Morgunblaðið - 29.01.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
gleymt og grafið eftir mesta lagi 5
mínútur.
Það er eitt „heilræði“ sem þú
varst með í eldhúsinu hjá þér sem
mér finnst svo gott og lýsandi fyr-
ir þitt líf:
„Life is not measured in the
number of breaths we take but by
the moments that take our breath
away.“
Þó þú farir frá okkur allt of
snemma þá ertu búin að gefa svo
mikið af þér. Ég á svo margt gott
til að minnast, sem mun hjálpa
mér að reyna að þrauka lífið án
þín mér við hlið.
Ég hef alltaf litið á þig sem
meira en bara vinkonu, þú hefur
alltaf verið partur af fjölskyldunni
minni. Það elskuðu þig allir sem
voru svo heppnir að ná að kynnt-
ust þér.
Með miklum trega kveð ég þig,
elsku besta vinkona mín, ég mun
halda minningu þinni á lífi og ég
veit að þú er alltaf með mér.
Von er sárt ég sakni þín
er sætið lít ég auða,
þú sem eina ástin mín
ert í lífi og dauða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hekla Rún Ámundadóttir.
Orð fá ekki lýst hversu mikið
við munum sakna þín. Við kynnt-
umst þér fyrst þegar þú varst
bara 6 mánaða gömul. Við höfðum
heyrt að bresk-íslensk fjölskylda
hafði flutt inn í hús ofar í götunni
og það leið ekki á löngu þar til við
hittumst öll og urðum mjög góðir
vinir, þið urðuð hluti af fjölskyld-
unni. Það eru svo margar dýr-
mætar minningar sem við munum
ávallt geyma eins og allar stund-
irnar úti að leika, fjölmargar úti-
legur og sumarbústaðaferðir og
heimsóknir til Seyðisfjarðar. Það
var alltaf svo gaman þegar við
hittumst. Viktoría, þú varst alltaf
svo ljúf og hafðir einstaka, gefandi
nærveru með bros sem lýsti upp
heiminn. Það er óbærilegt að
hugsa til þess að við munum aldrei
sjá þig aftur, að þú munir aldrei
sitja við eldhúsborðið okkar aftur,
aldrei drekka kokteil með okkur
úti í garði aftur. Það var heiður og
forréttindi að fá að fylgjast með
þér vaxa úr grasi og þroskast í
hjartahlýjan og yndislegan ein-
stakling með framtíð jafn bjarta
og bros þitt. Framtíð sem ekki
varð. Þú munt alltaf eiga sérstak-
an stað í hjörtum okkar. Við mun-
um gera okkar besta og gæta
þeirra sem þér þótti vænt um.
Megi fjölskylda þín og vinir finna
frið og huggun á þeim erfiðu tím-
um sem fram undan eru. „Pussy
cat, pussy cat, we love you“ …
Barbara, Höskuldur,
Anna, Sara og Jón.
Elsku Viktoría.
Þegar komstu þá var hlýtt,
þau voru okkar kynni,
allt var göfugt, gott og blítt
er gafst í návist þinni,
ef að jarðlífs mæddu mein
mest var kærleiksdáðin.
Skorinorð og hjartahrein
hollust gafstu ráðin.
Þetta lýsir þér svo vel, elsku
besta vinkona okkar. Þú birtir upp
tilveruna þegar þú varst á staðn-
um. Okkur líður eins og einungis
sú birta geti birt upp myrkrið sem
við upplifum á þessari stundu. Við
lofum að halda utan um hver aðra,
fyrir þig, elsku Viktoría okkar.
Þegar við minnumst þín lýsist
herbergið upp og það gefur okkur
von um að ekkert myrkur sé svo
svart að ómögulegt sé að lýsa. Við
munum tendra ljósið sem þú gafst
frá þér á ný með því að tala um
minningar okkar um þig og við
munum tileinka okkur allt það
sem þú kenndir okkur, sem var
meira en þú nokkurn tímann
munt gera þér grein fyrir.
