Morgunblaðið - 05.02.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1949. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 24. janúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Krist-
inn Ágústsson
prentari, f. 9.9.
1917, d. 1.3. 1993
og Halldóra Ólöf
Guðmundsdóttir, f. 21.9. 1914,
d. 17.6. 1989. Bræður Mar-
grétar voru Sigurður Grétar, f.
5.1. 1939, d. 20.12. 2014, Þórir
Ágúst, f. 18.10. 1944, d. 6.11.
1944 og Þórir Ágúst, f. 25.12.
1946, d. 13.8. 2008.
Hinn 6.11. 1973 giftist Mar-
grét eftirlifandi eiginmanni sín-
f. 2002. 2) Jón Arnar rafvirki, f.
22.5. 1972. Barn hans með Les-
lie Thomas er Alexandra Vikt-
oria, f. 2000. 3) Þórhallur
Hjálmar hótelstjóri, f. 28.6.
1979. Börn hans með Hildi-
gunni Jónasdóttur eru Jónas
Thor, f. 2009 og Hrafnhildur
Thalía, f. 2011. Langömmu-
börnin eru 4.
Margrét var fædd og uppalin
í Reykjavík. Hún stundaði nám
við barnaskóla Austurbæjar og
lauk gagnfræðaprófi frá Lind-
argötuskóla. Á yngri árum
starfaði Margrét með móður
sinni í prentsmiðju. Eftir það
starfaði hún sem ritari og bók-
ari á lögmannsstofum. Síðustu
17 ár starfsferilsins starfaði
hún á lögmannsstofu Legalis/
Juris Borgartúni.
Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 5. febrúar
2020, klukkan 13.
Meira: mbl.is/andlat
um, Friðjóni Al-
freðssyni. Foreldr-
ar hans voru
Alfreð Friðgeirs-
son frá Húsavík, f.
14.7. 1908, d. 26.1.
1993 og Sólrún
Jónasdóttir frá
Sílalæk, f. 5.2.
1910, d. 11.10.
1986.
Börn Margrétar
og Friðjóns eru: 1)
Halldóra Þórdís hjúkrunar-
fræðingur, f. 7.1. 1967. Sam-
býlismaður hennar er René
Andersen. Börn Halldóru með
Þórarni Þórhallssyni eru Mar-
grét Rut, f. 1992, Kolbrún Huld,
f. 1993, Friðjón Þór, f. 1995 og
Ásdís Birna, f. 2002. Börn René
eru Sarah, f. 1996 og Christian,
Elsku hjartans amma mín,
hetjan mín og besta vinkona er
látin.
Óhjákvæmilega stundin sem
ég kveið svo fyrir er orðin að
veruleika. Tómleikatilfinningin
og söknuðurinn er mikill en
minningarnar lifa og ylja.
Ég var fyrsta barnabarnið
hennar ömmu, ég fæddist á 43
ára afmælisdaginn hennar og
var skírð í höfuðið á henni.
Amma kallaði mig alltaf elsku
bestu afmælisgjöfina sína sem
mér þótti mjög vænt um. Við
höfum alla tíð verið mjög nánar,
amma var stór hluti af mér og
mínu lífi. Hún studdi mig í einu
og öllu og hafði óbilandi trú á
mér sama hvað. Amma mín var
fluggreind, góðhjörtuð og með
frábæran húmor. Það var svo
gaman að grínast í henni og
hlæja með henni. Hún var ein-
faldlega best.
Afmælisdagurinn okkar
ömmu var uppáhaldsdagur okk-
ar beggja og reyndum við alltaf
eftir fremsta megni að eyða
honum saman sama hvort til
þess þyrfti að rúnta alla leið til
Hornafjarðar eða Víkur í Mýr-
dal, þegar við fjölskyldan
bjuggum þar, eða núna síðast
að fljúga alla leið til Spánar til
þess að koma ykkur afa á óvart
í tilefni 70 ára afmælis ykkar.
Þar áttum við yndislegar stund-
ir saman sem ég mun aldrei
gleyma. Það var svo gaman að
geta komið ykkur svona
skemmtilega á óvart, þú ljóm-
aðir öll.
Við áttum óteljandi góða
tíma saman. Stelpuferðin okkar
til Svíþjóðar og allar notalegu
samverustundirnar í Hákoti
sem einkenndust af góðum
grillmat, spilum, spjalli, hlátri
og gleði. Öll skiptin þar sem við
mæltum okkur mót í hádeginu á
annasömum vinnudögum til
þess eins að ná smá tíma saman
og allar dýrmætu kvöldstund-
irnar sem við áttum saman. Það
er svo stutt síðan ég eldaði fyrir
okkur síðast, gisti hjá þér, við
horfðum saman á mynd og
spjölluðum fram á nótt um allt
og ekkert. Það voru bestu
kvöldin.
Ég get ekki þakkað þér
nægilega fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og einnig fyrir
son minn. Þú sást ekki sólina
fyrir honum.
