Morgunblaðið - 29.01.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020
AKRÝLSTEINN
•Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu
og endalausa möguleika í hönnun
•Sérsmíðum eftir máli
•Margir litir í boði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÆJA, HVERNIG GEKK SVO HJÁ
SKILNAÐARLÖGFRÆÐINGNUM?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ljúf tónlist.
HEFURÐU EINHVERN TÍMANN
VERIÐ Í SVO MIKLU ROKI AÐ
ÞAÐ RIGNDI LÁRÉTT?
ÞAÐ GET ÉG
EKKI SAGT
ÉG FINN TREKK!
SKILDIRÐU DYRNAR
EFTIR OPNAR?
NEI!
ÉG LEYFI MÉR AÐ EFAST!
JÓN HÉLT DAGBÓK – OG EKKERT
ANNAÐ.
Áhugamál mín eru vinnan mín og
öfugt: ég elska að skrifa, að lesa og að
horfa á bíómyndir og sjónvarpsþætti.
Ég er líka mikið fyrir að ferðast, fara
í langa göngutúra til að hreinsa hug-
ann eða hugsa um verkefnin mín, og
svo hefur áhugi vaknað á elda-
mennsku í seinni tíð. Ég tefldi einnig
mikið sem drengur og varð m.a.
Norðurlandameistari með grunnskól-
anum mínum. Sem krakki æfði ég fót-
bolta með Val og ég fylgist ennþá
með boltanum, liðin mín þrjú eru Val-
ur, Liverpool og Barcelona. Ég æfði
sömuleiðis ju-jitsu í nokkur ár.“
Óttar hefur búið ásamt fjölskyldu
sinni í Barcelona frá 2015. „Áður
bjuggum við konan mín í Sevilla 2010-
2015, þar sem hún var kennari. Við
bjuggum líka í Barcelona 2007-2008
og í Aberdeen í Skotlandi 2004-2005,
þar sem við vorum bæði í námi og
kynntumst. Konan mín gengur jafn-
framt með annan son okkar, sem von
er á í maí næstkomandi.“
Fjölskylda
Eiginkona Óttars er Eloísa Váz-
quez Vega, f. 16.3. 1983, ljósmyndari,
plötusnúður og kennari. Foreldrar
hennar eru hjónin Jose Vicente Vaz-
quez Jimenez, f. 8.5. 1955, tæknifræð-
ingur, og Concepcion Vega Tenorio, f.
4.6. 1955, skrifstofukona. Þau eru bú-
sett í Utrera í Andalúsíu.
Sonur Óttars og Eloísu er Oliver
Vázquez Norðfjörð, f. 15.6. 2018.
Bróðir Óttars er Sverrir Jan Norð-
fjörð, f. 22.3. 1976, rafmagnsverkfræð-
ingur, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Óttars: Alena F.
Anderlova, f. 21.1. 1945, arkitekt og
kennari, og Sverrir Norðfjörð, f. 17.6.
1941, d. 17.6. 2008, arkitekt og rak eig-
in stofu frá 1982. Alena og Sverrir
voru gift í 39 ár.
Óttar Martin
Norðfjörð
Marie Mrázová
bóndakona í Tékklandi
Václav Mráz
bóndi og sveitarstjóri
í Tékklandi
Marta Anderlova
viðskiptafræðingur í Tékklandi
Alena Friðrikka Anderlova
arkitekt og kennari, búsett í Rvík
Václav Anderle
læknir í Tékklandi
Marie Anderlova
húsmóðir í Tékklandi
Frantishek Anderle
námumaður í Tékklandi
Nanna Norðfjörð
fv. yfirflugfreyja
hjá Icelandair
Magnús Agnar Magnússon
umboðsmaður íslenskra
knattspyrnumanna
Kristín Norðfjörð
ögfræðingur og kennari,
vann hjá skattinum
l
Sverrir Örn Þorvaldsson
doktor í stærðfræði frá
Stanford
Marta Bocková
doktor í
ðlisfræði, bús. í
ustur-Tékklandi
e
A
Marketa Atkins hagfræðingur
og býr í Melbourne ásamt
áströlskum eiginmanni
sínum og þremur börnum
Kristín Þorláksdóttir
húsmóðir og tannsmiður í Rvík
Vilhelm Bernhöft
tannlæknir í Rvík
Jóhanna Ingibjörg Bernhöft
húsmóðir í Rvík
Agnar Norðfjörð
hagfræðingur og eigandi Agnar & Co sem
annaðist útflutning og innflutning
Ása Jónsdóttir
húsmóðir í Rvík
Jóhannes Norðfjörð
úrsmiður í Rvík
Úr frændgarði Óttars M. Norðfjörð
Sverrir Norðfjörð
sjálfstætt starfandi arkitekt í Reykjavík
Braghendan er mjög skemmti-legur bragarháttur sem Ólaf-
ur Stefánsson lék sér að á Leirnum
á sunnudaginn:
Birta eykst en bragur týnist
burt í vindi,
þó að flest hér leiki’ í lyndi
lengur en nokkur til þess myndi.
Vetrar- hafa veðrin komið
válynd nokkur.
Hafa reynt á rif í okkur.
Rétt sem spáði Lási kokkur.
Ef að verður vetrartíð
svo vond til páska,
hætta verðum gríni’ og gáska,
gætum lent í sálarháska.
Best mun ráðið bjórinn þamba’
og blóta þorra.
Flétta lof til feðra vorra,
– með fjaðurstaf að hætti Snorra.
Á mánudag skrifaði Davíð Hjálm-
ar í Davíðshaga: „Þegar vel viðrar
á vetrardegi er tilvalið að leysa
vandamál daglegs lífs á gönguferð
um næsta nágrenni“:
Ég hélt út á hlykkjótta slóðina
með hugann við lífeyrissjóðina.
Það var hreint ekki bratt
en á hálu ég datt
því hundurinn skítur á lóðina.
Pétur Stefánsson orti á Boðn-
armiði:
Mín er lundin mild og kát,
margt er hér á seyði.
Á illviðrum er loksins lát,
ljómar sól í heiði.
„Dróttkveðin stilla“ segir
Gunnar J. Straumland og yrkir:
Þokuslæða þekur
þungan skafl við klungur,
föl er tó í felum,
frosin urt við mosa.
Skín á þunnu skæni
skálaform, á hálu
bjargi undir bergi
bærist ljós á glæru.
Ingólfur Ómar Ármannsson held-
ur sig við hringhenduna:
Brennur glóð í brjósti mér
bifast ljóðastrengur.
Bragahróður ætíð er
ástkær þjóðarfengur.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
rifjar upp gamla vísu:
Tólf eru á ári tunglin greið
til ber að þrettán renni.
Sólin gengur sína leið,
svo sem Guð bauð henni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skemmtilegar brag-
hendur og fleira gott