Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 ✝ Hrefna IðunnSigvaldadóttir fæddist í Reykja- vík 21. mars 1930. Hún lést á Drop- laugarstöðum 19. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðmunda Mar- grét Sveinbjörns- dóttir húsmóðir, f. 27. október 1899, d. 27. ágúst 1981, frá Dísukoti í Þykkvabæ, og Sigvaldi Ólafur Guðmundsson, húsasmíða- meistari í Reykjavík, f. 17. mars 1892, d. 29. desember 1978, frá Ásbúð í Hafnarfirði. Systkini Hrefnu: Birna Anna, f. 1925, d. 1999; Kristbjörg Oddný Ingunn, f. 1927, d. 2010; Ólafur Ármann, f. 1931, d. 1993; Ragnar Konráð Sigurður, f. 1937, d. 1937; Sigrún, f. 1938; og Aðalheiður, f. 1943. Hrefna ólst upp í Eskihlíð D við rætur Öskjuhlíðar en fjöl- skyldan flutti á Snorrabraut 69 þegar hún var níu ára gömul og þar bjó hún í 80 ár þar til hún flutti yfir götuna á Drop- laugarstaði í apríl á síðasta ári. Hún gekk í Austurbæjarskól- ann og tók landspróf frá Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur 1946. Síðan lá leið Hrefnu í Mennta- skólann í Reykja- vík og útskrifaðist hún sem stúdent 1950. Hrefna hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands um haustið en fann að hugur hennar stefndi frekar á kennarastarf en lögfræði. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1958 og réð sig til starfa við Breiðagerðis- skóla um haustið. Á þessum tíma voru yfir 30 börn í bekk og kenndi Hrefna tveimur bekkjum, öðrum fyrir hádegi og hinum eftir hádegi, í skóla sem var tví- og þrísetinn sex daga vikunnar. Árið 1973 var hún ráðin yfirkennari skólans og 1978 skólastjóri, þar til hún fór á eftirlaun haustið 1996. Hrefna sat í stjórn Stéttar- félags barnakennara 1964 til 1967. Sumrin 1959 til 1968 starfaði hún á skrifstofu Toll- stjórans í Reykjavík. Útför Hrefnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 29. janúar 2020, klukkan 14. Hrefna frænka var bráðgert barn sem lærði fjögurra ára að lesa á hvolfi þegar langamma kenndi mömmu að lesa. Hún var óstýrilát og fór sínar eigin leið- ir. Afi hafði gaman af stelpunni og amma varði hana fyrir kvört- unum eldri systranna. Þannig öðlaðist Hrefna sterkan karakt- er sem lét engan stjórna sér. Amma vildi að Hrefna færi í Kvennaskólann og síðan í hús- mæðraskóla, eins og eldri syst- ur hennar, en hún neitaði. Systurnar sannfærðu ömmu um að Hrefna gæti ekki iðkað þær hannyrðir sem krafist væri af námsmeyjum. Amma lét undan og Hrefna fór í gagnfræðaskóla og þaðan í MR. Þar voru strák- ar í meirihluta og reiknað með að þeir erfðu landið og stelp- urnar yrðu þeim til halds og trausts í lífi og starfi. Hrefna vildi fá að gera það sem strák- unum var ætlað og byrjaði í lög- fræði eftir stúdentsprófið. Henni leiddist námið og var meira fyrir að skemmta sér að stúdenta sið. Hún hætti því í há- skólanum og vann m.a. sem sölumaður og bílstjóri í nokkur ár. Eldri systur Hrefnu stofnuðu fjölskyldur í húsi afa og ömmu. Hún naut þess að leika við systrabörnin og kenndi fimm ára bróður mínum að lesa. Upp úr því tók hún ákvörðun um framtíð sína og lauk kennara- prófi. Ævistarfið var í Breiða- gerðisskóla. Þar kom hún að kennslu sem bekkjarkennari, sérkennari og yfirkennari ásamt því að vera ein af þremur fyrstu konunum sem ráðnar voru í skólastjórastöður í grunnskólum Reykjavíkur. Hrefna taldi að konur væru ekki síðri stjórn- endur en karlar og stóð með sjálfri sér. Fyrir mér var Hrefna skemmtileg, fræðandi og stríðin frænka. Hún bauð okkur krökk- unum í bíó og ísbíltúra, kenndi okkur vist, manna og bridds, sagði okkur draugasögur í myrkri með túberað hár í allar áttir og vasaljós undir hökunni. Á sunnudögum stjórnaði hún liðakeppni í borgarleik sem nýttist vel í landafræðiprófum. Hún kallaði okkur nöfnum sem henni fannst eiga betur við per- sónuleika okkar og útlit en skírnarnöfnin, oftast í óþökk okkar. Hún bjó til ýkjusögur um fjölskylduna sem við munum enn. Pabbi var stýrimaður og skipstjóri á farskipum. Í nokkr- ar vikur á sumrin leysti Hrefna mömmu af og foreldrar mínir sigldu yfir hafið á fjarlægar slóðir. Að launum fékk hún nýj- asta móðinn frá útlöndum á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Hrefna bauð mér að dvelja með sér í London í tvær vikur sumarið 1974. Ég fór með tóma ferðatösku og fulla vasa af sterl- ingspundum í mína fyrstu flug- ferð yfir hafið. Í landi verðbólg- unnar þótti borga sig að fara utan í verslunarferð. Við Hrefna vorum ósammála um tísku þessa tíma. Morgnana nýttum við í fataverslunum, hún í deildaskiptum með gæðafatnað og ég í hippabúðum. Um há- degisbil hittumst við á hótelinu og Hrefna lét mig skrá niður verð á hverri spjör í vasadagbók og umreikna í krónur. Eftir há- degi fórum við í menningarleið- angra og út að borða á kvöldin. Naumt skammtaður ferða- mannagjaldeyrir dugði mér í þær tvær vikur sem við dvöld- um í London, þökk sé Hrefnu. Hrefna bjó í 80 ár á Snorra- braut 69, á heimili afa og ömmu, þar sem minningarnar lifna við í hverri heimsókn. Blessuð sé minning Hrefnu. Margrét Ásgeirsdóttir. Hrefna stefndi á að verða 100 ára! Kappsemin sem hún fékk með móðurmjólkinni kom þar sterklega fram. Hin síðustu ár ræddum við oft þetta markmið hennar og henni fannst í raun- inni tíminn líða alltof hægt, það hlyti að vera að koma að þessu. Þegar Hrefna lést voru 2 mán- uðir í níræðisafmælið. Síðasta afmælisdag Hrefnu var glatt á hjalla á Snorrabrautinni þar sem margir úr stórfjölskyldunni mættu, Hrefna manna elst og yngstur Jóhann Torfi, rétt þriggja vikna. Hrefna lék á als oddi með lífið í húsinu og bestu gestirnir voru yngstu meðlimir fjölskyldunnar. Þegar við kynntumst fyrir um 20 árum var Hrefna hætt að vinna en hafði í mörgu að snúast. Síðast en ekki síst fólust verkefni hennar í aðstoð með barnabörn systra sinna. Þrátt fyrir að vera nærri áttræðu náði hún í Guð- mund Hrafn, nafna sinn, í leik- skólann þrjá daga vikunnar og kenndi stafina og að stauta. Mikill tími fór einnig í að fela hlut og feluleik. Hún hafði mikla þolinmæði gagnvart yngstu kynslóðinni, kannski mun meiri en þeim sem eldri voru. Ég var fljótlega kynnt fyrir Hrefnu eftir að ég kynntist Torfa. Við vorum báðar boðnar í mat á Flókagötuna og náðum vel saman. Þrátt fyrir að Hrefna væri ekki elst þá skynj- aði