Morgunblaðið - 05.02.2020, Side 17

Morgunblaðið - 05.02.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020 Hringferðin 2020 hefst í Reykjavík á fimmtudag — opinn fundur á Restaurant Reykjavík kl. 18.00 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer í árlega hringferð um landið á næstu vikum, þar sem allir þingmenn flokksins fara saman til funda vítt og breitt um öll kjördæmi landsins. Fundirnir eru með óformlegu sniði og miðast við að sem flestir geti náð tali af þingmönnunum á sínum heimavelli og rætt það sem mestu máli skiptir á hverjum stað. Hringferðin í ár hefst með opnum fundi í hjarta höfuðborgar- innar, á Restaurant Reykjavík við Vesturgötu 2. Fundurinn stendur yfir frá kl. 18.00 til 19.00 Allir velkomnir! SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN „Þegar ég nota orð,“ sagði Humpi í Lísu í Undralandi, „þýða þau það sem ég vil að þau þýði.“ Þannig er það líka í raunveruleikanum. Orð breytast eftir notkun og tilgangi og ýmsir frasar myndast sem festast við stéttir, flokka eða bara ein- staklinga, þannig að menn vita stundum fyrirfram hvernig viðkom- andi muni botna setninguna. Þetta er ekki mjög skemmtilegt, en ræðumennska og fjölbreyttur stíll virðist ekki vera metnaðarmál, hvorki hjá stjórnmálamönnum né sérfræðingum. Það fræðiorð sem hvað oftast hefur heyrst nýlega er „sviðsmyndir“ sem táknar þá mögu- leika sem eru í stöðunni hverju sinni. Skiljanlegt en ekki persónulegt. Þá er orðið „lausnamiðaður“ sem er beint úr pólitíkinni og eiginlega eyrnamerkt vissum stjórnmála- flokki. Mjög ópersónulegt. Vildi ekki sjá það í minningargrein. Eins er með „gáruáhrif“. Ekki mjög skýrt. Sóknarfæri er líka þurrt, leiðinlegt og ofnotað. Uppáhaldsnýyrði mitt er „flug- viskubit“. Það er fyndið og segir það sem segja á. Snöggtum betra en hamfarahlýnun. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Nútjáningar Flugviskubit Eru sumir flugvisku- bitnari en aðrir? Hinn 31. janúar síð- astliðinn voru 75 ár lið- in síðan kennsla hófst í tannlækningum hér á landi, fyrst í lækna- deild, en síðar í sjálf- stæðri tannlæknadeild, sem nú er hluti Heil- brigðisvísindasviðs Há- skólans. Fyrstu hugmyndir að tannlæknakennslu á Íslandi munu hafa komið fram á fundi í Læknafélaginu árið 1927. Frum- mælendur voru Brynjólfur Björnsson tannlæknir og Gunnlaugur Claessen læknir. Báru þeir fram tillögu um að nauðsynlegt væri að taka upp tann- læknakennslu vegna erfiðleika að sækja slíkt nám erlendis. Ekki var einhugur um málið á fundinum og töldu margir duga að auka fræðslu um tannlækningar í almennu lækna- námi og kenna læknum að draga tennur! Meirihlutinn samþykkti þó að skora á ríkisstjórnina að veita tann- læknanemum námsstyrki og tryggja námsstaði erlendis. Ályktunin var send Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem þá hafði nýverið tekið við ráðherra- embætti, hann ritaði í framhaldinu þáverandi landlækni bréf um að tek- ist hefði að tryggja árlega einum Ís- lendingi skólavist við Hafnarháskóla. Mun þetta loforð hafa gengið eftir fram til 1939 þegar seinni heimsstyrj- öldin braust út. En aðalhvatamaðurinn að tann- læknakennslu hér á landi var sá framsýni maður Vilmundur Jónsson, landlæknir og alþingismaður. Flutti hann frumvarp á Alþingi um að upp skyldi tekin tannlæknakennsla við læknadeild HÍ og var það samþykkt sem lög árið 1941. Í langri greinagerð með frumvarpinu segir „að meðan yfir 150 læknar væru starfandi hér á landi væru einungis 11 starfandi tannlæknar á landinu öllu, eða einn tannlæknir á ellefu þús- und íbúa. Styngi lækna- fjöldinn hér á landi mjög í stúf við tann- læknaskortinn sem hér væri svo mikill að þess myndi engin dæmi í sæmilegum menningarlöndum“. Vil- mundur telur einnig í greinargerðinni að ekki verði ráðið fram úr tann- læknaskortinum fyrr en upp verði tekin kennsla í tannlækningum hér á landi á sama hátt og ráðin var bót á læknaleysinu á sínum tíma. Vilmund- ur hafði líka gert sér grein fyrir að tannlæknakennslu yrði ekki komið