Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Hart er sótt að hinni fíngerðu byggð í mið- borg Reykjavíkur. Gerði ég í haust sem leið fyrirhugaða hótel- byggingu upp á 17 hæðir á horni Vitastígs og Skúlagötu að um- ræðuefni mínu í blaða- grein, enda er hún al- veg út úr kortinu miðað við umhverfi sitt. Skömmu síðar birtust í blöðum teikningar af téðri byggingu, sem var svo hvunndagslegur arki- tektúr að menn rak í rogastans. Borgaryfirvöld funduðu um málið og flaug fyrir að samþykkt hefði verið að lækka bygginguna og gera hana ásjálegri. Þetta var líklega falsfrétt. Dagana 7. og 9. janúar – mitt í veð- urhamförum vetrarins – birtust fréttir í dagblöðum um að enn væri fyrirhugað að byggja 17 hæða hótel á horni Vitastígs og Skúlagötu og er þessari byggingu ætlað að ná til „þúsaldarkynslóðarinnar“, hvaða fólk sem það kann nú að vera. Endurhönnuður hótelsins er hinn víðfrægi skoski arkitekt Tony Kettle, sem byggt hefur hæsta turn- inn í Rússlandi. Gagnvart slíkum er- lendum dýrðarmanni glúpna öll rök heimamanna, sem þekkja þó norðan- hvassviðrið af Esjunni og hrýs hugur við stormsveipum, sem óhjákvæmi- lega munu standa af hótelturni þess- um þegar illa viðrar. Tölvumynd sem Morgunblaðið birti af anddyri hótelsins og veit- ingastað, þar sem gestir sitja létt- klæddir í sólskininu vekur hugrenn- ingatengsl við sólarströnd – einhvern „Sunset boulevard“. Svona veðurfar er í hæsta lagi tíu daga á sumri á Skúlagötunni. Kettle segist sækja innblástur í náttúru landsins og byggingarlist Reykjavíkur. Hann er hér ekki að tala um byggingarlist gamalla Reyk- víkinga sem prýðir gamla miðbæinn, Þingholtin og t.d. Vitastíginn og er yndisleg, heldur stórhýsi á borð við Hallgrímskirkju og Hörpu. Væri ekki ráðlegt að bjóða Kettle arkitekt að koma að vetrarlagi til landsins, svo hann geti kynnst náttúru veður- farsins og óblíðum veðurham, sem til dæmis er ríkjandi nú um stundir? Hann kynni þá í hönn- un sinni að taka mið af þeim napra veruleika að honum væri varla stætt á barsvæði og úti- verönd á þakhæð hót- elsins – maðurinn kynni jafnvel að fjúka upp í Hallgrímskirkju- turn! Sem dæmi um hversu vindsveipir geta verið óþyrmilegir skýt ég hér inn sögu af tveimur gömlum vin- konum, sem fóru í Hall- grímskirkju sunnudagsmorguninn 19. janúar síðastliðinn, en þá var veð- ur sæmilegt en nokkuð hvasst. Þegar þær komu út kom sterk vind- hviða fyrir suðurhorn kirkjunnar og feykti vinkonunum um koll. Kirkju- ferðinni lyktaði sum sé á bráða- móttökunni í Fossvogi, enda getur íslenskt veðurfar verið hættulegt lífi manna og limum. En Hallgrímskirkja er glæsilegt kennileiti borgarinnar. Hún vísar til ýmissa vídda í huga fólks, til trúar- bragða landsmanna í þúsund ár og þeirrar menningar sem það hugarfar hefur skapað. Hótelbyggingin á horni Skúlagötu og Vitastígs vísar hins vegar til hins þunga skriðs fjár- magns og græðgi, sem breytir ásýnd þessa gamla hverfis, strandlengj- unnar og veðurfars á þessum slóðum. Fjárfestum liggur á að breyta bankafé í steinsteypugull – eins og sagt er á þýsku. Mér óar við þeim vindsveipum sem hótelturn þessi mun orsaka og dynja á þeim sem eiga leið um Vitastíginn og valda þeim slysum. Á hinu horni götunnar, öndvert umræddri hótelbyggingu, er elliheimili! Um hina yfirvofandi sjón- mengun ræði ég ekki. Verið er að draga okkur borgarbúa á asna- eyrunum. Við tökum eftir því. Enn um Vitastíginn Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur » Væri ekki ráðlegt að bjóða Kettle arki- tekt að koma að vetrar- lagi til landsins svo hann geti kynnst náttúru veðurfarsins og óblíðum veðurham? Vilborg Auður Ísleifsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Matvælastofnun, MAST, á að gæta vel- ferðar dýra í landinu, húsdýra jafnt sem villtra dýra, og sjá til þess að vernd þeirra og velferð sé tryggð skv. reglugerðum og lög- um. Í raun er þetta um- deilanleg ráðstöfun þeirra ráðherra sem að stofnun MAST stóðu vegna þess að matvæli, húsdýrahald og kjötfram- leiðsla, þar sem hagkvæmni og arð- semi ráða miklu annars vegar og dýravernd og dýravelferð hins vegar, eiga oft ekki samleið. Sú tilfinning læðist að manni að höfundar MAST hafi litið á dýrin sem „lifandi kjöt“; hluta af kjöt- og mat- vælaiðnaði landbúnaðarins. Þau þyrftu að vera heilbrigð svo kjötið af þeim yrði hollt og gott fyrir mann- fólkið, sem er auðvitað gott – líka fyr- ir velferð dýranna – en rétt á eigin lífi, einhverri lífsgleði og eigin velferð ættu þau varla. Hagkvæmni, samkeppnisstaða og – ekki síst – afkoma og arðsemi land- búnaðarins skyldu ráða för umfram dýravelferð, en hún byggist á birtu, hreinu lofti, góðu hreyf- ingarrými, aðgengi að hreinu vatni og góðu fæði – grænu, vaxandi grasi – útiveru, frjáls- ræði, samveru móður og afkvæmis o.s.frv., sem allt kostar fjármuni; dregur úr góðri pen- ingalegri afkomu og arðsemi landbúnaðar- ins. Dýr eru reyndar skilgreind sem „skyni gæddar verur“ í markmiðum laga nr. 55/2013 og það réttilega. Þetta er sagt í markmiði laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Ennfremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frek- ast er unnt.