ég hana sem höfuð fjölskyld- unnar, kannski ekki síst fyrir þær sakir að hún bjó á Snorra- brautinni í húsinu sem fjölskyld- an er kennd við og flutti inn í árið 1939. Viðkvæðið hjá tengdaforeldrum mínum var oft: ég þarf að heyra í Hrefnu með þetta eða ég þarf að segja Hrefnu frá þessu. Oftar en ekki voru það sögur af sonum okkar Torfa eða aðrar pælingar. Frá því að Kristján Óli byrjaði að vera í pössun hjá Sigrúnu var Hrefna fljótt mætt til að kynn- ast nýjasta frænda sínum betur. Enn betra þótti henni þó þegar hún var beðin fyrir honum. Hrefna lá sjaldan á skoðun- um sínum og margar lýsingar hef ég heyrt af hversu skelegg Hrefna var á yngri árum. Í brúðkaupi okkar Torfa sá hún margt ungt fólk samankomið. Hún hafði erindi við þetta fólk og bað um orðið. Skilaboðin voru einföld: „eignist börn, eign- ist börn“. Ræðan varð sú eft- irminnilegasta og margir vina okkar minnast hennar enn. Þetta eru orð að sönnu og ríki- dæmið felst í börnunum. Þrátt fyrir að Hrefna eignaðist ekki eigin börn þá stóð að henni stór frændgarður sem kveður hana í dag. Ég vil þakka Hrefnu minni samfylgdina og velvild í okkar garð alla tíð. Rúna Malmquist. Ég minnist Hrefnu móður- systur minnar með miklu þakk- læti. Eftir að foreldrar Hrefnu og móður minnar féllu frá bjuggu Hrefna og Ólafur bróðir hennar áfram á heimili þeirra á Snorrabraut 69. Áður en ég hafði vit til að muna höguðu ör- lögin því þannig að ömmur mín- ar og afar voru horfin úr mínu lífi áður en ég gat notið sam- vistar með þeim. Gengu Hrefna og Óli í þetta mikilvæga hlut- verk að mörgu leyti og sáu m.a. til þess að við systkinin fengjum ekki vandræðalega fá páskaegg samanborið við vini okkar. Hrefna hafði alla tíð mikið yndi af því að vera með börnum. Í fjölskylduboðum skipulagði hún með krökkunum leiki, spil og keppnir í bæði andlegu og líkamlegu atgervi. Þó svo að margar ákvarðanir okkar í lífinu virðist handahófskenndar frá degi til dags, þá geta þær verið algjörlega rökréttar þegar litið er til baka. Ákvörðun Hrefnu um að gera kennarastarfið að sínu ævistarfi er dæmi um slíkt, enda naut hún þess að kenna og leiðbeina börnum. Níu ára gamall flutti ég frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur og fljótlega var ég innrit- aður í Breiðagerðisskóla þar sem skólastjórinn Hrefna réð ríkjum. Þetta þótti einn af betri skólum í Reykjavík og skipti handbragð og stjórnfesta skóla- stjórans miklu í þeim palladóm- um. Aðstæður mínar voru þó um margt ólíkar öðrum nem- endum, ég bjó ekki í hverfinu og umfram allt þá var kvöð mín sú að vera samferða skólastjóran- um í skólann á hverjum degi, sem gat valdið ungum manni álitshnekki á meðal bekkjar- systkina. Hrefna bar næmt skynbragð á þetta og gætti þess ávallt að hleypa mér út úr bíln- um áður en við værum í augsýn annarra. Hrefna var sterkur persónu- leiki og aldrei fór það á milli mála hver vilji hennar var. Skoðanir hennar voru sterkar en vel rökstuddar. Hún fylgdist vel með öllum þjóðfélags- og heimsmálum og var vel að sér í sagnfræði. Fljótlega eftir að hún hætti að reyna mig í hugar- reikningi þá fór sú þjálfun upp á næsta stig, rökræður og hélt það áfram langt fram á full- orðinsár. Oftast var staðurinn eldhúsið á Snorrabrautinni, hún hellti upp á kaffi og settist svo á kollinn sinn í horninu. Málin voru svo rædd fram og til baka og oftast vorum við sammála, þangað til okkur tókst að finna eitthvað til þess að steyta á, t.d. vendingar í heimsmálum, eða álit okkar á einhverjum stjórn- málamanni. Upphófust þá rök- ræðuskylmingar sem við höfð- um gaman af og sóttumst bæði jafn mikið eftir. Þegar litið er til baka er ljóst hversu mikill áhrifavaldur Hrefna hefur verið allt mitt líf. Hún var miklu meira en móður- systir, hún var traust bakland. Hún hafði áhrif á uppvöxt minn og skólagöngu og öll mín full- orðinsár. Þegar ég kynnti Rúnu konuna mína fyrir henni fór hún í engar grafgötur með það að þar hefði mér tekist vel til. Urðu þær góðar vinkonur og ríkti mikið traust á milli þeirra. Strákarnir okkar Rúnu kynnt- ust Hrefnu vel og fór hún í sömu leiki og lagði fyrir þá sömu þrautir eins og ég þekkti vel frá minni barnæsku. Með fráfalli Hrefnu er höggv- ið stórt skarð í Snorrabraut- arfjölskylduna. Við kveðjum hana með miklum söknuði. Torfi Kristjánsson. Veisla á Snorró, lítil stelpa læðir hendinni sinni í hönd móð- ursystur sinnar og spyr hvort hún megi brjóta súkkulaði í skál. Stóra frænka sækir súkku- laðipakkann, sem geymdur er á sínum stað uppi í eldhússkáp, og lætur litlu stelpuna fá til að brjóta. Litla stelpan spyr líka hvort hún megi fá að drekka úr „fólkaglasinu“ sínu og stóra frænka réttir henni lítið glas á fæti, eitt sinnar tegundar, sem geymt er í öðrum skáp í eldhús- inu, bara fyrir hana. Hlý nær- vera stóru frænku alltumlykj- andi. Sumarbústaðurinn í Grafn- ingnum, litla stelpan í kringum tíu ára aldurinn, stóra frænka hálfri öld eldri. Það stendur þó ekki á sextugri stóru frænku að fleygja upp neti í garðinum og henda sér í badminton og blak í leik með litlu stelpunni, alltaf til í fjörið. Litla stelpan orðin fullorðin, orðin móðir og með litluna sína á öðru ári í heimsókn á Snorró að horfa á morgunleiki á heims- meistaramótinu í fótbolta með stóru frænku, því frænkurnar deila fótboltaáhuganum. Kóngabrjóstsykur, Síríus- súkkulaði og Hrefnukaka, spilið vist á Snorró um jólin, Hrefna frænka skólastjóri, Hrefna frænka með sterku skoðanirnar sem hún lét svo gjarnan flakka, Hrefna frænka svo öflug fyr- irmynd sem lét fátt stöðva sig. Svona var Hrefna í augum litlu stelpunnar og svo ótal margar minningar sem stóra frænka skilur eftir sig; hlýjar, ljúfar og dýrmætar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elín Heiður Gunnarsdóttir. Móðursystir okkar Hrefna Iðunn Sigvaldadóttir er fallin frá og þar með fækkar enn í hópi þeirra sem mótuðu æsku okkar systkina. Hrefna var okkur systkinum afar kær. Við fráfall foreldra sinna, móðurforeldra okkar, tóku Hrefna og Ólafur bróðir hennar við heimilinu að Snorra- braut 69. Við vorum hluti af yngri systrabörnum þeirra og í uppvexti okkar voru það Hrefna og Óli sem réðu ríkjum á ætt- aróðali fjölskyldunnar og gagn- vart okkur systkinum má segja að þau hafi jafnframt