á hér á landi nema til fengjust mennt- aðir kennarar. Hann hafði því áður stuðlað að því að ungur nýútskrifaður læknir, Jón Sigtryggsson, færi til Kaupmannahafnar í framhaldsnám í tannlækningum. Af mörgum ástæðum hófst námið ekki fyrr en undir stríðslok og ein- ungis þrír nemendur í fyrsta hópnum, þeir Þorsteinn Ólafsson, tengdasonur landlæknis, tannlæknir í Reykjavík, Baldvin Ringsted á Akureyri og Ólaf- ur Thorarensen í Vestmannaeyjum. Í byrjun var námið einungis tvö ár að loknu miðhlutaprófi í læknisfræði. Líklega hefur það fyrirkomulag verið pólitísk refskák landlæknis til að koma tannlæknakennslunni á fót, enda var fljótlega horfið frá þessu fyrirkomulagi. Bæði var erfitt að fá læknanema sem áttu einungis eftir tvö ár til kandidatsprófs til að snúa yfir í tannlækningar og ekki síður að tveggja ára sérhæfing í tannlækning- um þótti ekki nægileg. Kennarar voru upphaflega tveir, próf. Jón Sigtryggsson sem kenndi öll klínísk fög og Guðmundur Hraun- dal sem kenndi tannsmíði. Jóhann Finnsson dósent hóf síðan kennslu 1951. Í upphafi var tannlæknadeildin til húsa í norðurendanum á efstu hæð í aðalbyggingu Háskólans, en flutti árið 1959 í kjallara Landspítalans. Var námið þá lengt í sex ár, sérhæf- ing jókst og klínískum kennurum fjölgaði og önnur kynslóð kennara hóf störf. Má þar fremstan nefna próf. Örn Bjartmars Pétursson, sem hóf störf 1959, Þórð Eydal og Guðjón Ax- elsson auk Jónasar Thoroddsen og Rósars Eggertssonar sem sáu um preklíníska kennslu. Tannlæknadeild flutti í núverandi húsnæði, Læknagarð eða Tanngarð eins og húsið er oft kallað, árið 1983, sem var þá einhver nútímalegasta og best búna tannlæknadeild í heimi. Auk tannlæknakennslunnar fer þar einnig fram kennsla aðstoðarfólks og tannsmiða. Kom þá til starfa þriðja kynslóð ungra kennara með góða sér- fræðimenntun að utan, flestir frá Bandaríkjunum. Var námið þá veru- lega nútímavætt af miklum metnaði í öllum greinum tannlæknisfræðinnar eins og best gerðist í heiminum. Árgangar tannlæknanema eru það fámennir að hluti kennslunnar getur farið fram með persónulegri hætti en í stærri skólum auk þess sem hérna er stúdentunum kennt beint af fær- ustu sérfræðingum, ekki aðstoðar- kennurum. Þeir mörgu tannlæknar sem hafa farið í framhaldsnám við er- lenda háskóla bera þessu órækt vitni. Á þessum 37 árum í Tanngarði hafa að sjálfsögðu margir komið að starf- semi deildarinnar sem of langt mál yrði að minnast hér, en miklar mannabreytingar hafa orðið á allra síðustu árum. Má því segja að fjórða kynslóð kennara hafi tekið við. Á þessum 75 árum sem liðin eru síðan tannlæknakennsla hófst hefur allt þjóðlíf gjörbreyst. Fyrir stríð vor- um við með fátækustu löndum álf- unnar, en nú erum við með þeim rík- ustu og Íslendingar eiga völ á því besta í tannlæknisþjónustu sem ger- ist í heiminum. Um og eftir miðja síð- ustu öld voru tannskemmdir barna og unglinga mjög algengar og algengast að eldri borgarar væru með gervi- tennur. Árið 1986 var framkvæmd á vegum tannlæknadeildar stór rann- sókn á tannheilsu barna og unglinga á Íslandi. Kom þá í ljós að íslensk börn áttu heimsmet í tannskemmdum. Frá þessum tíma hefur orðið mikill árang- ur í tannvernd og tannheilbrigði orðið svipað og í grannlöndunum. Íslend- ingar lifa einnig allra þjóða lengst og sífellt stærri hópur heldur tönnum sínum alla ævi. Fram yfir síðustu aldamót voru tannlækningar barna og unglinga stóri þátturinn í starfi flestra tannlækna, en í framtíðinni er því líklegt að það verði aftur á móti tannheilsuþjónusta fullorðinna og aldraðra. Þegar við nú lítum yfir farinn veg getum við óhikað státað af því að eiga einhverja best menntuðu og færustu tannlæknastétt í heimi. Tannlæknakennsla á heimsmælikvarða Eftir Sigfús Þór Elíasson » Íslendingar lifa einn- ig allra þjóða lengst og sífellt stærri hópur heldur tönnum sínum alla ævi. Sigfús Þór Elíasson Höfundur er prófessor emeritus og fyrrverandi forseti tannlæknadeildar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.