Morgunblaðið - 05.02.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
50 ára Helgi er
Reykvíkingur, ólst
upp í Fossvogi og býr
þar. Hann er með
BS-gráðu í vélaverk-
fræði frá HÍ og MS-
gráðu frá DTU í
Kaupmannahöfn.
Helgi vinnur við hugbúnaðarþróun hjá
Lykli.
Maki: Elsa Margrét Finnsdóttir, f.
1971, vinnur hjá Dýrahjálp Íslands.
Börn: Arnar Ingi, f. 2000, og Rakel, f.
2002.
Foreldrar: Ágúst Karel Karlsson, f.
1932, d. 2018, vélstjóri og forstjóri hjá
Tryggingu hf., og Guðríður Sæmunds-
dóttir, f. 1931, d. 2009, húsmóðir. Þau
voru búsett í Reykjavík.
Helgi Þór
Ágústsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Taktu þér tíma fyrir sjálfa/n þig.
Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt
nágranninn sé á móti öllu, reyndu frekar
að skilja af hverju.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu ekki hanka þig á því að verða
tvísaga. Stíllinn skiptir máli og þú hefur
hann svo sannarlega. Haltu þínu sama
hvað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Of miklar upplýsingar gætu
flækt málin og komið í veg fyrir að þú
fyndir réttu lausnina. Gættu tungu þinnar
þegar þú svarar fólki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er eitthvað sem ruglar þig í
ríminu. Líttu ekki fram hjá því sem kemur
þér fyrst í hug, jafnvel þótt þér finnist
það út í hött.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvernig væri að rétta fram sátta-
hönd? Taktu af öll tvímæli um hvað þú
vilt og hvert þú stefnir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð góðar hugmyndir varð-
andi vinnuna í dag. Tryggðu þér sæti í
fremstu röð, þar sem menn veita þér og
þínum málum athygli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Til þín er leitað um forustu í ákveðnu
máli. Samt skaltu vera við öllu búin/n því
sumir vilja ekki gefa sín völd eftir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þegar kemur að aga ertu
ósigrandi. Þú færð hugljómun um hvað
tekur við hjá þér þegar þú hættir að
vinna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að leggja vel við
hlustir í öllum samskiptum þínum við
aðra í dag. Kláraðu það sem þú getur
sem allra fyrst, þá geturðu andað léttar í
kvöld.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það væri gaman að hóa sam-
an gömlu vinunum og eiga með þeim
kvöldstund og rifja upp gamlar minn-
ingar. Dagurinn á morgun hentar vel til
slíks.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft á öllum þínum hug-
arstyrk að halda í dag. Farðu á stað sem
þú hefur aldrei komið á áður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leggðu orku og áhuga í áform þín
svo þau verði pottþétt. Ekki láta í minni
pokann þótt það sé auðveldasta leiðin.
tískur ráðgjafi. „Vanalega eru tveir
til þrír starfsmenn hjá hverjum Evr-
ópuþingmanni en vegna stöðu Karen
Melchior sem þingflokksformanns
Haustið 2019 hóf Ásta störf hjá
danska Evrópuþingmanninum
Karen Melchior á Evrópuþinginu í
Brussel sem skrifstofustjóri og póli-
Á
sta Guðrún Helgadóttir
fæddist 5. febrúar 1990
í Reykjavík og ólst upp
að mestu á Seltjarnar-
nesi fyrir utan tvö ár í
Árósum þegar hún var 8-10 ára. „Ég
bjó fyrir ofan Iðunni, sem var þá
fataverslun, og eyddi miklum tíma
með afa og ömmu í búðinni sem barn,
en þau ráku búðina. Þetta var fjöl-
skyldufyrirtæki í þrjá ættliði og ég
var fjórði ættliðurinn til að vinna á
gólfinu.
Ég var í skylmingum frá því ég var
12 ára þangað til ég flutti út til Nor-
egs árið 2010. Ég vann þar við ýmis
verslunar- og þjónustustörf í eitt ár,
áður en ég ferðaðist um Tyrkland,
Íran og Georgíu, mestmegnis á putt-
anum, í tvo mánuði.“
Ásta gekk í Valhúsaskóla og síðar í
Menntaskólann í Reykjavík, þar sem
hún varð stúdent árið 2010 frá forn-
málabraut I. Hún var inspector
platearum eða hringjarinn í einn vet-
ur. Ásta stundaði nám í sagnfræði við
Háskóla Íslands frá 2011-2014 og
lauk BA-prófi þaðan. Hún fór í farsi-
nám í Teheran sumarið 2012 og í
Erasmus-skiptinám við Háskólann í
Varsjá veturinn 2012-2013. Vorið og
sumarið 2013 var hún í starfsnámi á
skrifstofu Ameliu Andersdotter Evr-
ópuþingmanns á Evrópuþinginu.