Það má segja að upphafið á
ferðalagi okkar sterka og sam-
heldna vinahóps hafi hafist þegar
við komum í unglingadeild. Við
mættum nánast hvern einasta dag
og kvöld í félagsmiðstöðina
Hólmasel því við vildum vera
saman öllum stundum. Í dag eig-
um við óteljandi minningar um
þig þaðan. Eins og allar þær
stundir sem við eyddum i stelpu-
herberginu og spjölluðum og
slúðruðum þangað til við vorum
reknar út, herberginu sem við
fengum að hanna, mála og setja
upp. Allar ferðirnar út á land,
bökunarkvöldin, skíðaferðirnar,
stinger, Landsmót, vipp og snú,
ping pong og pool, froðuballið í
Keflavík, brjóstsykursgerð, Icy
tower og bubbles struggle,
náttafatanæturnar og svona
mætti endalaust telja.
Myndir og myndbönd hafa
hjálpað okkur að brosa í gegnum
tárin sem er ómetanlegt á tíma
sem þessum. Okkur líður eins og
við finnum fyrir nærveru þinni.
Þegar við horfum til baka þá er
það sama hvaða hræðilegu tísku-
tímabil við fórum í gegnum þá
varst þú alltaf svo einstaklega
náttúruleg og falleg. Að innan
sem utan. Alltaf varstu bara ná-
kvæmlega þú sjálf og með því
geislaðirðu mest af okkur öllum.
Þú elskaðir glingur og fallega skó.
Við rifjum upp ferðirnar í Ice in a
bucket og Kiss að kaupa alltof ýkt
skart fyrir skólaböllin og ýmis til-
efni. Þegar það var þema þá fórst
þú alltaf alla leið. Enda tókstu öllu
með jákvæðni og opnum hug. Það
sem stendur hvað mest upp úr
þegar við rifjum upp minningar
úr Seljaskóla er Skrekkur, þar
sem þú varst aðaldansarinn þegar
við sigruðum, og ferðin í Land-
mannalaugar.
Eftir árin okkar saman í
grunnskóla eru minningarnar
ekki færri. Við erum svo einstak-
lega heppnar að hafa haldið sam-
bandi í öll þessi ár. Hefðin okkar
að halda litlu jól, árshátíð vina-
hópsins, þorrablót ÍR, stelpu-
kvöldin, djömmin, fyrirpartíin þar
sem við skáluðum í Moscow Mule
og Aperol Spritz, kvöldin sem við
töluðum saman langt fram á nótt
og kvöldin sem við dönsuðum til
lokunar. Við lofum að halda í hefð-
irnar og vitum að þú verður alltaf
með okkur. Nærvera þín styrkir
okkur og sameinar.
Þínar bestu vinkonur,
Hafdís, Hekla Rún, Ivana
Anna, Jóna Eydís, Rebekka
Ósk og Sigrún Dís.
Elsku fjölskylduvinkona okk-
ar, Viktoría Hrönn, hefur kvatt
þessa jarðvist.
Við erum harmi slegin yfir
þessari sorglegu fregn sem barst
okkur óvænt í síðustu viku. Vikt-
oría var ljósgeisli í lífi fjölmargra;
hjartahlý, hugulsöm og uppfull af
örlæti. Hún lagði sig fram um að
gefa af sér hvarvetna, í hvívetna,
enda með stærra hjarta en flestir.
Sumir gefa meira en þeir þiggja;
Viktoría var ein af þeim. Ég
skynjaði sterkt að Viktoría léti
líðan annarra sig sérstaklega
varða en fyrir vikið er skarðið af-
ar djúpt í ástvinahópi hennar,
eins og fjölmargar minningar-
kveðjur á samfélagsmiðlum eru
til marks um.
Viktoría tilheyrði fjölskyldu
minni um nokkurra ára skeið og
kunnum við strax einstaklega vel
við þessa ungu og brosmildu
stúlku. Hún var ekki aðeins gef-
andi, hress og skemmtileg, heldur
einnig skörp, rösk og drífandi.
Mér þykir sérstaklega vænt um
allar þær góðu minningar sem ég
á um hana, en nærveru hennar við
Evrópufrumsýningu á kvikmynd
minni í Gautaborg snemma árs
2018 er þó einstaklega þakklát
fyrir.
Ég fann þá svo einlægt fyrir
hlýju hennar og stolti yfir því að
deila með okkur þessari stóru
stund. Ófáar aðrar stundir, hér-
lendis og erlendis, lifa í minning-
unni en mikið vildi ég óska þess að
þær hefðu verið margfalt fleiri.
Viktoría snerti hug og hjörtu
okkar allra í fjölskyldu minni og
erum við bættari og lærdómsrík-
ari eftir að hafa átt hana að um
nokkra stund.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur
sendum við ástvinum hennar hér-
lendis og í Bretlandi. Öll eiga þau
um sárt að binda.
