Morgunblaðið - 05.02.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Það er ekkert nýtt að
ungt fólk er móttæki-
legt fyrir boðskap frá
þeim sem eru á svipuðu
aldursbili og það sjálft.
Ástæðan er sú að ung-
menni samsama sig
öðrum ungmennum,
gefa orðum þeirra oft
frekar gaum en orðum
fullorðinna og eru
óhrædd við að tjá sig í
félagsskap jafnaldra.
Þetta er það sem oft er kallað tvö-
föld virkni Jafningjafræðslunnar,
samræðurnar annars vegar og
virkni fyrirmynda hins vegar.
Í borgarstjórn 4. febrúar lagði ég
fram tillögu um að víkka út Jafn-
ingjafræðslu Reykjavíkurborgar og
jafningjafræðslu almennt séð. Til-
lagan gengur út á nokkrar breyt-
ingar. Í fyrsta lagi er lagt til að
fjölga stöðugildum Jafningjafræðsl-
unnar um tvö. Í öðru lagi er lagt til
að skoðað verði hvort hægt er að
virkja eldri grunnskólanema til að
miðla tómstundum/leikjum, listum
og verklegum greinum. Þeir myndu
þá kallast þjálfarar frekar en fræð-
arar.
Fræðarar Jafningjafræðslunnar
sem heyra undir íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkurborgar eru
nú 11. Þeir fræða ungmenni um það
sem endurspeglar unglinga- og ung-
mennamenningu hvers tíma. Nú
anna fræðarar ekki eftirspurn og
skortur er á fræðurum yfir vetr-
artímann. Markmiðið með fjölgun
stöðugilda er að Jafningjafræðslan
geti unnið meira í samræmi við regl-
ur um Jafningjafræðslu sem er „að
starfa allt árið um kring og heim-
sækja félagsmiðstöðvar, grunn-,
framhalds- og vinnuskóla“.
Jafningjaþjálfarar
Í tillögunni er lagt til að aldursbil
„fræðara“ færist neðar og kallist
þeir þá jafningjaþjálfarar. Þjálfun
yngri jafningjaþjálfara er annars
eðlis en fræðara Jafningjafræðsl-
unnar enda um að ræða önnur svið.
Þeirra hlutverk væri eingöngu að
þjálfa/miðla svo sem í tómstundum,
leikjum, (spila á spil, hljóðfæri,
syngja), leiklist, hönnun, saumum,
teikningu, málun, leirun, dansi
(street dans, fortnite, zumba, hip-
hop), jóga, skapandi hreyfingu eða
öðru sem barn telur sig hafa færni í
og langar til að miðla. Ávallt skal
þess þó gætt að ungmenni verði
aldrei sett í aðstæður sem þau ráða
ekki við eða líður illa í.
Meðal grunnskólanema býr mikil
færni á ýmsum sviðum og finnst
borgarfulltrúa Flokks fólksins það
eftirsóknarvert að skoða hvort þeir
hafi áhuga á að miðla til annarra
barna sem vilja meðtaka og læra.
Þjálfun yngri þjálfara gæti tengst
sérstökum tóm-
stundadögum í skól-
um/félagsmiðstöðvum
eða á þemadögum,
sem dæmi um nálgun.
Slíkir dagar krefjast
skipulagningar og
samvinnu þeirra sem
að því koma (nem-
endur, kennarar og
starfsmenn fé-
lagsmiðstöðva). Á slík-
um dögum þyrftu allir
að fá tækifæri.
Í reglum um Jafn-
ingjafræðslu eru sett fram metn-
aðarfull markmið sem ná yfir stórt
svið. Fræðslan einskorðast þó núna
að mestu við fræðslu sem miðar að
því að styrkja sjálfsmynd og byggja
upp sjálfstraust og öryggi. Sá þáttur
getur eingöngu verið í höndum eldri
fræðara sem hafa gengið í gegnum
strangt ráðningarferli og þriggja
vikna undirbúningsnámskeið.
Fræðarar eru einnig
námsmenn
Jafningjafræðarar fræða ung-
menni í Vinnuskólanum á sumrin.
Flestir fræðarar Jafningjafræðsl-
unnar eru í námi á veturna. Þegar
þau (fræðararnir) eru byrjuð í skól-
anum hafa þau ekki haft eins mikinn
tíma til að sinna fræðslunni og til að
geta það hafa þau þurft að fá frí úr
tímum. Starfsemin eins og hún er í
dag er langt því frá fullnýtt ef tekið
er mið af reglum um Jafningja-
fræðsluna.
Til að fræðarar Jafningjafræðsl-
unnar hafi meiri tíma til að sinna
fræðslunni er mikilvægt að athuga
hvort hægt sé að semja við þar til-
bær yfirvöld hvort vinna fræðaranna
gefi einingar í sálfræði- eða fé-
lagsfræðiáföngum. Mælst er til að
íþrótta- og tómastundaráð eigi
frumkvæði að slíku samtali við fram-
haldsskólanna/menntayfirvöld.
Hugmyndafræði jafningjafræðslu
er gulls ígildi. Grundvöllur jafn-
ingjafræðslu er að sá sem kennir og
sá sem meðtekur hafi svipaðan
reynsluheim. Borgarfulltrúa Flokks
fólksins finnst mikilvægt að fleiri
geti notið góðs af, bæði sem fræð-
arar/miðlarar og einnig sem meðtak-
endur.
