Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég sakna hennar mikiðog hugsa oft til hennar.Ég á oft í samræðum viðhana í huganum og hún er auðvitað lykilpersóna í mínu lífi. Hún er manneskjan sem ól mig upp og er mín fyrirmynd í smáu og stóru, þó tækist misjafnlega til, eins og gengur. Við mamma vorum mjög náin, en við vor- um ekki með neitt tilfinninga- þus á okkar heimili. Knús kom afskaplega seint inn í orða- forða mömmu, hvað þá verkn- aðurinn sjálfur. Við lögðum mikið á ráðin saman um það sem við vor- um að stússa hverju sinni, hvort sem það voru bókaskrif, Fatímusjóður, Hrókurinn eða önnur hugðarefni okkar mæðgina,“ segir Hrafn Jökulsson sem ætlar að vera með bókaspjall þrjá miðvikudaga í röð, það fyrsta nú í dag, í tilefni af því að móðir hans Jóhanna Kristjónsdóttir hefði orðið áttræð 14. feb. nk. Bóka- spjallið fer fram í félagsmiðstöðinni Aflagranda 40 og hefst kl. 15. „Mér finnst maklegt að minnast mömmu, hún var margbrotin per- sóna, baráttukona, blaðamaður, móðir, amma og rithöfundur. Hún gaf út tólf bækur og það kennir ým- issa grasa þegar maður skoðar höf- undarverk Jóhönnu Kristjóns- dóttur. Ritferill hennar spannaði í heild marga áratugi.“ Hún heimsótti hundrað lönd Hrafn segir að móðir hans hafi brokkað fram á ritvöllinn tvítug að aldri með skáldsöguna Ást á rauðu ljósi, sem var metsölubókin árið 1960. „Hún þótti óhemju djörf og vakti mikið umtal. Bókina skrifaði hin kornunga Jóhanna vegna þess að þau Jökull eiginmaður hennar voru að festa kaup á húsnæði og það vantaði sárlega lausafé. Pabbi stakk upp á því að hún hespaði af svo sem eina bók, og hún tók hann á orðinu og þau gátu fyrir vikið fest sér húsnæði. Hún fylgdi þessari fyrstu bók eftir með tveimur skáld- sögum, en í þessum bókum eru mjög skemmtilegar tíðarfarslýsingar frá sjöunda áratugnum. Talmálið í bók- unum var mjög nýstárlegt því mamma hafði frá upphafi ákaflega lipran stíl og skemmtilegan, henni hugnaðist ekki málalengingar.“ Hrafn segir þessar þrjár bækur mynda fyrsta hlutann á höfundar- verki hennar, en síðan tóku við ferðabækur, því á áttunda áratugn- um hóf Jóhanna sín miklu ferðalög um heiminn. „Hún heimsótti hundr- að lönd, einkum í Asíu og Afríku, sem voru hennar kjörsvæði, fyrir ut- an auðvitað arabaheiminn, sem hún bókstaflega opnaði fyrir Íslending- um með bókum sínum Insjallah og Arabíukonur. Þessar bækur eru öðrum þræði minningarbækur eða ævisögulegar, því þegar hún var um sextugt fór hún í arabískunám í Egyptalandi, Sýrlandi og Jemen. Forboðnar ástir vekja athygli Enn er ótalinn sá þáttur í henn- ar höfundarverki sem hefur vakið hvað mesta athygli, en það eru endurminningar hennar, fyrst bókin Perlur og steinar, þar sem hún fjallar um hjónaband sitt og Jökuls föður míns. Sú bók sló algerlega í gegn þegar hún kom út á sínum tíma, ákaflega hispurslaus frásögn, svo ég noti orð sem ég held að mamma hefði brúkað sjálf. Síðan kom bók sem hefur ratað til of fárra en mér þykir mjög merkileg. Það er bókin Kæri Keith, sem fjallar um forboðnar ástir hennar og ástralsks kaupsýslumanns. Þau áttu í ára- löngu sambandi og hittust á ýmsum framandi slóðum hér og þar í heim- inum. Um tíma