Morgunblaðið - 05.02.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM
ÖRYGGISHNAPPUR
SECURITAS
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Landsréttarmálið svonefnda, mál
Guðmundar Andra Ástráðssonar
gegn íslenska ríkinu, verður tekið
fyrir í yfirrétti Mannréttindadóm-
stóls Evrópu (MDE) í Strassborg í
dag.
Hinn 5. febrúar í fyrra fór fram
skriflegur málflutningur í málinu
fyrir undirrétti. Dómur var kveðinn
upp 12. mars í fyrra en undirréttur
taldi slíka annmarka á skipan dómara
í Landsrétt að stefnandi, Guðmundur
Andri, hefði ekki notið réttlátrar
málsmeðferðar fyrir réttinum. Fimm
dómarar af sjö voru þessarar skoð-
unar en tveir dómaranna skiluðu sér-
áliti. Þeir voru ósammála meirihlut-
anum. Eftir að dómurinn féll sagði
Sigríður Á. Andersen af sér sem
dómsmálaráðherra. Sigríður verður
viðstödd réttarhöldin sem hefjast
klukkan 8.15 að íslenskum tíma.
Höfðu frest til 11. nóvember
Hinn 9. apríl óskaði íslenska ríkið
eftir því að yfirréttur endurskoðaði
málið og hinn 9. september féllst
dómstóllinn á að taka málið fyrir í
yfirrétti. Málsaðilar höfðu frest til 11.
nóvember til að skila greinargerð en
um það leyti var greint frá því að ís-
enska ríkið hefði fengið breska lög-
manninn Timothy Otty til að flytja
málið fyrir hönd Íslands. Hann og
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur
ríkislögmaður, skipta mér sér mál-
flutningnum. Fær hvor málsaðili 30
mínútur og dómarar geta spurt
spurninga í kjölfarið. Reiknað er með
10 mínútum í spurningar fyrir hvorn
málsaðila. Íslenska ríkið sótti um
lengri tíma til málflutnings, eða 45
mínútur, en dómstóllinn hafnaði því.
Líka í yfirrétti
Róbert Spanó, annar tveggja vara-
forseta MDE, mun sitja í yfirrétti við
meðferð málsins, líkt og hann gerði í
undirréttinum í fyrra.
Það er samkvæmt reglum MDE
um að lögmaður aðildarríkis, í þessu
tilviki Róbert, sitji bæði í undirrétti
og yfirrétti við meðferð máls.
Þriðju aðilar hafa heimild til að
skila inn greinargerð innan þriggja
mánaða frá því dómstóllinn samþykk-
ir að taka fyrir mál í yfirrétti. Hefur
dómstóllinn samþykkt greinargerðir
mannréttindasamtaka í Póllandi,
pólskra stjórnvalda og umboðsmanns
í Georgíu. Greinargerð Sigríðar var
hins vegar ekki samþykkt enda hefði
hún ekki verið lögð fram innan tilskil-
ins tímafrests.
MDE hafnaði beiðni íslenska ríkisins
Mannréttindadómstóllinn í Strass-
borg féllst ekki á lengri málflutning
Ljósmynd/MDE
Í Strassborg Mannréttindadómstóllinn vísar fáum málum til yfirréttar.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Reikna má með að nýr ríkissátta-
semjari verði skipaður á allra næstu
dögum samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Gissuri Péturssyni,
ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu-
neytisins, í gær. Sérstök ráðgefandi
hæfnisnefnd sem fór yfir umsóknirn-
ar hefur skilað áliti sínu á umsækj-
endum og er Ásmundur Einar Daða-
son félagsmálaráðherra kominn með
það inn á sitt borð en hann skipar í
embættið.
Fulltrúar Alþýðusambands Ís-
lands og Samtaka atvinnulífsins, þau
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Eyjólf-
ur Árni Rafnsson, formaður SA, sátu
í nefndinni auk Gissurar Pétursson-
ar. Skiluðu ASÍ og SA tillögum sín-
um fyrir skömmu skv. upplýsingum
blaðsins en ekki fengust upplýsingar
um hvort þær voru einróma.
Auglýst var eftir umsóknum um
starf ríkissáttasemjara í nóvember
sl. þegar Bryndís Hlöðversdóttir rík-
issáttasemjari sagði starfi sínu lausu
til að taka við embætti ráðuneytis-
stjóra í forsætisráðuneytinu frá og
með seinustu áramótum. Umsóknar-
frestur rann út 20. desember og
sóttu sex umsækjendur um starfið.