Jafningjafræðsla
gulls ígildi
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún
Baldursdóttir
» Lagt er til að virkja
unglinga til að
miðla tómstundum,
leikjum, listum og
verklegum greinum.
Unglingar myndu þá
kallast þjálfarar frekar
en fræðarar.
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Ljósmynd/Barnaheill
Viðurkenning Mynd tekin 2012 á árunum sem greinarhöfundurvar formað-
ur Barnaheilla, Save the Children á Íslandi. Þetta ár veittu Samtökin Jafn-
ingarfræðslunni viðurkenningu Barnaheilla.
Dagana 3.-7. febrúar
2020 standa Tann-
læknafélag Íslands og
Embætti landlæknis
fyrir árlegri tannvernd-
arviku.
Áherslan að þessu
sinni verður vitund-
arvakning um gler-
ungseyðandi áhrif
orkudrykkja.
Neysla á slíkum
drykkjum hefur aukist gríðarlega
undanfarin ár og þá sérstaklega með-
al ungs fólks. Búðahillurnar sem áð-
ur innihéldu gosdrykki eru nú upp-
fullar af nýjum tegundum orku- og
íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru
markaðssettir sem heilsuvara og fyr-
ir fólk sem hugsar um heilsuna.
Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af
þessari þróun enda eru þessir drykk-
ir mjög skaðlegir tannheilsunni.
Orkudrykkir eru glerungseyðandi
og mjög skaðlegir fyrir tennur.
Hvort drykkurinn er glerungseyð-
andi hefur ekkert með sykurinnihald
að gera heldur sýrustig. Sykurlausir
orkudrykkir eru því jafn glerungs-
eyðandi og þeir sykruðu.
Hvaða hlutverki
gegnir glerungur?
Glerungur er ysta lag tanna. Hann
er harðasta efni líkamans og virkar
sem varnarskel tannarinnar. Ef gler-
ungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt
og þétt. Eftir því sem glerungurinn
eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir
öllu áreiti eins og hita, kulda og tann-
skemmdum. Eyðingin
er varanleg því gler-
ungur myndast aldrei
aftur á tönn.
Hvað er glerungs-
eyðing?
Við neyslu á súrum
drykkjum fellur sýru-
stigið í munni. Við lágt
sýrustig eyðist gler-
ungur tanna. Munn-
vatnið gegnir mikil-
vægu hlutverki við að
koma sýrustiginu aftur
í eðlilegt horf. Eftir því
sem neyslutímabil drykkjarins er
lengra því erfiðara er fyrir munn-
vatnið að sinna þessu varn-
arhlutverki sínu.
Hvað er í orkudrykkjum sem
gerir þá glerungseyðandi?
Lengi vel var talið að kolsýra væri
orsakaþátturinn hvað varðar gler-
ungseyðingu. Rannsóknir hafa hins
vegar sýnt að það eru sýrur sem eru
notaðar til að auka endingu drykkj-
anna sem eru glerungseyðandi. Þess-
ar sýrur eru sítrónusýra og fosfór-
sýra. Ef drykkir innihalda þessar
sýrur getur maður gengið að því vísu
að þeir hafi lágt sýrustig og eru því
að öllum líkindum glerungseyðandi.
Neyslumynstur
Rannsóknir hafa sýnt að neyslu-
mynstur hefur mikið að segja um
hversu mikil glerungseyðing verður.
Ef drykkjanna er neytt yfir langt
tímabil og sífellt verið að taka sopa
og sopa viðhelst súra ástandið í
munninum og glerungseyðingin
verður meiri fyrir vikið. Best er að
sleppa því að drekka súra drykki en
ef þeir eru drukknir er best að gera
það hratt og með mat. Einnig má
notast við rör sem beinir sýrunni frá
tönnunum.
Óeðlileg markaðssetning
Fagfólki svíður mjög hve villandi
markaðssetning orkudrykkja er.
Auglýsingar eru tíðar, oft er afreks-
íþróttafólk fengið til að auglýsa
drykkina. Þeir eru markaðssettir
sem heilsuvara og fyrir fólk sem er
umhugað um heilsuna. Nú til dags
fer ungt fólk vart í líkamsrækt án
þess að drekka súran drykk. Slík
markaðssetning er auðvitað mjög
villandi og hreint út sagt kolröng.
Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á
líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir
börn og unglinga. Mikilvægt er að
foreldrar átti sig á skaðsemi orku-
drykkja og leiðbeini börnum sínum.
Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti
svaladrykkurinn er auðvitað íslenska
vatnið.
Hvað þarf að passa
upp á eftir neyslu?
Alls ekki bursta tennur beint eftir
neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir
neyslu er glerungurinn sérstaklega
viðkvæmur og tannburstun getur
stuðlað að aukinni glerungseyðingu.
Eftir neyslu á súrum drykkjum er
gott að skola munn með vatni og
borða kalkríka færðu eins og ost eða
drekka mjólk til að sýrustigið í
munninum nái fyrr að komast í eðli-
legt horf.
Sykurlausir orkudrykkir
alveg jafn glerungseyðandi
og þeir sykruðu
Eftir Jóhönnu
Bryndísi
Bjarnadóttur
» Lögð verður áhersla
á glerungseyðandi
áhrif orkudrykkja í ár-
legri tannverndarviku
Tannlæknafélags Ís-
lands og Embættis
landlæknis
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir
Höfundur er formaður
Tannlæknafélags Íslands.
formadur@tannsi.is
Atvinna
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
HSRETTING.IS
547 0330
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu