Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það gætir mjög mikillar óánægju með þetta,“ segir séra Jakob Rol- land, kanslari kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Breyting var gerð á lögum um skráningu einstaklinga um áramót- in. Hefur breytingin það í för með sér að trúfélög geta ekki annast skráningu fólks í félögin eins og ver- ið hefur. Nú er ætlast til þess að skráningin fari fram rafrænt með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. „Það er alltaf til fólk sem ekki er tölvuvætt og getur ekki notað tölvu eða snjallsíma. Eins hentar þetta illa útlendingum sem hingað koma og kunna ekki ís- lensku og kannski litla eða enga ensku. Þetta kemur sér mjög illa,“ segir Jakob. Jakob er talsmaður samráðsvett- vangs trúar- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Innan þess vettvangs er 21 trúfélag sem nær yfir 90% allrar trúfélagsaðildar landsmanna að hans sögn. „Það gætir mjög mikillar óánægju í öllum félögunum. Hér er verið að útiloka sumt fólk frá þjónustu hins opinbera. Ég held reyndar að enn sé hægt að ganga frá skráningu hjá Þjóðskrá eða sýslumönnum en það eru margir sem eiga erfitt með það líka. Það þarf alltaf að vera varaleið – þarna er verið að mismuna fólki.“ Jakob segir að nokkur trúfélög hafi kvartað yfir þessu til Þjóðskrár. Hann býst við því að skráningar í kaþólsku kirkjuna verði færri í jan- úar en þær voru í desember. Þá skráðu að hans sögn um 80 manns sig í kirkjuna og um 90% gerðu það á pappírseyðublöðum í kirkjunni. „Verið að útiloka fólk frá þjónustu hins opinbera“  Óánægja með breytt fyrirkomulag skráninga í trúfélög Jakob Rolland Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sambærileg loðnuvertíð og árin 2016-18 myndi skila um 0,5 prósent- um meiri hagvexti í ár en ella. Þessi ár nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 milljörðum og aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 milljarðar. Þær hagspár sem liggja til grundvallar fjárlögum 2020 gera ráð fyrir lítilli loðnuveiði. Verði aflabrestur má bú- ast við að hagvaxtarhorfur gætu versnað um allt að 0,2-0,3% að öðru óbreyttu, segir í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega átta milljörðum. Enn hefur loðna ekki fundist í nægilegu magni til að veiðar verði leyfðar á nýju ári, en frekari loðnuleit stendur yfir. Með meira en helming heimilda Aukin fjölbreytni útflutningsat- vinnuvega og vöxtur hagkerfisins undanfarin ár og áratugi gera það að verkum að aflabrestur í loðnu hefur ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Tekjur af loðnu dreifast hins vegar á fá fyrirtæki og sveitarfélög. Af því leiðir að afla- brestur getur haft talsverð stað- bundin áhrif, segir í fréttinni. Á það t.d. við í Fjarðabyggð og Vest- mannaeyjum en skip með skráða heimahöfn í þessum sveitarfélögum eiga meira en helming aflaheimilda í loðnu. „Ef gengið er út frá þeirri grófu nálgun að útflutningstekjur dreifist á byggðarlög í réttu hlutfalli við afla- hlutdeild sést að tæplega 6 ma.kr. útflutningstekjur af loðnu má rekja til Vestmannaeyja og tæplega 5 ma.kr. til Fjarðabyggðar,“ segir í frétt ráðuneytisins. Makríll og eldi vinna á móti Bent er á að sveitarfélög sem tengist uppsjávarveiðum reiði sig á fleira heldur en loðnuveiðar. Mörg þeirra séu t.a.m. umsvifamikil í mak- rílveiðum, en Alþjóðahafrannsókna- ráðið hefur lagt til að hámarksafli í makríl árið 2020 verði alls 922 þús- und tonn, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Mikil sókn sjókvíaeldis vinni einnig að einhverju leyti upp á móti aflabresti í loðnu á Austfjörð- um. Áætlað er að útflutningsverð- mæti eldisfisks hafi u.