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjálfur af bændum kominn og þá atvinnu- og nýsköpunarráðherra, stóð að þessari lagasetningu vorið 2013. Á hann mik- inn heiður og hjartanlegar þakkir skildar fyrir. Þetta eru ljómandi lög, en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Guðni Ágústsson, sjálfur bóndi og þá landbúnaðarráðherra, setti á lagg- irnar Landbúnaðarstofnun á Selfossi 2005, og síðan voru matvælasvið Um- hverfisstofnunar og matvælasvið Fiskistofu færð til Landbúnaðar- stofnunar af eftirmanni Guðna, Ein- ari K. Guðfinnssyni, árið 2008. Augljóst er því að tilgangurinn með þessari stofnun var – að yfir- gnæfandi leyti – að fara með mat- vælamál, enda nafninu breytt í þá veru. Varla var rými fyrir dýraheill, nema að því leytinu til sem það hent- aði hagsmunum landbúnaðarins og kjötiðnaðarins. Í raun hefði dýravernd og dýra- velferð átt að haldast hjá Umhverfis- stofnun eða öllu heldur Náttúru- fræðistofnun Íslands, sem betur má treysta fyrir dýraheill að mati undir- ritaðs, og hefði umhverfisráðherra átt að vera yfir þessum málaflokki frekar en landbúnaðarráðherra. Með slíku skipulagi hefðu dýrin fengið eigin forsvars- og talsmann, sem hefði beitt sér fyrir þau gegn bændum og kjötiðnaði þegar til hags- munaárekstra hefði komið en að öðru leyti samræmt dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, en þetta tengist auðvitað allt og á sér eðlislæga sam- leið. Umhverfisstofnun vinnur margt vel, er hún er undir ríkum áhrifum veiðimanna, enda var núverandi for- maður skotveiðimanna, Skotvíss, veiðistjóri hjá Umhverfisstofnun um langt árabil, áður en hann tók að sér formlega forræðishlutverk fyrir skot- veiðimenn. Þess vegna sagði ég að sennilega mætti treysta Náttúrufræðistofnun Íslands betur fyrir dýraheill, þó að þar kunni líka að vera pottur brotinn. Á ég þar við ríflegar og óhóflegar til- lögur til rjúpnaveiða, langt umfram styrk stofns og viðkomu. Sem dæmi um skort MAST til að taka á dýraverndar- og dýravel– ferðarmálum vil ég taka þetta dæmi: Í því illviðri sem gekk yfir landið 10.-12. desember sl. fórust a.m.k. 29 folöld, 34 trippi, 30 hryssur og 15 hestar, samtals 108 dýr, með kvala- fullum og hörmulegum hætti, króknuðu til dauða, bara í Húna- vatnssýslum og Skagafirði. Á vefsíðu MAST er frá þessu greint 3. janúar sl. Er talað um „0,5% afföll“ þeirra um 20.000 útihrossa sem áttu að hafa verið á svæðinu þessa daga. Hjá MAST eru 108 líf- verur, spendýr eins og við mann- fólkið, sem frusu í hel vegna aðstöðu- og skjólleysis, bara „0,5% afföll“. Hvers konar hugsunarháttur er þetta eiginlega? Að öðru leyti má skilja þessa færslu á vefsíðu MAST sem svo að þetta sé ekkert stórmál; ekkert hafi verið við þessu að gera, þetta hafi bara verið eðlilegt. Á svipaðan hátt er reynt að gefa í skyn að lögboðnir skjólveggir séu verri en ekkert – það er líka sá póll sem ýmsir bændur vilja taka í hæð- ina – þar myndist bara skaflar, sem kaffæri hrossin og drepi þau. Þetta kann að eiga við ef skjól- veggir eru ekki reistir skv. lögum, með skjól fyrir öllum vindáttum og minnst tveir metrar á hæð; þetta þýðir auðvitað skjólvegg með þremur vængjum, og, ef það skyldi ekki duga, bæri góðum og ábyrgum bændum að bæta þaki ofan á til að tryggja líf, limi og velferð sinna hesta. Ofangreind afstaða og málflutn- ingur MAST til hörmulegs dauðdaga 108 útigangshrossa vegna aðstöðu- og skjólleysis er mikil vonbrigði fyrir alla dýravini, en hún gefur til kynna að MAST sé í reynd fyrst og fremst matvælastofnun; ekki stofnun fyrir dýraheill. Eru dýrin bara „lifandi kjöt“? Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt » Á vefsíðu MAST eru 29 folöld, 34 trippi, 30 hryssur og 15 hestar, 108 dýr sem króknuðu til dauða með kvala- fullum og hörmulegum hætti, „0,5% afföll.“ Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Umsóknatímabil hefst 30. janúar og lýkur 20. febrúar Um er að ræða vikuleigu, 8. apríl – 15. apríl 2020. Nánari upplýsingar á www.efling.is Minnum á páskaúthlutun Félagsmenn Eflingar orlofshúsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.