Morgunblaðið - 29.01.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
VEITINGASTAÐUR
Á BESTA STAÐ Í SMÁRALIND
NÝR OG GLÆSILEGUR
ALLIR LEIKIR ·ALLARDEILDIR ·ALLTSPORTÁEINUMSTAÐ
60 ára Eyjólfur ólst upp
á Vestri-Hellum í Gaul-
verjabæjarhreppi, en
býr á Selfossi. Hann er
húsasmiður frá Iðnskól-
anum á Selfossi og hef-
ur starfað sjálfstætt síð-
ustu árin. Eyjólfur hefur
starfað lengi fyrir Leikfélag Selfoss og er
núna að smíða leikmyndina fyrir Djöfla-
eyjuna sem fer í sýningu í lok febrúar.
Maki: Svanhildur Karlsdóttir, f. 1958.
Sonur: Magnús Kjartan Eyjólfsson, f.
1983. Sonardóttir er María Dögg, f. 2009.
Stjúpdætur eru Valgerður Rún Benedikts-
dóttir og Rakel Grettisdóttir.
Foreldrar: Pálmar Þ. Eyjólfsson, f. 1921, d.
2010, organisti og tónskáld, og Guðrún
Loftsdóttir, f. 1932, d. 2019, bóndi á
Vestri-Hellum.
Eyjólfur Pálmarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekkert að því að láta sig
dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað ann-
að. Þú veðjar á réttan hest í vissu máli og
verður mjög ánægð/ur með þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Félagslíf þitt hefur verið í miklum
blóma undanfarið og á því virðist ekki ætla
að verða breyting. Haltu áfram að vera
sjálfs þín herra, þú þrífst ekki öðruvísi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er komið að því að endur-
hlaða batteríin fyrir næstu törn. Vertu
opin/n fyrir nýjungum og gefðu þér góðan
tíma til að kanna málin frá öllum hliðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það liggur almennt vel á fólki í dag
og því er þetta góður dagur til að njóta
samvista við aðra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Forðastu að láta smámuni valda þér
áhyggjum heldur reyndu að einbeita þér að
þeim atriðum sem skipta einhverju máli.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er auðvitað öruggast að halda
sig bara við það venjulega, en stundum
verða menn að sýna dirfsku og beita frum-
leikanum. Þú kynnist heillandi manneskju.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gefðu þér allan þann tíma sem til þarf í
að útfæra hugmynd þína og þá verður hún
að veruleika. Þú ert stoð og stytta eldri ætt-
ingja í fjölskyldunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Öllum breytingum fylgir nokk-
urt rót. Gerðu þér glögga grein fyrir öllum
staðreyndum og gríptu svo til þeirra ráð-
stafana, sem þú veist að skila þér heilli/
heilum í höfn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það hefur eitt og annað farið
úrskeiðis hjá þér að undanförnu svo nú
skaltu snúa vörn í sókn. Láttu vita ef þú
veist ekki til hvers er ætlast af þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur smekk heimsmannsins,
og vilt njóta fagurra hluta með öðrum.
Næstu þrjá daga skaltu skipuleggja veislu
sem þú ætlar að halda eftir einhverjar vikur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Frestaðu því ekki til morguns
sem þú getur klárað í dag. Stattu fast á
þínu, pressan mun hverfa eftir fáeina daga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er nauðsynlegt að koma ein-
hverju skikki á öll þau mörgu verkefni sem
bíða úrlausnar þinnar. Með réttum við-
brögðum getið þið komist hjá erfiðleikum.
Íslandi. Ég er stoltur af því.“ Ný
skáldsaga eftir Óttar kemur út í apríl,
sú fyrsta í sex ár, en á þessum tíma
hefur hann aðallega verið að sinna
handritsskrifum. Bókin heitir
Dimmuborgir. „Sagan er bæði
raðarinnar Brot, eða The Valhalla
Murders á ensku, sem er fyrsta ís-
lenska Netflix-sjónvarpsþáttaröðin
og verður dreift til 190 landa í mars.
„Brot verður þar með mest dreifða
menningarefni sem komið hefur frá
Ó
ttar Martin Norðfjörð er
fæddur 29. janúar 1980 í
Reykjavík og ólst þar
upp. „Ég er mikið
borgarbarn, ólst upp í
Norðurmýrinni og flutti í raun aldrei
þaðan, ekki fyrr en ég flutti til
Spánar. Í dag býr mamma mín ennþá
í æskuhúsinu mínu ásamt bróður
mínum og fjölskyldu hans. Mamma
mín er tékknesk, svo það var alltaf
farið í heimsókn til systur hennar í
Tékklandi og til tékknesku ömmu
minnar þegar hún var ennþá á lífi.
