Morgunblaðið - 29.01.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 29.01.2020, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 ✝ Maria TerersaJover Carrera fæddist í Sabadell á Spáni 26. ágúst 1937. Hún lést í Garðabæ 22. janú- ar 2020. Foreldrar henn- ar voru Rosario Carrera Puigcer- cos, f. 1908, d. 1940, og José Jover Alares, f. 1900, d. 1953. Bróðir hennar var José Jover Carrera, f. 6.7. 1928, d. 3.7. 2000. Maria giftist Guðmundi Dav- íðssyni, f. 10.7. 1940. Foreldrar hans voru Anna Pálsdóttir, f. 1918, d. 1961, og Davíð Ágúst Guðmundsson, f. 1917, d. 1974. Þau skildu. Börn Mariu og Guð- mundar eru: 1) Ásgeir Jósef, f. 14.9. 1965, eiginkona hans er Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir, f. 4.10. 1964. Börn þeirra eru Bergþór, f. 5.11. 1987, Guð- mundur, f. 9.7. 1989, og Sóley, f. 21.2. 1996. Barnabörnin eru þrjú. 2) Davíð Egill Frans, f. 28.4. 1967, eiginkona hans er Sólveig Steina Þorleifsdóttir, f. 26.4. 1968. Börn þeirra eru Guðný Ragnhildur, f. 17.2. 1995, Lilja Sigurrós, f. 6.7. 1996, og Davíð Steinn, f. 18.1. 2005. 3) Anna María Elínborg, f. 23.6. 1968, eiginmaður hennar er Emil Blöndal, f. 5.1. 1967. Dætur þeirra eru María Rosario, f. 25.3. 1988, og Íris Ter- esa, f. 1.10. 1993. Þau eiga eitt barnabarn. 4) Kristín, f. 22.9. 1973, eiginmaður hennar er Trausti Þórmundsson, f. 10.5. 1971. Synir þeirra eru Atli Már, f. 22.3. 1999, Ísak Rafael, f. 6.4. 2003, og Tómas Elí, f. 21.1. 2006. Maria ólst upp á Spáni og lauk barnaskólanámi þar. Árið 1962 fór hún til London og nam hjúkrun við sjúkrahúsið Royal Brompton. Árið 1964 sigldi hún til Íslands og settist þar að. Lengst af bjó hún í Reykjavík, en síðustu 22 árin í Garðabæ. María lauk sjúkraliðanámi frá St. Jósefsspítala í Reykjavík 31.5. 1972 og vann á gjörgæslu Landspítalans í nokkur ár en lengst af við heimahjúkrun í Reykjavík. Hún sótti fjölmörg námskeið hjá Sjúkraliðafélagi Íslands. Einnig kenndi hún spænsku í nokkur ár við Verzl- unarskóla Íslands, Málaskólann Mími og nú síðast hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Í dag kveð ég elskulega mömmu mína en minn- ingin um hana mun lifa með okk- ur. Ævihlaup mömmu væri efni í góða bók. Æska hennar ein- kenndist af afleiðingum borgara- styrjaldar á Spáni. Dauðsföll, sundrung fjölskyldu og fleira gerði hana að ótrúlega sterkum og sjálfstæðum einstaklingi. Hún hafði gott innsæi og þann- ig byggði hún lífstíðarvinskap við samferðafólk sitt. Hún kynntist mjög góðri vinkonu á Bretlandi. Þær ferðuðust víða saman og komu fyrir tilviljun til Íslands. Samband mömmu við Pepíto bróður sinn var einstakt. Eitt af því sem þau áttu sameiginlegt var að hafa gaman af að leysa su- doku eða „quadrado magico“. Fyrir mömmu að heimsækja Camporrélls var bæði stressandi, því þar mætti hún dómhörku, en líka gefandi. Vinkonur hennar virtu hana fyrir þann kjark að yfirgefa þorpið og fara sínar eigin leiðir. Önnur tær vinátta var við Jo- sefinu og Francisco. Þau voru þriðja kynslóð vina og var gaman að hlusta á sögur þeirra frá sinni æsku. Við systkinin sáum þar að við tilheyrðum tveimur heimum; Spáni og svo heima í Breiðholt- inu. Við höfðum okkar eigin orð sem voru hnoðuð úr spænsku og ensku. Við systkinin erfðum öll frá mömmu áhuga á matargerð. Allt gengur út á mat og við höldum áfram að elda paellu og rökræða um hvort eigi að vera meira eða minna af saffran, papriku eða öðru. Alltaf teinrétt í baki, smart klædd og tilhöfð eins og hún væri á leið á stefnumót. Þannig minn- ist ég mömmu. Hún vildi alltaf prófa nýja hluti og voru ferðalög og handavinna henni kær. Ég fylgdi henni á bútasaumstíma- bilinu, hún að sauma út jóla- sokka, heklaði margt og svo framvegis. Lestur var annað sem tengdi okkur. Sem stelpa fórum við reglulega í bókabílinn í Eddu- felli og svo í bókasafnið í Gerðu- bergi. Seinna tók ég nokkra áfanga í spænskum bókmenntum í Háskóla Íslands og var það leið mín til að fá hana til að segja mér sögur. Saman greindum við ljóð Federicos Garcia Lorca og reyndum að lesa í tákn og merk- ingu orðanna. Ég kveð elskulega mömmu mína með ljóðinu Ágúst eftir Federico Garcia Lorca: Samstilling ferskju og sykurs og sólin inní síðdeginu einsog kjarni í ávexti. Kornaxið heldur hlátri sínum ósköddum, gulum og stinnum. Ágúst. Pottormarnir eta brúnt brauð og gómsætt tungl. (Sigurður Á. Magnússon þýddi) Anna María E. Guðmundsdóttir. María Teresa Jover var alveg stórmerkileg kona. Hún var fædd og uppalin á Spáni en fór um tví- tugt til Bretlands. Hún var að vinna þar en kom til Íslands með breskri vinkonu sinni 1964 og kynntist tilvonandi eiginmanni sínum hér. Hún lærði til sjúkra- liða hér á Íslandi og starfaði við það alla tíð, fyrst á spítala og síð- ar við heimahjúkrun. Það var einstaklega fróðlegt og skemmtilegt að umgangast hana og fá beint í æð spænskar venjur sem fléttað var saman við íslenskar venjur. Fjölskyldusam- komur og matur voru Maríu afar mikilvæg. Mörg skemmtileg mat- arboð voru haldin í fjölskyldunni þar sem framreiddur var spænskur matur, t.d. paella, salt- fiskréttir, spænsk eggjabaka og fleira. Hún var einstaklega góður kokkur og kenndi okkur fjöl- skyldumeðlimum að elda spænskan mat. Hún var líka mjög hjálpleg þegar vantaði hjálp við undirbúning matarboða. Til dæmis lét hún sig ekki muna um að aðstoða Önnu Maríu dótt- ur sína við að elda spænskan mat fyrir rúmlega fimm hundruð manns með aðstoð starfsfólks í eldhúsinu á vinnustað dótturinn- ar. Þá var hún um áttrætt. Hvað gerir maður ekki fyrir spænska daga! Ég var svo heppinn að kynnast Maríu Teresu árið 1985 þegar ég fór að venja komur mínar í Hóla- berg 36 að heimsækja dóttur hennar. Ég heillaðist strax af þessari hlýju, skemmtilegu og ákveðnu konu. Ég sótti mikið í að vera í kringum þau, skemmtileg- ur félagsskapur, virkilega fallegt heimili og tengslin við Spán þóttu mér afar spennandi. Við fórum síðar í ótal ferðir saman til Spánar og það er engin spurning; María Teresa hefur alltaf verið þungamiðjan í þessari fjölskyldu. María Teresa var alla tíð mjög myndarleg og vel tilhöfð kona. Hún var ungleg í hreyfingum og bar aldurinn einstaklega vel. Hún var í góðu formi og dugleg að hreyfa sig, var í dansi og tók þátt í alls kyns hreyfingu og skemmt- unum og hafði gaman af. Hún skellti sér meira að segja á tram- polín með barnabörnunum síð- asta sumar. Hún hafði mjög gam- an af föndri og ýmissi handavinnu sem oft var unnin af vandvirkni fyrir börnin og barna- börnin. Blessuð sé minning Maríu Teresu. Emil Blöndal. Komið er að kveðjustund eftir stutt en erfið veikindi og mig langar að þakka tengdamóður minni kynnin ljúfu og góðu. Maria Teresa ólst upp í Camp- orrells á Spáni. Um tvítugt fór Maria til Madrid, þar sem eldri bróðir hennar bjó, og hjálpaði til á hans heimili, en eftir það vann hún ýmis störf í Madrid. Í Mariu blundaði mikil ævintýraþrá, sjálf- stæði og ákveðni og hún fór á eig- in spýtur til London og byrjaði að nema hjúkrun. Í náminu kynntist hún Janet og úr varð góður vin- skapur. Þar fóru saman ævin- týraþráin og áræði æskunnar og þær sigldu með Gullfossi til Ís- lands í ársbyrjun 1964. Þvílíkur kjarkur og þor sem hefur þurft til alls þessa, en af þeim eiginleikum hafði hún tengdamóðir mín nóg. Ekkert bakland, ekkert samband við ættingja, ekkert tengslanet og lítil fjárráð. Já, við getum með sanni tekið hattinn ofan fyrir þessari ungu Spánarmær. Á Íslandi skaut hún rótum og leit sannarlega á sig sem Íslend- ing og má til gamans geta að eftir að erlendu fólki fjölgaði svo mjög hér á landi átti hún til að segja: „Mikið er óþolandi að hafa alla þessa útlendinga hér!“ Hún hélt þó alltaf mikið í spænskar hefðir og þá sérstaklega í matargerð. Fyrir stelpu eins og mig, sem aldrei hafði kynnst öðru en hefð- bundnum íslenskum mat, var það mikil upplifun að fá alls konar framandi rétti eins og eggjakök- ur með ýmsum tilbrigðum, salt- fiskrétti, steikt brauð á ýmsa vegu og gott salat. Og auðvitað var olía og alioli með öllu. Ferðaþráin var alltaf rík og hún naut þess að ferðast. Ótelj- andi Spánarferðir á gamlar slóðir, ferðir til Kristínar til Kali- forníu og fyrir rúmu ári fór hún með stórfjölskylduna á ættarmót í Madrid, sem verður okkur ógleymanlegt og dýrmætt í minningu hennar. Maria var mjög ákveðin, eink- ar skoðanaföst, fylgin sér og með klárari konum sem ég hef kynnst. Tölvur og net tileinkaði hún sér eins og ekkert væri og notaði óspart. Hún var mikil hannyrða- kona og nutu afkomendur þess í ríkum mæli. Eftir að hún hætti að vinna hellti hún sér í líkamsrækt og var mikið í jóga og zumba. Síðasta boðið sem hún hélt fyr- ir fjölskyldu og vini var zumba- partí, þar sem hún leiddi okkur í fjörugan zumbadans. Þar sáum við Mariu á heimavelli; dansandi við suðræna tónlist. Þvílík lífs- gleði. Hún hafði líka hárbeittan húmor sem hún notaði óspart. Var svolítið eins og Laxness með sína eigin útgáfu af íslenskunni og það gat oft verið fyndið hvern- ig hún notaði málið, en persónu- lega held ég að hún hafi oft gert það viljandi til að hafa það skemmtilegra. En fyrst og síðast var Maria fjölskyldumanneskja og stolt af öllum sínum. Hún eignaðist fjög- ur börn, ellefu barnabörn og þrjú langömmubörn. Hún var góð tengdamóðir, börnum mínum frábær amma og langömmubörn- in elskuðu ömmu Teresu. Sökn- uður okkar er mikill við fráfall Mariu Teresu. Að leiðarlokum vil ég þakka einstök kynni við þá skemmti- legu, hugumstóru og sterku per- sónu sem tengdamóðir mín var. Að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og eiga hana að er ómetanlegt. Takk fyrir allt. Minningin lifir. Þóra Guðbjörg. Minningar mínar um ömmu Teresu eru ljúfar um skemmti- lega og klára konu. Við vorum góðar vinkonur og amma var svo ung í anda og stelpuleg að aldrei fann ég fyrir kynslóðabili. Alla æskuna hafði ég ömmu í næsta húsi og var þar löngum stundum. Hún var viljug að sækja og skutla mér á íþróttaæfingar og hjá henni var ekki amalegt að fá að borða. Hún var mikill sælkeri og flink í eldhúsinu. Að vera hjá henni í pössun var yndislegt, allt- af dekrað við mig. Amma var sjúkraliði að mennt en fyrir okk- ur í fjölskyldunni var hún okkar besti læknir. Alltaf var hringt í ömmu, sama hversu lítil eða mikil veikindi var um að ræða, og hún kom um hæl að búa um sár eða hjúkra okkur og gefa góð ráð. Amma var mikil skvísa og var alltaf smart klædd. Hún var líka tæknivæddari en flestar ömmur sem ég þekkti til; átti nýjustu græjur og var með allt á hreinu í þeim málum og það fannst mér bæði aðdáunarvert og skemmti- legt. Henni fannst mjög gaman að ferðast og ég og Íris frænka fórum með henni í eftirminnilega stelpuferð til Spánar þar sem við nutum lífsins og borðuðum góðan mat. Það var líka aldrei leiðinlegt í kringum ömmu, hún var mikill húmoristi og gerði óspart grín, einkum og sér í lagi að sjálfri sér. Oft kolsvartur húmor, en þannig var amma. Hannyrðirnar léku í höndun- um á henni og allir voru ánægðir að fá teppi eða annað frá ömmu Teresu. Hún lét sér aldrei leiðast; eftir að hún hætti að vinna var hún á fullu í líkamsrækt og var dugleg að heimsækja vinkon- urnar. Hún var sannkallaður töffari sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Sterkur og ákveðinn per- sónuleiki sem litaði líf mitt alla tíð fallegum og fjölbreyttum litum og ég mun sakna hennar meira en orð fá lýst. Sóley Ásgeirsdóttir. Elskulega amma okkar er fall- in frá. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að amma var alltaf til staðar þegar við þurftum á því að halda. Ást hennar og umhyggja kom þá skýrt fram þótt húmorinn hafi aldrei verið langt undan. Amma var á undan sinni sam- tíð, miklu hugrakkari og ævin- týragjarnari en flestir. Hún fór sínar eigin leiðir, flutti frá Camp- orrélls alla leiðina til London gegn vilja fjölskyldunnar til að ráða sér og sinni menntun sjálf. Svona lifði hún allt sitt líf; óhrædd við allar þær fjölmörgu áskoranir sem lífið færði henni. Við fórum reglulega með ömmu til Spánar, þar borðuðum við saman uppáhaldsmatinn hennar og hún sagði sögur frá hún var að alast upp þar. Allt sem amma hafði frá að segja var lit- ríkt og skemmtilegt enda var hún einstakur karakter og erfitt að finna jafn sterka, hreinskilna og fallega konu. Hún mun ávallt lifa í hjarta okkar og fylgja í þeim fjölmörgu siðum og hefðum sem hún kynnti okkur. Þínar dótturdætur, María Rosario og Íris Teresa. Maria Teresa Jover Carrera ✝ Þuríður UnnurBjörnsdóttir fæddist í Reykja- vik 22. febrúar 1930. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 13. jan- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Björn Björnsson frá Laufási í Eyjafirði, f. 1897, d. 1944, og Þórhalla Þórarinsdóttir frá Valþjófsstað í Fljótsdal, f. 1997 d. 1993. Systkini Þuríðar: Björn, f. 1928, d. 2009, og Ingi- björg, f. 1933. Þuríður giftist hinn 12. desember 1960 Antoni Erlends- syni, f. í Vestmannaeyjum 1921, d. 2017. Börn Þuríðar og Ant- ons eru Haki, f. 1970, og Birna, f. 1963, maki Sveinbjörn Brandsson. Sonur þeirra er Andri Þór, trúlofaður Viktoríu Bergmann Halldórsdóttur. Synir Sveinbjörns eru Arnar og Jón Ingi, maki Ingibjörg Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru Jökull Freyr og Hekla Líf. Þuríður ólst upp í Reykjavík og bjó á Hring- braut 114 og Stóragerði 15. Árið 2013 fluttu þau Anton í þjónustuíbúð í Mörkinni, Suður- landsbraut 62. Síð- ustu fjögur árin dvaldi Þuríður á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Þuríður gekk í Miðbæjarskólann og svo í Ingi- marsskólann þar sem hún tók gagnfræðapróf 1947. Hún hóf störf á Borgarskrifstofum Reykjavíkurborgar eftir gagn- fræðapróf og starfaði þar sem fulltrúi í bókhaldi fram til 1970. Eftir það var hún rúm sjö ár heimavinnandi ásamt því að sinna erindum fyrir Nýju ljós- prentstofuna sem þau hjónin ráku í rúm þrjátíu ár. Síðan réð hún sig til starfa hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, sem seinna tilheyrði svo Trygg- ingastofnun ríkisins, og vann hún þar fram til ársins 2000. Útför Þuríðar fór fram í kyrrþey 24. janúar 2020. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund í bili. Ég sem hélt að ég væri alveg undirbúin, en senni- lega er maður það aldrei. Við höf- um rætt þessa stund fram og til baka eftir að pabbi kvaddi okkur fyrir rúmum tveimur árum. Stundum spurðir þú mig um Sumarlandið eða hvað við eigum að kalla það sem tekur við – eins og ég hefði verið þar og vissi allt. Ég hafði mína visku úr bókinni Sumarlandinu og stundum fannst þér þetta vera of gott til að vera satt og þá kom þitt rétta eðli í ljós. Þú varst jarðbundin með ein- dæmum. Þú varst líka föst fyrir og vildir hafa allt þitt á hreinu og stundum varstu dálítið kaldhæðin og stríðin. Þú varst sterk, trygg- lynd, dugleg, ákveðin, bóngóð, skemmtileg, réttsýn, en fyrst og fremst besta mamma sem hægt var að hugsa sér. Við vorum nefni- lega ekki einungis mæðgur held- ur líka vinkonur. Ég veit að þú varst jafn stolt af mér og ég af þér. Við erum víst ótrúlega líkar, mótaðar í sama formið, og kannski skýrir það hversu vel við náðum saman. Síðustu fjögur árin sem þú dvaldir á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk velti ég því stundum fyrir mér hvar ég eiginlega endaði og þú byrjaðir. Ég var nefnilega tekin við þínu hlutverki og þú mínu. Þú kallaðir mig gjarnan mömmu en vissir samt alltaf að ég var dóttir þín. En þú vissir líka að ég var sú sem passaði upp á þig og varði þinn hag þó svo að stundum fyndist þér ég helst til stjórnsöm. Fyrir tíu árum breyttist aðstaða mín á þann hátt að ég gat gefið ykkur pabba alla þá hjálp, athygli og ást sem þið þurftuð. Þegar ég nú hugsa til baka finnst mér þessi tími ótrúlega dýrmætur. Þú varst sjálf fyrirmyndardóttir og hugs- aðir vel um mömmu þína og ég trúi að maður uppskeri eins og maður sáir. Þú varst líka besta amma sem hægt var að hugsa sér og ég veit að Andri minn er mér sammála um það. Þú varst vinsæl meðal samferðamanna enda skemmtileg á þinn einstaka hátt. Þú varst gjarnan trúnaðarmann- eskjan á vinnustaðnum og það var svo skemmtilegt hvað ungu stelp- urnar sóttu í þinn félagskap og þín ráð. Þú varst ákveðin, þú viss- ir hvað þú vildir og hélst reisn þinni og sjálfstæði fram á síðasta dag. Þetta veit starfsfólkið i Mörkinni sem hugsaði svo vel um þig. Það var ekki farið fram í mat- sal nema hárið væri greitt og varaliturinn á sínum stað. Ég er sannfærð um að þú vissir hvað var í vændum og beiðst eftir heim- komu minni því ég hafði sagt þér að mín heitasta ósk væri að fá að fylgja þér síðasta spölinn. Eitt sinn sagðirðu að við yrðum að ná meiri fjarlægð milli okkar til þess að aðskilnaðurinn yrði léttari. Ég er fullviss um að þetta skýrir hvers vegna, í fyrsta skipti í mörg ár, þú sýndir ekki af þér leiða þeg- ar ég fór í frí milli jóla og nýárs. Ég ætla ekki að hafa þetta lang- dregið því það hefði þér ekki lík- að. Ég veit að pabbi tók á móti þér eins og hann lofaði. Ég veit líka að stelpurnar eru sameinaðar á ný og því aftur orðið saumaklúbbs- fært. Elsku mamma mín, hafðu þökk fyrir allt. Við sjáumst seinna og tökum upp þráðinn á ný. Birna. Þuríður Unnur Björnsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.