Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 2

Morgunblaðið - 29.01.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Air Iceland Connect hefur orðið að af- lýsa tæplega 40% áætlaðra ferða það sem af er janúar eða um 200 ferðum, einkum vegna veðurs, en í einstaka til- fellum vegna bilana. Á sama tíma í fyrra féllu um 10% ferða niður eða um 50 ferðir. Flestar flug- ferðir félagsins eru til Ísafjarðar, Ak- ureyrar og Egils- staða. Að jafnaði eru tvær ferðir á dag til Ísafjarðar, þrjár til fimm ferð- ir til Egilsstaða og fjórar til sex til Akureyrar. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Air Iceland Connect, segir að veður hamli oftast flugi til Ísafjarðar og á því hafi ekki orðið breyting í líð- andi mánuði, en hlutfall niðurfelldra ferða sé líka hátt á Akureyri og til Egilsstaða. „Þetta hefur heilmikil áhrif á reksturinn,“ segir Árni. Ekki sé að- eins um tapaðar tekjur að ræða heldur einnig mikinn aukakostnað. „Ég held að þetta sé með verri mánuðum,“ heldur hann áfram með þeim fyrirvara að hann hafi ekki rýnt í allar tölur. „Við erum vön því að það komi slæmir kaflar en þetta er óvenju langur, slæmur og óvenjulegur kafli.“ steinthor@mbl.is Um 200 ferðum frestað  Air Iceland Connect hefur aflýst 40% flugferða í janúar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veður Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40% ferða í janúar. Árni Gunnarsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sjónarmið fólks í baklandi okkar eru alveg skýr. Þolinmæðin er á þrotum og fólk kallar eftir kjarasamningum strax,“ segir Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, for- maður BSRB. „Nú eru tíu mán- uðir síðan samn- ingar okkar losn- uðu. Í fyrstu sýndum við mikla þolinmæði vegna þess hve flókin viðfangsefnin eru en við munum ekki láta þreyta okkur til kjarasamn- ingsgerðar. Það eru mörg stór mál sem enn standa út af borðinu og ef ekkert miðar áfram stefnir allt í þá átt að til verkfalla komi.“ Síðdegis á morgun, fimmtudag, kl. 17, standa BSRB, BHM og Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga fyrir fundi í Háskólabíói þar sem þrýst verður á um gerð nýrra kjarasamn- inga. Forystufólk úr þessum félögum talar á fundinum, sem einnig verður streymt á fundum sem verða haldnir á sama tíma víða í byggðum úti um landið. Fólk er langeygt eftir lausn Sonja Ýr segir fólk vera orðið lang- eygt eftir lausn á sínum málum og talar um seinagang viðsemjenda BSRB, sem eru samninganefndir rík- isins, Reykjavíkurborgar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Það er mikilvægt að kjarasamn- ingar náist sem fyrst,“ segir Sonja Ýr í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Meginkrafa okkar þar er stytting vinnuvikunnar án launa- skerðingar. Þessar viðræður hafa skilað okkur áfanga í styttingu á vinnutíma dagvinnufólks en við eig- um enn eftir að ná lendingu í stytt- ingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnu- fólki. Lítið hefur þokast áfram í umræðu um jöfnun launa milli mark- aða og langt er á milli aðila þegar kemur að launaliðnum sem er ekki á sameiginlegu borði BSRB heldur að- ildarfélaganna. Býst við að verkfallsboðun verði samþykkt Að undanförnu hafa aðildarfélögin kannað hug félagsmanna til aðgerða og niðurstaðan er skýr um að ef ekk- ert miði áfram eigi að grípa til verk- falla. Í kjölfar fundarins á morgun vonumst við til þess að alvöru þungi færist í viðræðurnar. Miði ekkert áfram verður boðað til atkvæða- greiðslna um verkföll til að knýja á um gerð kjarasamninga,“ segir Sonja Ýr. Hún segir að hún eigi ekki von á öðru en boðanir þessar verði sam- þykktar. „Það tekur auðvitað svolítinn tíma að undirbúa atkvæðagreiðslu hjá að- ildarfélögunum – og svo verður hægt að greiða atkvæði í nokkra daga. Frá því að niðurstöður talningar þar liggja fyrir þurfa svo lögum sam- kvæmt að líða alls 15 sólarhringar þar til verkfall getur fyrst komið til framkvæmda. Það skýrist svo mjög fljótlega hversu víðtækar aðgerðir aðildarfélög BSRB leggja til við sína félagsmenn að farið verði í svo að samningar geti náðst, sem er orðið mjög mikilvægt,“ segir formaðurinn. Kallað eftir kjarasamningum strax  Opinberir starfsmenn halda baráttufund á morgun  Samningalausir í 10 mánuði  Vinnutímamálin eru í brennidepli  Stór mál standa enn út af borðinu  Allt stefnir í verkföll, segir formaður BSRB Morgunblaðið/Eggert Viðræður Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funduðu hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Lítið miðaði í samkomulagsátt, segir Efling. Sonja Ýr Þorbergsdóttir Sé mið tekið af árstíma má búast við aðgerðalitlu veðri víðast hvar á landinu næstu daga. Yfir norður- pólnum er hvirfill sem stýrir ferð– um og hraða lægðanna um norðan- vert Atlantshaf og hann hefur á síðustu dögum verið að veikjast. Á Íslandi verður útkoman úr þessu hægviðri og betri dagar með, en hiti verður frá frostmarki í tíu stiga gadd. Að vísu má búast við norðanskoti á föstudaginn, en heildarmyndin er sú að tíðin er að batna í bili. Þannig ættu fólki að gefast góð tækifæri til útiveru til dæmis um helgina. Veðrið í gær var heldur ekki amalegt og margir þá á ferðinni. Snjókarlinn lét sér þó fátt um finnast, enda forgengi- legur og bíður nú örlaga sinna í batnandi tíð. Allir helstu þjóðvegir voru greið- færir í gær, en hálka og hálkublett- ir eru þó víða, svo sem á stærstum hluta leiðarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þá er daginn farið mjög að lengja, sem aftur leiðir til þess að brúnin á landanum er farin að lyftast og lífið er ljúft. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lægðir víkja og lífið ljúft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.