Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.2020, Blaðsíða 29
laun í sex mánuði í ár. Ertu með fleiri hugmyndir að bókum í koll- inum sem bíða eftir að komast á blað? „Já, ég fæ alltof margar hug- myndir og vildi óska að almanaks- árið væri lengra, markaðurinn stærri og ég jafnvel með fleiri sjálf til að koma þessu öllu frá mér í hendur lesenda. Hugmyndirnar eru endalaust að minna á sig og heimta að ég sinni þeim. Ég er að vinna að óhugnanlegum léttlestrarbókum fyrir Menntamálastofnun, er með hugmynd að unglingabók og hug- mynd að fallegri myndabók sem vonandi verður að veruleika í haust, því mig langar að fara að gera meira fyrir yngstu krílin,“ segir Bergrún Íris, sem hingað til hefur sjálf myndlýst allar sínar bækur. „Yfirleitt fæ ég hugmyndir sem myndir og ég byrja alltaf að leita að per- sónum bókanna í teikningu áður en ég byrja að skrifa. Mér finnst ég ekki vita hvernig persónan á að hljóma fyrr en ég veit hvernig hún lítur út. Það væri skemmtileg áskorun fyrir mig að vinna með öðrum myndhöfundi og skrifa eitthvað án þess að teikna það. Við eigum svo ótrúlega mikið af flottum og færum myndhöfundum hérlendis og því er óskalistinn minn eftir samstarfsfélögum langur,“ seg- ir Bergrún Íris og tekur fram að óskandi væri að myndhöfundar gætu fengið starfslaun listamanna líkt og aðrar stéttir. „Við höfum oft sent umsóknir í myndlistarsjóð, hönnunarsjóð og meira að segja í rithöfundasjóð en ekki fengið. Myndhöfundar fá ekki starfslaun. Ég vildi óska að mynd- lýsingar væru litnar sömu augum og önnur myndlist því þetta er engu minna merkilegt. Þetta er það sem þjálfar myndlæsi barnanna okkar og býr þau undir að fara á og njóta myndlistarsýninga í framtíðinni. Við verðum því að huga að grunninum og vera með vandað efni í barnabók- um sem og efni sem sýnir börnum veruleikann sem þau þekkja,“ segir Bergrún Íris. Starfið í mikilli óvissu „Ég vil byrja á því að þakka þann heiður sem mér og verki mínu er sýndur með þessari viðurkenningu,“ sagði Jón Viðar Jónsson í þakkar- ræðu sem Steingrímur Steinþórsson útgefandi flutti fyrir hans hönd á Bessastöðum í gærkvöldi. Í ræðunni benti Jón Viðar á að bókin væri fyrst og fremst afrakstur starfs hans við Leikminjasafn Íslands sem var stofnað 2003. „En illu heilli lagt niður í fyrra, jafnframt því sem safnkosturinn var færður undir Landsbókasafn og Þjóðminjasafn. Leikminjasafnið var í upphafi stofn- að af grasrótarsamtökum leiklistar- og leikáhugafólks til að bæta úr þeirri vanrækslu sem leiksögulegur arfur þjóðarinnar hafði þá sætt af hálfu ríkis, sveitarfélaga og annarra opinberra stofnana um alltof langt skeið. Framtíð þessa starfs er því í mikilli óvissu sem stendur og hörmuleg sú tilhugsun að aftur verði horfið til fyrra ástands. Myndi því fátt gleðja höfund þessarar bók- ar meira en ef útkoma hennar og sú upphefð, sem henni hefur nú veist, myndi leiða til þess að merki Leik- minjasafnsins yrði hafið á loft að nýju og starf þess endurreist í ein- hverri mynd.“ Í umsögn dómefndar um Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavík- ur 1925-1965 segir: „Hér eru helstu stjörnurnar í leiklistarsögu þjóðar- innar á fyrri hluta 20. aldar dregnar lifandi og skýrum dráttum og list þeirra gerð ítarleg og góð skil. Þrátt fyrir að bókin byggist á köflum um einstaka leikara og leiksögu þeirra gefur hún jafnframt samfellda og skýra mynd af fyrstu árum reglu- legrar leiklistarstarfsemi hér á landi, ekki aðeins á leiksviðinu sjálfu heldur einnig í útvarpi og á bak við tjöldin og er því mikilvægt framlag til leiklistarsögu okkar.“ Blaðamaður Morgunblaðsins sendi Jóni Viðari nokkrar spurn- ingar og spurði meðal annars hvort viðurkenningin hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Það voru margir verðugir kandidatar í þessum flokki að þessu sinni. Á hinn bóginn hafa öll við- brögð þeirra, sem á annað borð hafa lesið bókina og látið í sér heyra, ver- ið svo eindregið jákvæð að ég var farinn að trúa því að mér hefði tek- ist að skrifa allra sæmilegustu bók.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að skrifa einmitt þessa bók á núverandi tímapunkti? „Það var ekkert mikið seinna vænna að skrifa þessa bók. Fólk undir fimmtugu man fæst þessa leikara nema ef til vill í upptökum sem gefa ekki alltaf góða mynd af list þeirra. Þó verður þar að undan- skilja Þorstein Ö. Stephensen, Lár- us Pálsson og jafnvel Brynjólf Jó- hannesson sem til eru mjög góðar hljóðupptökur með. En um sviðslist þeirra höfum við aðeins þessar óbeinu heimildir, myndir, frásagnir samtímamanna og dóma af mismun- andi gæðum.“ Kallaði bókin á mikla rannsóknar- vinnu af þinni hálfu? „Ég hef í rauninni verið að safna efni til hennar í fjörutíu ár eða frá því ég kom fyrst til starfa í leikhús- inu, sem leiklistarstjóri Útvarps 1982. En fyrst og fremst er hún þó afrakstur starfs míns við Leikminja- safn Íslands frá 2002 til 2012. Í starfssamningi mínum við það var ákvæði sem heimilaði mér að stunda rannsóknir eftir því sem tími gæfist til frá daglegum rekstri safnsins, og það nýtti ég mér að sjálfsögðu.