Megi Viktoría Hrönn lifa
áfram um alla framtíð, í björtu,
fallegu minningunum.
Viktoríu þökkum við fyrir
djúpnærandi samfylgd.
Ísold, Úlfur, Embla,
Margrét og Uggi.
Elsku Viktoría mín, með sorg í
hjarta og tár í augum brosi ég yfir
öllum minningunum, eins og
spilakvöldunum sem hlátur og
gleði einkenndu alltaf, fallega,
stóra brosinu þínu og hlátrinum
þínum sem bergmálaði út um allt.
Elsku Viktoría, þessi kvöld verða
ekki eins án þín.
Ég man þegar við vorum í
grunnskóla og vorum að fara á
árshátíðina í 10. bekk og þú varst
fótbrotin en þú bara brostir og
hlóst. Með fjólublátt gifs og
hækju, en þú lést það ekki stoppa
þig. Ég minnist árshátíðarinnar
okkar sem við stelpurnar héldum
í fyrrasumar, það var svo gaman,
við létum eins og kjánar með
maska í pottinum, ég mun varð-
veita myndbandið sem ég á þar
sem við erum saman með grænan
og gulan maska í andlitinu og
hlæjum og hlæjum!
Þú varst einstök vinkona og
sama hvað, þá gastu alltaf látið
öllum líða vel sem í kringum þig
voru. Það einkenndi þig, þú varst
hugulsöm, falleg og góð.
Ég minnist þess einnig þegar
þú hittir Camillu Dís í fyrsta
skipti og varst svo dolfallin yfir
henni. Í hvert skipti sem við hitt-
umst spurðirðu um hana og ég
sagði þér sögur og við hlógum
saman.
Elsku besta Viktoría mín, okk-
ar samband var einstakt og hlut-
irnir sem við töluðum um í okkar
löngu samtölum. Þessi samtöl,
sem eru bara á milli mín og þín,
mun ég varðveita eins og lífið. Þú
varst alltaf til staðar, alltaf til í
spjall og alltaf tilbúin til að hug-
hreysta mig.
Viktoría, þú varst einstök sál
með besta hjartað og lýstir upp öll
herbergi sem þú labbaðir inn í.
Hlakka til að endurvekja þess-
ar minningar þegar við hittumst
aftur.
Þú varst og ert og verður mér
vinur elskulegi.
allt sem best og blíðast er
á björtum ævidegi.
Hvíldu í friði, fallegi engillinn
minn.
Ég elska þig.
Þín vinkona,
Jóna Eydís.
Kveðja frá Mennta-
vísindasviði
Haustið 2018 hóf öflugur og
áhugasamur hópur ungs fólks
nám í íþrótta- og heilsufræði við
Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands.
Þeirra á meðal var Viktoría
Hrönn Axelsdóttir, ung og efnileg
með auðsýndan áhuga á viðfangs-
efni námsins. Hún var áhugasöm
og virk í náminu og samskipti
hennar einkenndust af jákvæðni
og ljúfu fasi. Það var mikið áfall
að frétta af ótímabæru andláti
hennar.
Við syrgjum góðan nemanda
og vin. Fyrst og fremst er hugur
okkar hjá þeim sem næst henni
stóðu og syrgja sárast. Við send-
um fjölskyldu, vinunum og sam-
nemendum innilegar samúðar-
kveðjur svo og þeim öðrum sem
næst henni stóðu.
Megi ljúfar og fallegar minn-
ingar um góða stúlku hugga og
styrkja í sorginni.
Fyrir hönd starfsfólks
Menntavísindasviðs,
Vaka Rögnvaldsdóttir,
aðjunkt við námsbraut í
íþrótta- og heilsufræði, Anna
Sigríður Ólafsdóttir, forseti
Deildar heilsueflingar,
íþrótta og tómstunda.
✝ Jón Ingi Bjarn-þórsson fædd-
ist í Hafnarfirði
23. mars 1964.
Hann lést á heimili
sínu 6. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Bjarnþór
Valdimarsson,
stýrimaður frá
Búðum í Fáskrúðs-
firði, f. 3. október
1929, d. 14. febrúar 1998, og
Þórdís Guðrún Jónsdóttir hús-
freyja og verkakona frá Ísa-
firði, f. 22. febrúar 1936, d. 5.
apríl 2010.
