 35% í 50% yfir sama tímabil
en hlutfall einstæðra kvenna breyttist lítið og var
um 30% árin 2012-2016 miðað við 26% fyrir
hrun. Það hefur einnig orðið mikil fjölgun á
láglaunafólki á leigumarkaði. Til að mynda jókst
fjöldi fólks á leigumarkaði í neðsta fimmtungi
tekjudreifingarinnar um 98%, þ.e. hlutfallið fór
úr 9,6% árið 2004 í 19% árið 2016.
Löggjöfin á Íslandi
og Norðurlöndunum
Í rannsókn okkar er nánar farið í löggjöfina á
Íslandi og hún borin saman við löggjöfina á
hinum Norðurlöndunum. Meðal samanburðar-
landanna er Svíþjóð með sterkustu löggjöfina
fyrir leigjendur. Þar er leiguverð ákvarðað út
frá svokölluðu notagildi sem tekur mið af leigu
sambærilegra íbúða. Þetta er svipað í grunninn
og í Noregi og Finnlandi þar sem leiga á að vera
svipuð og fyrir aðrar íbúðir en sænska kerfið er
þó örlítið frábrugðið og hefur leitt til þess að
leiga er langt undir jafnvægisverði þar í landi,
einkum í stærri borgum. Svíþjóð glímir við
mestu vandamálin í tengslum við afleiðingu
af því sem búast má við af slíkri löggjöf, t.a.m.
eru biðlistar eftir leiguíbúðum þar mjög langir.
Hins vegar virðist vera þróun í átt að einhverjum
tilslökunum, a.m.k. hvað varðar breytingar á
leigu milli samninga en of snemmt er að segja til
um þá þróun og hvaða áhrif hún kann að hafa.
Í Danmörku eru svipuð réttindi hvað varðar
húsnæðisöryggi og í Svíþjóð en ekki er tilgreint
til hversu langs tíma leigjandi leigir íbúðina og
leigusali getur lent í talsverðum vandræðum
með að segja upp samningi. Í Danmörku, Finn-
landi og Noregi er leyfilegt að láta leiguverð
fylgja vísitölu. Í Danmörku er það hins vegar
einungis leyfilegt fyrir hluta markaðarins.
Til að bera saman löggjöf Norðurlandanna
er einblínt á þrjá flokka: hækkun á leigu á
samningstíma, hækkun á leigu á milli samn-
inga og húsnæðisöryggi leigjanda. Í saman-
burði við önnur Norðurlönd hefur Ísland
líklegast veikustu löggjöfina hvað varðar þessar
þrjár víddir í samanburði við hin Norður-
löndin en hún er nokkuð svipuð löggjöfinni
í Noregi. Með þeim breytingum sem hafa
verið kynntar á húsaleigulögum í ár gæti hins
vegar löggjöfin færst meira í áttina að hinum
Norðurlöndunum.
Þrátt fyrir mögulegt tilefni til breytingar á
löggjöfinni er slíkt vandmeðfarið og nauðsyn-
legt er að læra af reynslu annarra landa í
þeim efnum. Almennt er það samdóma álit
hagfræðinga að aukið framboð leysir fleiri
vandamál á leigumarkaði í stað hertra reglna.
Of harðar reglur geta dregið úr framboði.
Með auknu framboði jafnast samningsstaða
milli leigjanda og leigusala og heldur aftur af
hækkun leigu. Hins vegar er ekki ávallt hægt
að tryggja nægilegt framboð og nauðsynlegt
að ákveðin réttindi séu tryggð og jafnvægi á
samningsstöðu ríki milli beggja aðila.
Tafla 1 Samanburður á leigulöggjöf á Norðurlöndunum
Heimild: Helgason og Kopsch (2020)
Land Á samningstíma Milli samninga Húsnæðisöryggi
Ísland (núv.) Veik Veik Veik/Miðlungs
Ísland (frumv..) Veik/Miðlungs Veik/Miðlungs Miðlungs
Danmörk Miðlungs/Sterk Veik/Sterk Sterk
Finnland Miðlungs Veik Miðlungs
Noregur Veik/Miðlungs Veik Veik
Svíþjóð Sterk Sterk Sterk
Skuldir ríkisins geta því ekki verið byrði á
komandi kynslóðir. Gott dæmi um þetta er árin
eftir seinni heimsstyrjöldina. Á þeim tíma voru
skuldir bandaríska ríkisins 120% af landsfram-
leiðslu. Þetta var á þeim tíma þegar millistéttin
varð til, tekjur heimila, leiðréttar fyrir verðbólgu,
hækkuðu mikið næstu áratugi og næsta kynslóð
naut mun betri lífskjara án meiri íþyngjandi
skattbyrði en kynslóðin á undan.
Næstu 1-2 árin geta verið erfið fyrir íslenskt
efnahagslíf. Atvinnuleysi gæti haldist hátt og
fjárfesting einkageirans lág. Á þeim tíma er ekki
skynsamlegt að tala um afgang í ríkisrekstri.