Vísbending


Vísbending - 14.08.2020, Side 1

Vísbending - 14.08.2020, Side 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483 V Í S B E N D I N G • 2 9 . T B L . 2 0 2 0 1 Ásgeir Brynjar Torfason skrifar um langtímafjárfestingar lífeyrissjóðanna Icelandair gæti notið góðs af virku aðhaldi frá hluthöfum Gábor Scheiring skrifar um efnahags- stefnu Viktor Orbán í Ungverjalandi Er hagfræðin ekki í neinum tengslum við raunveruleikann? 14. ágúst 2020 29. tölublað 38. árgangur Horft fram á nýjan veruleika með langtímalausn að leiðarljósi 1 Sjá Vísbendingu 10. apríl 2020 um viðbrögð Seðlabanka við kreppunni og Vísbendingu 24. apríl 2020 um heimskreppuna. 2 Sjá https://www.ft.com/content/e52fac5a-b85c-4036-a725-73acf9bc5baf 3 Sjá t.d. https://www.sasgroup.net/investor-relations/recapitalization-plan/sas-announces-recapitalization-plan-to-continue-as-a-key-provider-of-important- scandinavian-airline-infrastructure/ 4 Sjá t.d. https://investor-relations.lufthansagroup.com/en/corporate-governance/stabilization-package.html Nú er orðið ljóst að hin róttæka óvissa vegna kófsins sem veirufar­aldurinn skapar og hinar miklu efnahagslegu afleiðingar farsóttarinnar munu halda áfram næsta árið og mögulega næstu árin. Margar grundvallarforsendur kenninga um efnahagslíf heimsins hafa nú verið settar til hliðar og skörp viðmiða­ skipti hafa orðið. Enginn veit hve lengi faraldurinn varir eða hver hin nýju viðmið verða þegar honum lýkur, en ljóst er að efnahagslífið verður aldrei aftur eins og það var fyrir kóf, líkt og fjallað var um í tveimur greinum hér í Vísbendingu í apríl sl.1 Flug­ rekstur og ferðaþjónusta verða ekki aftur eins og við áttum að venjast samkvæmt leiðara Financial Times í vikunni2. Samvinna er lausnarorðið Þá er nú orðið ljóst að einstaklingshyggjan er hugmyndafræðilega fallin sem meginvið­ mið segja hagfræðingarnir Paul Collier og John Kay í nýrri bók sinni, Greed is Dead (2020). Forsenda líkana hagfræðinnar um að hámörkun hagnaðar sé ávallt æðsta þrá og meginmarkmið allra aðila hagkerfisins stenst ekki í raunveruleikanum. Samvinna í samfélaginu er lausnarorðið sem byggist á reynslu og þekkingu úr þver­ faglegum rannsóknum sem ná út fyrir svið hagfræðinnar. Um það má meðal annars lesa um í nýrri bók Vanessu Woods og Brian Hare prófessors í þróunarmannfræði sem kallast Survival of the Friendliest (2020). Þar er skýrt með rannsóknum á öpum hvernig mannkynið komst af í þróunar­ sögunni með samvinnu en ættkvíslir sem unnu ekki saman dóu út. Alþjóðlegu lyfjarisafyrirtækin eru meira að segja farin að vinna saman og með stjórnvöldum í stað þess að hámarka hagnað sinn við þróun og framleiðslu bóluefnis gegn Covid­19 veirunni. Samfélagið er nú aftur orðið stærra en markaðirnir. Það þýðir samt alls ekki að hafna þurfi heilbrigðum viðskiptum eða mörkuðum í sjálfum sér. En það þarf reglur, eftirlit og gagnsæi til að markaðir virki, auk þess sem ríkisvaldið þarf að búa yfir sterkum stofn­ unum og leggja þarf áherslu á samvinnu. Samvinnan byggist á samtali milli haghafa eins og sannast hvað best nú í kófinu. Aukinn stuðningur við þjóðarflugfélög Einn af þeim þáttum í núverandi björgunar­ aðgerðum hins opinbera um heim allan er á sviði flugrekstrar en þar er aðkoma ríkissjóða að aukast mikið. Vegna þessa er stuðningur við þjóðarflugfélög (e. National Flag Carrier) nú orðin meginstefna í mörgum nágranna­ landa okkar. Með þessu hafa þjóðir í sínum björgunaraðgerðum lagt áherslu á að vernda grunninnviði í þjóðarflugvöllum og þjóðar­ flugfélagi sem mynda í raun eina heild sem burðarás samgangna, útflutnings og ferða­ þjónustu hvers lands. Þannig hefur jafnvel flugfélagið Norweg­ ian, sem upphaflega var stofnað sem lággjalda­ flugfélag, orðið fánaberi og þungamiðja í björgunaraðgerðum Norðmanna. Sænska og danska ríkið eiga enn um 15% hvort í skandinavíska flugfélaginu SAS og á sér nú stað frekari aðkoma þeirra að rekstrinum og eignarhaldi. Finnska ríkið á nú um 56% í hinu árangursríka flugfélagi Finnair og fimm lífeyrissjóðir 12% að auki. Þegar horft er til annarra landa Evrópu má sjá að hollenska ríkið er að auka eignarhlutdeild sína í þjóðar­ flugfélaginu KLM á meðan Air France fær ríkisstuðning Frakka. Icelandair þarf aðhald frá eigendum Hérlendis hefur töluvert af efnahagslegum aðgerðum ríkisins fram að þessu nýst hvað mest Icelandair. Hins vegar stingur Icelandair í stúf í samanburði við nágrannalönd okkar með enga aðkomu ríkisins að eignarhaldi. Þrátt fyrir það er félagið óumdeildur fánaberi og er í þeim skilningi okkar þjóðarflugfélag. Eftir fjármálahrunið 2008 komu íslenskir lífeyrissjóðir sem kjölfestufjárfestar að félaginu, upphaflega á grundvelli sameiginlegs eignarhalds en síðar með dreifðu eignarhaldi. En þá án þess að veita það aðhald og eftir­ fylgni fagfjárfesta sem hverju félagi á markaði er nauðsynlegt að hafa frá kjölfestueigendum. Það sem setur Icelandair í sérstaka stöðu við núverandi aðstæður, auk eignarhaldsins, er að vandi þess lá fyrir á síðasta ári, löngu áður en veiran fór á stjá og er því að hluta til veirunni ótengdur. Stefnumótandi ákvarðanir stjórnenda á undanförnum árum hafa sett mark sitt á stöðu félagsins, kjaradeilur við starfsmenn, skortur á gagnsæi í upplýsingagjöf og spurningar sem komið hafa fram en hefur ekki að fullu verið svarað. Aðhald eigenda hefur hugsanlega ekki verið nægilega mikið. Úr upplýsingum úr reikningsskilum Icelandair liggur fyrir að mikið viðbótar­ fjármagn þarf til þess að ná sjálfbærum rekstri félagsins og óvissan um nánustu framtíð heldur áfram að aukast vegna alþjóðlegrar þróunar. Þess má geta að aðgerðir miða nú við að fyrri farþegafjölda verði náð árið 2022 hjá þeim flugfélögum sem eru að fá opinberan stuðning eins og til dæmis hjá SAS3 og Luft­ hansa4 í Þýskalandi. Aðkoma lífeyrissjóða vandasöm Allar þessar staðreyndir gera aðkomu líf­ eyrissjóðanna okkar að hlutafjáraukningu Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum framh. á bls. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.