Systkini Jóns Inga eru:
1) Guðlaug Björk , fædd 19.
desember 1956. Guðlaug giftist
Erlendi Hilmissyni sem nú er
látinn. Börn þeirra eru tvö,
Þóra Friðriksdóttir og eiga þau
tvö börn og fimm barnabörn.
Sambýliskona Jóns Inga var
Íris Elva Haraldsdóttir, f. 22.
maí 1963, þau slitu samvistum.
Sonur þeirra er Bjarnþór Jóns-
son, f. 10. maí 2002, fyrir átti
Íris þrjá syni. Seinni sambýlis-
kona Jóns Inga er Vaka Frí-
mann, þau slitu samvistum sl.
sumar.
Jón Ingi ólst upp í Hafnar-
firði til níu ára aldurs og flutti
þá með fjölskyldu sinni til
Hveragerðis, þar sem hann ólst
upp til fullorðinsára. Jón Ingi
lauk námi í grunnskólanum í
Hveragerði og vann eftir það
við hin ýmsu störf, þar á meðal
við pípulagnir og nú síðast sem
starfsmaður á Gistiskýli hjá
Reykjavíkurborg. Honum var
handlaginn, listrænn, hnýtti
flugur, var góður ljósmyndari
og elskaði að ferðast um landið
sitt, bæði fótgangandi og ak-
andi.
Útför Jóns Inga fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 29.
janúar 2020, klukkan 13.
fjögur barnabörn
og eitt barnabarn.
Maki Davíð
Jóhannesson.
2) Sólveig, fædd
1. febrúar 1959, d.
2. mars 2012, Sól-
veig giftist Sigur-
jóni Jónssyni , þau
skildu. Saman
eiga þau eina dótt-
ur. Eftirlifandi
maki, Birgir Sig-
urðsson.
3) Valdís, fædd 23. maí
1965, maki Þormóður Ólafs-
son, þau eiga þrjú börn og þrjú
barnabörn.
4) Bjarnþór, fæddur 28. maí
1965, maki Jóna Einarsdóttir,
þau eiga tvær dætur.
5) Samfeðra er Ómar, fædd-
ur 9. júní 1951, maki Hanna
Nú hefur Jón Ingi bróðir
minn fylgt foreldrum okkar og
systur allt of ungur í sumar-
landið. Líf hans var ekki alltaf
dans á rósum en hann átti góð
síðustu ár. Jón Ingi var sannur
vinur vina sinna og sló hjarta
hans fyrir þá sem minna máttu
sín. Hann starfaði á Gistiskýl-
inu hjá Reykjavíkurborg síðast-
liðin ár þar sem honum leið vel.
Við áttum ótal góðar stundir og
ófá símtöl þar sem við ræddum
allt milli himins og jarðar og oft
vorum við ekki sammála en vor-
um sammála um að vera ósam-
mála. Jón Ingi var einstaklega
vel lesinn og þegar hann lá á
hjartadeildinni nú í desember
voru Lifandi vísindi eitt af því
sem hann bað mig um að útvega
sér. Ég veit að hann hefði óskað
sér meiri tíma til að gera upp
óuppgerð mál en hann mun
halda verndarhendi yfir ungum
syni sínum, sem hann var svo
stoltur af þótt úr fjarlægð væri.
Eftir að þú lést hef ég átt
dásamleg símtöl um þig við vini,
vinnufélaga og Vöku, sem sakn-
ar þín svo innilega.
Ég á varla orð til að lýsa
tilfinningum mínum en eftirfar-
andi ljóð eftir Bryndísi Hall-
dóru Jónsdóttur lýsir vel því
sem mig langar að segja:
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elsku Jón Ingi minn, ég vil
þakka þér fyrir allar góðu og
skemmtilegu stundirnar, öll
símtölin, rökræðurnar og allt
þar á milli sem ég á eftir að
sakna.
Ég bið góðan Guð að blessa
alla þá sem þótti vænt um þig og
sakna þín.
Guðlaug stóra systir.