tekið við hlutverkinu sem amma og afi. Á Snorrabrautinni dvöldum við nánast í öllum fríum og á hverju sumri á meðan við bjuggum í Vestmannaeyjum. Foreldrar okkar og Torfi yngri bróðir í kjallaraíbúðinni en við systur í nutum þess að vera í risinu hjá Hrefnu og Óla. Hrefna, yfir- kennarinn og síðar skólastjór- inn, hafði mikla frásagnargáfu en var jafnframt óspör á stríðni. Hún birtist okkur einnig stund- um sem strangur kennari sem við hefðum aldrei þorað að óhlýðnast og fyrstu skólaár okk- ar lagði hún fyrir okkur lestrar- próf í hvert sinn er við komum í bæinn. Hrefna var ávallt glæsileg til fara og ók um á fallegum amer- ískum Oldsmobile, með ljósu damaskáklæði á sætum sem okkur fannst hæfa drottningu. Við fengum ósjaldan að fljóta með í alls kyns erindrekstur, inn í Breiðagerðisskóla og í Skeifuna þar sem nauðsynjavör- ur voru verslaðar. Við krakk- arnir höfðum það hlutverk að finna hinn ómissandi krummala- kkrís sem var maulaður í bíln- um á leiðinni heim. Ef við vor- um heppin setti hún kraftmikinn bílinn í fluggírinn og við kipptumst til í aftursæt- inu, engin voru bílbeltin en eng- an sakaði þrátt fyrir smá koll- hnísa stöku sinnum. Hrefna hafði gaman að börn- um fram á síðasta dag og sinnti ófáum systkinabörnum sínum sem og börnum þeirra. Hún hafði ofan af fyrir okkur og síð- ar börnum okkar með lestrar- kennslu og einnig var hún óþreytandi við að aðstoða okkur við dúkkulísugerð, teiknaði skopmyndir af okkur, lék við okkur feluleik eða heitt og kalt þar sem hún faldi fallega gula hringinn sem hún bar alla okkar tíð. Þegar við urðum eldri feng- um við ráðleggingar um útlit og stíl og stundum fengum við að heyra „nú, er þetta í tísku“ og það var ekki ætlað sem hrós. Ánægðari var hún þegar við drógum fram glæsilega síðkjóla, skó og veski frá æskuárum hennar og móður okkar og skörtuðum þeim á böllum í gamla skólanum hennar, Menntaskólanum í Reykjavík, og seinna á árshátíðum í Há- skóla Íslands. Þegar við urðum enn eldri og kominn var tími til að velja nám og starfsferil má segja að hún hafi verið okkur mikil fyrir- mynd. Hún hafði brotið glerþök, vann meðal annars fyrir sér sem bílstjóri um tvítugt og var ein af fyrstu konum til að verða skólastjóri í Reykjavík. Við völdum annan starfsvettvang en hún, en báðar völdum við nám og störf sem ekki eru hefðbund- in kvennastörf. Ómeðvitað var Hrefna okkur sterk fyrirmynd, en að hennar viti gátu konur jafnt sem karlar gengt stjórn- unarstöðum og verið leiðandi í samfélaginu. Megi minning merkrar konu lifa! Ólöf Hrefna og Guðríður Margrét Kristjánsdætur. Hrefna Sigvaldadóttir kenn- ari er látin; á ofanverðum ní- ræðisaldri. Ég kynntist Hrefnu þegar ég starfaði sem uppeldismenntaður starfsmaður á Skóladagheimili Breiðagerðisskóla; á árunum 1989-1994. Samskipti okkar voru formleg en vinsamleg; og einu sinni þáði hún að gjöf frá mér nýjustu ljóðabók mína; sem litríka menningargjöf starfs- manns! Mér fannst þá sem nú að við ættum sláandi hluti sameigin- lega: Þannig urðum við bæði einhleyp og barnlaus; og hefur það þótt óvenjulegra hjá konu af eldri kynslóð en minni. En