stóð jafnvel til að við flyttum til Ástralíu. Ég leyfi mér að segja að þetta er mjög opinská bók og kannski persónulegasta bók mömmu,“ segir Hrafn og bætir við að síðasta bókin hennar, Svarthvítir dagar, sé meistaraverkið. „Þetta eru bernskuminningar, mjög dýrmæt bók sem bregður ljósi að hætti þessa glögga höfundar á veröld sem var. Þetta er merkileg bók fyrir fjölskyldu mína því hún rekur þarna sögu formæðra okkar og -feðra. Mamma heldur þarna til haga sögum sem ég hefði ekki viljað horfa á eftir í glatkistuna.“ Hrafn segir móður sína einnig hafa gefið út ljóð, enda hafi hún ver- ið lýrísk í sér. „Eftir hana liggja fjöl- mörg ljóð sem ekki hafa komið á bók.“ Hnallþórur hjá hæstarétti Hrafn segist ætla að sjá sjálfur um bókaspjallið í dag en svo komi í ljós hver það verði hina tvo miðviku- dagana. „Það er aldrei að vita nema ein- hver vilji leggja orð í belg, kannski systkini mín eða aðrir. Við breytum þessu kannski bara í gjörning, eins og Elísabet systir myndi gera. Ég mæli með að fólk mæti tímanlega til að tryggja sér hnallþórur og smörrebrauð sem fæst þarna við vægu verði.“ Hrafn segist hafa tekið við hinu virðulega embætti umsjónarmanns bókaspjallsins þegar Guðni Th. Jó- hannesson var kosinn forseti. „Þá hafði hann í hálft fimmta ár komið þarna vikulega með sjálf- boðaverkefni, bókaspjall sem er öll- um opið. Í húsinu þar sem félags- miðstöðin í Afla- granda 40 er býr fjölmargt fólk og fyrir vikið fastur kjarni sem mætir alltaf á miðviku- dögum en einnig kemur fólk utan úr bæ. Frá því ég tók við hef ég fengið fjölmarga rithöfunda til að koma og kynna verk sín. Margir af okkar vinsæl- ustu og áhugaverðustu höfundum hafa komið fyrir þennan hæstarétt íslenskra bókmennta eins og ég kalla söfnuðinn hiklaust. Stundum tala ég um bækur sem mér þykja skemmtilegar eða það sem mér dettur í hug þá vikuna. Yfirleitt er þetta hálftíma prógramm þar sem annaðhvort ég segi frá einhverjum höfundi eða einhverri bók eða gest- ur okkar hefur orðið. Þarna geta höfundar komist í nána snertingu við áheyrendur því tíminn sem þeir fá er rúmur.“ Bókaspjall til heiðurs mömmu Jóhanna Kristjónsdóttir og Hrafn Jökulsson voru náin mæðgin. Jóhanna var margbrotin persóna sem gaf út tólf bækur þar sem kennir ýmissa grasa. Hrafn sonur hennar blæs nú til bókaspjalls í þrí- gang henni til heiðurs og er aldrei að vita nema það breytist í gjörning. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofursvöl Jóhanna í Norður-Afríku, í einu af mörgum ferðalögum sínum um framandi lönd, og vílar ekki fyrir sér að skella lifandi slöngu um háls sér. Við skriftir Jóhanna handskrifaði BA-ritgerð sína með flókinni arabískri tengiskrift. Heimiliskötturinn Ísak Pétur dáist að handbragðinu. Jóhanna var um sextugt þegar hún fór í arabískunám í Egyptalandi, Sýrlandi og Jemen. Hrafn Jökulsson Morgunblaðið/Golli Rithöfundur Jóhanna með bók sína Arabíukonur sem kom út árið 2004. Hún þótti óhemju djörf og vakti mikið umtal. Bókina skrif- aði hin kornunga Jó- hanna vegna þess að þau Jökull eigin- maður hennar voru að festa kaup á hús- næði og það vantaði sárlega lausafé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.