“ Hvaða lærdóm, ef einhvern, get- um við helst dregið af leiklistar- starfinu hérlendis á árunum 1925- 65? „Við getum meðal annars dregið af því þann lærdóm hversu miklu skiptir að hleypa erlendum áhrifa- völdum inn í íslenskt leiklistarlíf. Framan af var þetta leikhús afar vanburðugt, einkum var leik- stjórnarþátturinn veikur. En hann tók stökk fram á við þegar hingað komu erlendir fagmenn sem kunnu að gera strangar kröfur og lyftu leikhúsinu í raun á nýtt stig. Ég ætla ekki að telja hér upp nein nöfn, menn verða bara að lesa bókina til að sjá þetta.“ Leikstjórar með uppblásið egó Sérðu einhverjar hliðstæður milli leiklistarstarfs þessa tíma og dags- ins í dag? „Það hefur margt breyst, sumt til batnaðar, annað ekki. Leikstjórnar- veldið í íslensku leikhúsi er að mín- um dómi komið á nánast sjúklegt stig sem birtist meðal annars í því að það hirðir ekkert um að gefa bestu og hæfileikaríkustu leik- urunum nægt svigrúm til þroska. Allir sem hafa eitthvað fylgst með skrifum mínum vita að þetta er skoðun mín sem ég hef leitast við að sýna fram á með margvíslegum dæmum. Kannski er það af þessum sökum sem við eigum engan Þor- stein Ö. í dag, nú eða – svo við fær- um okkur til næstu kynslóðar á eftir – engan leikara sem að fjölhæfni jafnast á við til dæmis Róbert Arn- finnsson. Við eigum leikara sem á góðum degi geta gert frábæra hluti, en þeir góðu dagar eru sorglega sjaldgæfir og það er ekki leikur- unum að kenna heldur misvitrum leikhússtjórum og leikstjórum með uppblásið egó.“ Fyrir hverja hugsaðir þú bókina? „Bókin er skrifuð fyrir almenna lesendur sem á annað borð hafa áhuga á efninu. Nú, ef fræða- samfélagið svokallaða lætur svo lítið að taka nótís af henni, þá getur hún ef til vill orðið til að útvíkka sjón- deildarhring þess eitthvað lítillega. Þetta samfélag hefur að heita má vanrækt leiklistararf þjóðarinnar algerlega, til dæmis hefur Háskól- inn aldrei séð ástæðu til að stofna kennslu- og rannsóknarstöðu fyrir íslenskar sviðslistir.“ Ert þú farinn að leggja drög að næstu bók? „Ég á drög að ýmsu í fórum mín- um, en hvernig vinnst úr því, það verður tíminn að leiða í ljós.“ MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2020 Auk verðlaunaverksins Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis eftir Sölva Björn Sigurðsson sem Sögur útgáfa gefur út voru í flokki fagur- bókmennta tilnefndar (í stafrófs- röð höfunda): Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem Benedikt bókaútgáfa gefur út; Staða pundsins eftir Braga Ólafs- son sem Bjartur gefur út; Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem Bjartur gefur út og Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur sem Mál og menn- ing gefur út. Auk verðlaunaverksins Lang- elstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem Bókabeitan gefur út voru í flokki barna- og ungmennabóka tilnefndar: Nær- buxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og menn- ing gefur út; Nornin eftir Hildi Knútsdóttur sem JPV útgáfa gefur út; Egill spámaður eftir Lani Yama- moto sem Angústúra gefur út og Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggva- dóttur sem Iðunn gefur út. Auk verðlaunaverksins Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykja- víkur 1925-1965 eftir Jón Viðar Jónsson sem Skrudda gefur út voru í flokki fræðibóka og rita al- menns efnis tilnefndar: Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem Vaka- Helgafell gefur út; Síldarárin 1867- 1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem JPV útgáfa gefur út; Jakobína – saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem Mál og menning gefur út og Öræfa- hjörðin – Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur sem Sögufélag gefur út. Íslensku bókmenntaverðlaun- unum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaun- unum ekki skipt í flokka en til- nefndar alls 10 bækur. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skipt- ust í tvo flokka, fagurbókmenntir annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig héldust verðlaunin óbreytt til árs- ins 2013 að við bættist flokkur barna- og ungmennabóka. Alls hafa 72 höfundar hlotið verðlaunin í gegnum tíðina, þar af 22 konur og 50 karlar. Tveir höf- undar hafa hlotið verðlaunin þrisv- ar sinnum, það eru Andri Snær Magnason og Guðjón Friðriksson. Fjórir höfundar hafa hlotið verð- launin tvisvar, það eru Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hörður Ágústsson og Silja Aðal- steinsdóttir. Verðlaunað í þremur flokkum ALLS HAFA 72 HÖFUNDAR VERIÐ VERÐLAUNAÐIR Á 31 ÁRI ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARS TILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.