Eftir alþingiskosningar 2013 hlaut
Ásta kjör sem varamaður Jóns Þórs
Ólafssonar. „Árið 2014 flutti ég til
Berlínar og 2015 var ég á milli Lond-
on, Brussel og Berlínar að vinna fyrir
Democratic Society, en það eru fé-
lagasamtök sem vinna að því að
virkja lýðræði og lýðræðislega þátt-
töku í Evrópu og víðar.“ Haustið
2015 tók Ásta sæti á Alþingi og hlaut
endurkjör á þingi fyrir Pírata 2017
en bauð sig ekki aftur fram í kosning-
unum 2017.
Ásta hóf nám við Oxford Internet
Institute árið 2018. Samhliða vann
hún sem ráðgjafi m.a. við verkefni
hjá Chatham House um lýðræði á
tímum stafrænna miðla. Hún útskrif-
aðist haustið 2019 frá Oxford og
hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir
meistararitgerðina sína sem fjallaði
um sjálfvirka stjórnun efnis á sam-
félagsmiðlum.
laganefndar á Evrópuþinginu erum
við fjögur auk starfsnema. Við erum í
samskiptum við flokkinn hennar
heima fyrir og í nefndum og sem
skrifstofustjóri hef ég umsjón með
þessu. Þetta er mjög áhugavert og
krefjandi starf og ég fæ að kynnast
öllum hliðum Evrópusambandsins.
Svo er mjög gaman að vera í þessu
alþjóðlega umhverfi í Brussel og
mikið rennerí líka af Íslendingum
hérna.“
Áhugamál Ástu eru prjónaskapur,
lestur og að passa uppáhaldshundinn
sinn. „Jólin 2018 spurði fyrrverandi
kollegi minn hvort ég gæti passað
hundinn Lubba, sem er 11 ára golden
retriever, og síðan þá höfum við
Lubbi verið bestu vinir. Þegar ég
kem til landsins fæ ég oft að passa
hann, sama hvort hann þarf pössun
eður ei, hann er orðinn eins konar
„kjör-hundurinn“ minn!
Ég hef alla tíð verið náin föðurafa
og -ömmu, enda ólst ég meira og
minna upp í búðinni hjá þeim. Við afi
og amma höfum líka ferðast mikið
Ásta Guðrún Helgadóttir, skrifstofustjóri og pólitískur ráðgjafi Karen Melchior – 30 ára
Í Yazd í miðhluta Írans „Þetta var í fyrsta skipti sem ég braut lögin í Íran með því að laumast til að taka sjalið af
hárinu á mér þegar ég hélt að enginn sæi til en þarna var 50 stiga hiti. Mér þykir því alltaf vænt um þessa mynd.“
Starfar á Evrópuþinginu
Parið Stefán og Ásta. Vinirnir Ásta og Lubbi.
40 ára Hera er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Laugarnesinu og býr í
Laugardalnum. Hún er
með BA-gráðu í
mannfræði frá Há-
skóla Íslands og MA-
gráðu í hagnýtri
menningarmiðlun frá HÍ. Hera er ungliða-
og aðgerðastýra hjá Íslandsdeild
Amnesty International.
Maki: Einar Helgason, f. 1988.
Systkini: Lára Sigurðardóttir, f. 1985, og
Númi Sigurðarson, f. 1987.
Foreldrar: Hanna Halldórsdóttir, f. 1961,
leikskólastjóri á Laugasól, búsett í
Reykjavík, og Sigurður H. Ragnarsson, f.
1960, húsasmíðameistari, búsettur í
Hafnarfirði.
Hera
Sigurðardóttir
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Til hamingju með daginn
Mosfellsbær Björn
Óli Þorsteinsson
fæddist 3. febrúar
2019 kl. 9.49. Hann vó
3.908 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans
eru Thelma Rut Mort-
hens og Þorsteinn
Ólafsson.
Nýr borgari