Það var auðvitað ekkert beint flug til
Tékklands þá frekar en nú, svo við
flugum oft til Lúxemborgar og leigð-
um bíl og keyrðum yfir alla Evrópu til
að komast til Tékklands. Þetta gerð-
um við margoft, mörg sumur í röð.“
Óttar gekk í Æfingaskóla Kenn-
araháskóla Íslands, sem í dag er Há-
teigsskóli og síðan Menntaskólann
við Hamrahlíð. „Ég útskrifaðist það-
an sem einingadúx af eðlis- og
náttúrufræðibraut vorið 2000. Ég
hlaut ný verðlaun úr minningarsjóði
um Sverri S. Einarsson um nýtingu á
einingakerfinu og fékk líka verðlaun í
sögu. Það var alltaf uppáhaldsfagið
mitt.“
Óttar tók BA-gráðu í heimspeki við
Háskóla Íslands og útskrifaðist árið
2003 og MA-gráðu í heimspeki frá HÍ
og University of Aberdeen í Skot-
landi og útskrifaðist árið 2005. Hann
lærði einnig spænsku í háskólanum í
Sevilla í Andalúsíu á Suður-Spáni.
„Ég hef unnið ýmiss konar störf,
eins og að vera pítsabakari, pítsa-
sendill, bréfberi, verið umsjónar-
kennari í heimspeki við HÍ, kennt
handritaskrif við Kvikmyndaskóla Ís-
lands, skrifað teiknimyndasögur í
blöð, menningarblaðamaður á DV, en
ég hef einungis unnið sem rithöf-
undur síðustu 13 árin, bæði á skáld-
sögum og kvikmyndahandritum.“
Bækur Óttars hafa komið út á
þýsku, frönsku, spænsku, hollensku
og makedónísku, og hann hefur verið
tilnefndur til verðlauna bóksala fyrir
verk sín, vann Blóðdropann (íslensku
glæpasagnaverðlaunin) og Tinda-
bikkjuna (glæpasagnaverðlaun Vest-
fjarða). Sem handritshöfundur er
Óttar aðalhöfundur sjónvarpsþátta-
þroskasaga og spennusaga og ég er
líka með smá húmor í henni. Svo er að
fara í tökur myndin Una sem er gerð
eftir skáldsögu minni, og ég skrifa
handritið ásamt leikstjóra myndar-
innar, Marteini Þórssyni.
Óttar M. Norðfjörð rithöfundur – 40 ára
Glatt á hjalla Frá brúðkaupi Óttars og Eloísu haustið 2014, en það var haldið í Marchena í Andalúsíu.
Aðalhandritshöfundur Brots
Að tafli Frá útgáfuboði á spennusögunni Lygar-
inn, en plottið tengist einvígi Fischers og
Spasskís. Teflt var á þessu skákborði í einvíginu. Fjölskyldan Óttar og Eloísa ásamt syni þeirra, Oliver.
50 ára Anna Björg ólst
upp í Kópavogi en býr
á Sunnuhvoli í Ölfusi.
Hún útskrifaðist af
skrúðgarðyrkjubraut í
Garðyrkjuskólanum en
er bókari hjá Toyota á
Selfossi. Hún sat í
bæjarstjórn Ölfuss 2010-2018.
Maki: Sigurður Sigurðsson, f. 1971, vél-
smiður og bóndi á Sunnuhvoli.
Börn: Arnar Bjarki Sigurðarson, f. 1992,
Glódís Rún Sigurðardóttir, f. 2002, og
Védís Huld Sigurðardóttir, f. 2004.
Sonarsonur er Óliver Nökkvi, f. 2015.
Foreldrar: Níels Rafn Níelsson, f. 1944, d.
2007, bifvélavirki, og Guðbjörg Elsa Sigur-
jónsdóttir, f. 1946, d. 2008, póst-
afgreiðslumaður. Þau voru búsett í Kópa-
vogi.
Anna Björg Níelsdóttir
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður Viktoría Alba Heimis-
dóttir fæddist 29. janúar 2019 kl. 8.18
og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó
2.895 g og var 46 cm löng Foreldrar
hennar eru Sigurlaug Ása Pálma-
dóttir og Heimir Þór Árnason.
Nýr borgari