þ.b. tvöfaldast árið 2019 og numið um 25 millj- örðum króna. Talsverð staðbundin áhrif loðnubrests  Mest áhrif í Eyjum og Fjarðabyggð  Gæti munað 0,2-0,3% í hagvexti Útfl utningsverðmæti loðnu og afl ahlutdeildMeðaltal árin 2016-2018 efi r heimahöfn og sveitarfélögum 6 5 4 3 2 1 0 Útfl utnings- verðmæti ma.kr Ólafs- fjörður Grenivík Horna- fjörður Akureyri Vopna- fjörður Akranes Fjarða- byggð Vest- mannaeyjar 0,5 0,1 1,5 1,7 1,7 2,0 4,8 5,8Afl ahlutdeild eftir heimahöfnum Vestmannaeyjar, 32% Fjarðabyggð, 27% Akranes, 11% Vopnafjörður, 9% Akureyri, 9% Hornafjörður, 8% Önnur sveitarf., 3% H ei m ild : s tjo rn ar ra di d. is Fjöldi velunnara Bíó Paradísar mætti á samstöðufund í bíóinu síðdegis í gær. Hrönn Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins sem rekur kvikmyndahúsið, var meðal þeirra sem tóku til máls og skýrðu stöðuna. Fregnir af uppsögnum afgreiðslufólks og áform um lokun kvikmyndahússins 1. maí næstkomandi vegna hækkunar á leigu fyrir húsnæðið við Hverfisgötu hafa hreyft við áhugafólki. Bíó Paradís er talið gegna mik- ilvægu hlutverki fyrir kvikmyndaáhugafólk. Bíóið sýn- ir nýjar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk eldri mynda, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjöl- breyttum viðburðum. Fólkið vill Bíó Paradís áfram þótt kjarna starfseminnar hafi verið boðið í ný heimkynni í Kringlunni og Háskólabíói. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýna samstöðu með Bíó Paradís Fjöldi velunnara mætti á samstöðufund í Bíó Paradís Borgarstjórn samþykkti í gær að beina því til stjórnar Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu að farið verði yfir skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaganna Sorpu, Strætó og slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins. Horft verði bæði til inntaks stofn- samninga og framkvæmdar eigenda- stefnu byggðasamlaganna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu til að því yrði beint til eig- endahóps Sorpu að gera breytingar á stofnsamningi í þá veru að fjölga stjórnarmönnum borgarinnar en hún hefur nú aðeins einn af sex fulltrúum. Vísað var til skýrslu innri endurskoð- unar um að alvarlegir misbrestir hefðu orðið í upplýsingagjöf fram- kvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fé- lagsins vegna byggingar gas- og jarð- gerðarstöðvar í Álfsnesi. Stjórn í samræmi við eign Meirihlutinn í borgarstjórn flutti breytingartillögu við tillögu sjálf- stæðismanna sem felur í sér að farið verði yfir skipulag og stjórnarhætti þriggja byggðasamlaga. Í því efni verður hlutur Reykjavíkur skoðaður í samræmi við íbúafjölda og meiri- hlutaeign, að því er haft er eftir Þór- dísi Lóu Þórhallsdóttur, borgarfull- trúa Viðreisnar, sem flutti breyt- ingartillöguna. Tillagan var samþykkt með at- kvæðum meirihlutaflokkanna í borg- arstjórn og Sjálfstæðisflokksins en þrír fulltrúar úr minnihluta sátu hjá. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins kemur fram að þeir sam- þykki tillöguna í trausti þess að að- koma borgarinnar að stjórnum Sorpu og Strætó verði sem næst því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar. helgi@mbl.is Farið yfir skipulag byggðasamlaga  Rætt um að borgin taki meiri ábyrgð Morgunblaðið/Eggert Gufunes Mistök við stjórnun Sorpu draga dilk á eftir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.