Þau eru Aðalsteinn Leifsson fram-
kvæmdastjóri, Gylfi Arnbjörnsson,
hagfræðingur og fyrrv. forseti ASÍ,
Herdís Hallmarsdóttir lögmaður,
Lara De Stefano þjónn, Ólafur Þor-
steinn Kjartansson ráðgjafi og
Rannveig S. Sigurðardóttir, hag-
fræðingur og varaseðlabankastjóri.
Unnið í nánu samstarfi
Ráðherra skipar ríkissáttasemj-
ara til fimm ára í senn og greindi
ráðuneytið frá því þegar embættið
var auglýst að mat á hæfni þess sem
skipaður verður í starfið yrði unnið í
nánu samstarfi við helstu hagsmuna-
aðila á vinnumarkaði. Við skipun
fyrri ríkissáttasemjara hefur ráð-
herra sem fer með skipunarvaldið
ávallt haft samráð við heildarsamtök
á vinnumarkaði áður en hann
ákveður hver verður fyrir valinu og
jafnvel sérstök valnefnd skilað til-
lögu til hans, en eftir því sem næst
verður komist hefur það ekki gerst
áður að æðstu forystumenn ASÍ og
SA séu fengnir til að meta umsókn-
irnar með formlegum hætti í ráðgef-
andi hæfnisnefnd líkt og nú er gert.
Niðurstaða á
næstu dögum
Ráðherra er með tillögur ASÍ og SA
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alls búa 95% landsmanna í þéttbýli,
en 5% í strjálbýli. Í byrjun síðustu
aldar var raunin talsvert önnur
þegar tæplega fjórðungur, eða
24%, bjó í þéttbýli. Breytingin er
enn meiri sé farið aðeins lengra aft-
ur í tímann og miðað við árið 1880
en þá var hlutfall þeirra sem
bjuggu í þéttbýli aðeins 11%. Þetta
er meðal þess sem fram kemur í
frétt Hagstofunnar um bú-
setuþróun.
Miklar þjóðfélagsbreytingar
Miklar þjóðfélagsbreytingar á Ís-
landi felast á bak við þessar tölur
sem m.a. fólu í sér búferlaflutninga
úr sveitum landsins til þéttbýlis-
staða víðs vegar um land samhliða
umbreytingu atvinnulífsins frá
landbúnaði, sem aðalatvinnuvegar
landsmanna í gegnum aldirnar, yfir
í sjávarútveg, iðnað og þjónustu.
Fjöldi íbúa á Íslandi var mun
minni fyrir rúmum 100 árum held-
ur en nú er og byggðakjarnar að
sama skapi færri. Þannig voru þeir
sem bjuggu í þéttbýli árið 1880 um
8.600 manns í 47 byggðakjörnum,
bæði smáum og stórum, en um
64.000 manns í strjálbýli sem í flest-
um tilfellum voru bæir í sveit.
Meirihluti í þéttbýli 1922
Fram til aldamóta 1900 var þétt-
býlismyndun nokkuð hröð sem sést
á því að íbúum í alls 66 þéttbýlis-
kjörnum hafði þá fjölgað í 18.800. Á
sama tíma hafði íbúum í strjálbýli
fækkað að höfðatölu, voru þá
komnir niður í 59.400, og hlutfallið
orðið 76% af landsmönnum. Þegar
kom fram á árið 1922 var svo komið
að meirihluti landsmanna bjó í þétt-
býliskjörnum en þá voru þéttbýlis-
kjarnarnir 74 að tölu.
Þessar mannfjöldabreytingar og
þróun atvinnulífs héldu svo áfram
næstu áratugina og árið 1982 var
svo komið að rúmlega 90% lands-
manna bjuggu í þéttbýli, eða
212.400 manns, og var fjöldi þétt-
býliskjarna kominn í 101. Þar með
var tala íbúa í strjálbýli komin und-
ir 10% mörkin og íbúafjöldinn þar
um 23.000.
Á síðustu áratugum hefur þróun-
in haldið áfram hægt og bítandi og
eru þéttbýlisbúar í dag um 95%
landsmanna í 106 þéttbýliskjörnum
á móti 5% sem búa í strjálbýli, að
því er fram kemur á vef Hagstof-
unnar.
Um 5% landsmanna
búa nú í strjálbýli
Hlutfall íbúa í þéttbýli og strjálbýli 1880-2018
1880 1890 1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
89%
11%
95%
5%
Íbúar í strjálbýli
Íbúar í þéttbýli og byggða-
kjörnum með 50 íbúa eða fl eiri
Um 8.600 manns
bjuggu í þéttbýli
árið 1880
338 þúsund manns bjuggu í þéttbýli árið 2018
H O T E L
Heimild: Hagstofan
Um 95% landsmanna búa í 106 þéttbýliskjörnum
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Húsavík Söltunarstúlkur fá sér kaffi
í hléi frá síldarsöltun upp úr 1950.