Þegar þessi orð eru rituð fara
margar fagrar minningar gegn-
um hugann, skemmtilegar, hlýj-
ar og góðar um góðan dreng, vin
sem kvaddi okkur allt of
snemma. Vin sem maður treysti,
leitaði til og gat rætt við um hvað
sem var jafnt á erfiðum stundum
og gleðilegum. Svo var það einnig
um þig, Jón, þú ræddir og þú
jafnvel leitaðir ráða, sem sagt
eins góður tryggur vinur og
hugsast gat. Til vinnu varst þú
duglegur mjög svo og sterkur og
þín vinnubrögð urðu aldrei annað
en góð, því metnað hafðir þú, og
var það jafnt til verka og í dag-
legu amstri. Þú hafðir svo gaman
af mörgu, náttúrubarnið var í þér
og barst þú virðingu fyrir um-
hverfinu okkar og máttir ekkert
illt sjá og var það mjög oft í sím-
tölum og heimsóknum að þú
ræddir um þá ósanngirni sem í
þjóðfélaginu er, þ.e. allt frá fá-
tækt og slæmri framkomu við þá
sem minna máttu sín og til þeirr-
ar græðgi sem er til staðar og
æskuárin í Hveragerði. Honum
varð oft tíðrætt um þetta, því
hans starfsvettvangur var ein-
mitt þar sem hægt var að sjá þá
sem minna máttu sín á ýmsum
sviðum. Um síðustu jól, nánar til-
tekið á Þorláksmessu, stóð þér til
boða að skreppa í mat hingað á
aðfangadag, en þá svarar þú: Já
takk fyrir það, en ég var nú að
kaupa hrygginn, en gætir þú gef-
ið mér uppskrift að gljáanum? Já
Jón, þú vildir gera svo margt í
þessum efnum sjálfur, prófa eitt-
hvað nýtt. Síðast heyrði ég í þér
dag fyrir gamlárskvöld, þá
varstu með einhverja snilld á
prjónunum og gast ekki komið og
ræddir um hvað þér fannst gott
að fara yfir á dagvaktir í
vinnunni. En á nýárinu skyldum
við hittast. Það var gaman að
skiptast á skoðunum og man ég
er við stóðum niðri á bryggjunni
hér í Keflavík í fyrra og horfðum
agndofa á allan þann makríl sem
kominn var á bryggjuna í körum
og ekki laust við að blik kæmi í
augun og ekki þurfti lengi að bíða
að rætt væri um okkar stuttu sjó-
mannstíð sem við áttum. Skoð-
anir hafðir þú og lást ekkert á
þeim en þær voru settar fram á
sanngjarnan hátt. Ég man þá
daga er við bjuggum sem strákar
í Hveragerði, ég uppalinn þar
sem og sambekkingar okkar, þið
fjölskyldan aðflutt, að það var
gaman að fá nýja krakka í skól-
ann og í þorpið. Allir þekktu alla,
og snemma kom upp það að að-
lagast, margt var brallað og gert
sem við í dag brosum að og rúm-
lega það, það voru nefnilega for-
réttindi að alast upp í litlum bæ
þar sem frelsið var meira hjá
okkur krökkunum en í höfuð-
borginni. Það var gott að fá þig
og ykkur fjölskylduna til Hvera-
gerðis, þið voruð og eruð sóma-
fólk. Skörð eru höggvin í árgang-
inn okkar 1964, söknuður mikill,
ljúfar minningar sitja eftir og við
þínir æskufélagar og bekkjar-
félagar sitjum eftir með þá hugs-
un sem oftast kemur upp: Af
hverju þú? Af hverju nú? Við trú-
um því að í dag sért þú gangandi
um fegurstu grænar engjar, um-
vafinn ástvinum og fylgist með
okkur brosandi. Elsku Jón okk-
ar. Það voru forréttindi að eiga
þig sem vin. Elsku Gulla, Bjarn-
þór, Ómar og fjölskyldur, megi
góður guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
F.h. 1964-árgangsins í Hvera-
gerði,
Sigurbjörn Gestsson.
Jón Ingi
Bjarnþórsson
HINSTA KVEÐJA
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)
Sendi vinum og ættingj-
um samúðarkveðjur.
Guðmundur Árni
Sigurðsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSGERÐAR ARNARDÓTTUR,
Kirkjubraut 30,
Höfn í Hornafirði.
Einnig þökkum við öllum þeim sem önnuðust Ásgerði af alúð í
veikindum hennar.
Gunnar Ásgeirsson
Arnþór Gunnarsson Erla Hulda Halldórsdóttir
Ásgeir Gunnarsson Eygló Illugadóttir
Elín Arna Gunnarsdóttir Kristinn Pétursson
barnabörn og barnabarnabarn