kannski var lykillinn að því hjá okkur báðum að áhugamálin gengu svo vel upp hjá okkur í lífinu að ekki virtist aðkallandi að bæta hjúskaparvíddinni við. Þannig snerist Hrefna fljótt til kennarastarfsins; sem er eins konar fjölskyldustarf, fræðistarf og embættisstarf í senn. (Hins vegar var ég sá; úr minni mið- stéttar-menntafjölskyldu; sem fann svigrúm til að lifa rólyndu menningarlegu og listrænu lífi á námsárunum; og síðan í bland við fjölskyldulega vinnustaði; að loknu háskólanámi í menning- arfræðum (einkum mannfræði) og kennsluréttindum; meðan hin fjögur systkinin mín fóru öll í hagnýtari langskólanámsáttir; og giftust!) Við barnlausu einhleyping- arnir úr kennarastétt horfum oft hver til annars með sam- blandi af væntumþykju, virð- ingu og skilningi. Ég vil kveðja Hrefnu með því að grípa niður í ljóð úr einni af nýrri ljóðabókum mínum; þar sem ég segi frá tilviki frá skóla- dagheimilisstarfinu; þar sem ég hitti konu sem ég hafði kynnst á forskólaárum mínum í Reykja- vík. Er það úr ljóði sem heitir: Minningar frá forskólaaldri. En þar yrki ég m.a. svo: ... Dökkhærða dóttir prentarans; skælbrosandi stúlkan með flotta hárið; verkamannabústaðamegin við götuna tekur kveðju stráklingsins fálega; þangað til hún flytur einn daginn! Og heilsar mér svo löngu seinna af færi er ég vinn á miðjum aldri við að gæta sonar hennar á skóladagheimili! Tryggvi V. Líndal. Ungur var ég að árum þegar Hrefna tók að móta mig og und- irbúa fyrir framtíðina. Hún hafði nýlega útskrifast sem kennari og frumraun hennar var tveir árgangar í Breiðagerð- is- og Háagerðisskóla. Við í 51 árganginum vorum sett í H- bekk í Hágerðisskóla fyrstu tvö árin og síðan flutt yfir í Breiða- gerðisskóla. Hópurinn hélst að mestu leyti óbreyttur þar til barnaprófi var lokið í 12 ára bekk. Hrefna náði strax góðum tök- um á okkur krökkunum. Hún var ströng og hélt góðum aga án þess að beita neinni hörku. Það varð til þess að vorum frek- ar montin af að hafa hana fyrir kennara. Gott dæmi um agann var hvernig við urðum að stilla okkur upp á hermannavísu þeg- ar gengið var inn í skólastofuna. Jöfn bil á milli, til hliðar og fram á við, þá vorum við tilbúin að þramma inn. Þegar inn var komið stilltum við okkur upp við borðin og settumst þegar merk- ið var gefið. Í minningunni náði hún að gera námsefnið áhuga- vert og jafnvel spennandi. Hrefna var metnaðarfullur kennari og lagði áherslu á að við nemendurnir kæmum vel undir- búin þegar kom að prófum. Það var ekki verið sinna því rétt fyr- ir próf heldur var hún velvak- andi yfir frammistöðu okkar allra á skólatímabilinu, enda skilaði hún bekknum frá sér með meðaleinkunn yfir 9 á barnaprófi. Reglulegur upplest- ur upp úr klassískum barnabók- um í drekkutímum varð feiki- vinsæll og var beðið með eftirvæntingu. Það voru mörg atvikin í skólastofunni sem voru eðlileg blanda af skemmtun, leiða og óhöppum, en það á ég bara út af fyrir mig eða með mínum bekkjarfélögum. Seinna á ævinni lágu leiðir okkar aftur saman og þá var Hrefna orðin skólastjóri í Hrefna Iðunn Sigvaldadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.