Það var yndislegt að sjá fal-
lega sambandið ykkar á milli
blómstra og hversu mikið hann
hélt upp á þig. Hann bað oft um
að fá að fara í heimsókn til ykk-
ar afa, fá að hringja í þig,
kaupa blóm til að færa þér og
það allt að eigin frumkvæði. Að
fara með ykkur afa í Hákot eða
í sveitina eins og hann kallaði
það var toppurinn á tilverunni
þar sem hann var dekraður í
botn enda prinsinn þinn, það
má allt hjá löngu eins og þú
sagðir svo oft. Þið kvöddust
alltaf með því að segja „love
you“ hvort við annað og þú
hafðir reglulega orð á því að þú
elskaðir hann til tunglsins og
aftur heim.
Elsku yndislega amma mín,
að kveðja þig er mér og okkur
öllum í fjölskyldunni svo þung-
bært. Ég vildi óska þess að við
hefðum getað átt fleiri stundir
saman en á sama tíma hugga ég
mig við það að nú sértu ekki
lengur þjáð. Baráttan sem þú
háðir, naglinn sem þú varst. Þú
ert og verður alltaf mín helsta
fyrirmynd.
Mikið verður afmælisdagur-
inn okkar tómlegur án þín en
ég skal sjá til þess að halda upp
á hann fyrir okkur báðar og
skála fyrir okkur í ísköldum
mojito.
Takk fyrir allt elsku besta
amma, ég elska þig alltaf.
Þín
Margrét yngri.
Nú er komið að kveðjustund,
mín kæra.
Ég minnist Möggu frænku
minnar með þakklæti og hlýju.
Magga var ein af þeim frænk-
um sem mér þótti vænst um.
Það var alltaf gott að koma til
hennar og Friðjóns, hvort sem
það var í borginni eða í sælu-
reitinn Hákot. Ég hef átt marg-
ar stundir með henni og fjöl-
skyldunni frá því að ég man
eftir mér. Magga var með stál-
minni og hafði mikinn áhuga á
mér og mínum, það var alltaf
erfitt að kveðja og slíta sig frá
henni. Síðustu stundirnar okkar
saman eru dýrmætar, síðasta ár
mótaðist af því að þú varst að
gera allt í síðasta skipti.
Að setjast upp í bílinn og
fara til ykkar í bústaðinn var
aldrei erfitt, þvílík sæla að hitta
þig. Við sátum heilu dagana
malandi og skoðuðum okkur um
á netinu sem var eitt af þínum
áhugamálum, að vita hvað allir
voru að gera. Hvernig hafa
strákarnir þínir það, Fanney?
Ætla þeir ekkert að koma?
Þeim þótti vænt þetta og voru
duglegir að koma til þín. Ég
sendi þér reglulega myndir af
þeim og litlu stelpunum þeirra
og þú varst glöð með það.
Vinátta er mér ofarlega í
huga þegar ég hugsa til þín,
Magga. Þú varst ein besta og
nánasta vinkona mömmu og vil
ég þakka þér fyrir það, hennar
missir er mikill eins og okkar
allra. Þinn tími var kominn og
núna ertu komin á þann stað
þar sem þú getur haldið áfram
að fylgjast með okkur öllum og
ég veit að þér líður vel, verkja-
laus og falleg.
Takk fyrir að fá að vera hluti
af lífi þínu, takk fyrir mig og
mína. Elsku Friðjón, Dóra Dís,
Nonni og Þórhallur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hvíldu í friði, mín kæra.
Fanney Björnsdóttir.
Það var árið 2000 sem Mar-
grét, eða Magga eins og hún
var jafnan kölluð, kom til starfa
hjá okkur Gunnari Jóhanni
Birgissyni, sem þá rákum lög-
mannsstofu í Eymundssonhús-
inu í Austurstræti undir nafn-
inu Lögmenn Austurstræti.
Margrét hafði þá langa reynslu
af störfum fyrir lögmenn og hóf
sinn feril sem ritari á lögfræði-
skrifstofu Guðmundar Ingva
Sigurðssonar, Jónasar A. Að-
alsteinssonar o.fl. og starfaði
síðan hjá öðrum lögmönnum áð-
ur en hún kom til okkar. Við
áttum eftir að eiga langa sam-
fylgd því hún fylgdi lögmanns-
tofunni þegar hún flutti úr
Austurstræti í Lágmúla og hét
þá Legalis og síðan þegar Leg-
alis sameinaðist öðrum lög-
mönnum og varð Juris og flutti
í Borgartúnið. Síðustu árin og
allt til haustsins 2017, starfaði
Magga svo hjá innheimtufyrir-
tækinu Gjaldskilum, sem er í
eigu lögmannsstofanna Juris og
Lex, og þóttist hún þá vera bú-
in að loka hringnum því Lex á
rætur sínar að rekja til lög-
mannsstofu Guðmundar Ingva
og fleiri sem áður var minnst á.
Hún gerði oft grín að sjálfri sér
og furðaði sig á því að hún
skyldi hafa eytt svona stórum
hluta ævinnar í að vinna fyrir
lögmenn, en hún kunni í raun
vel við það, og það var mikill
fengur fyrir lögmannastéttina
að fá að njóta starfskrafta
Möggu svo lengi. Ég var að
segja einum kollega mínum frá
andláti Möggu og hvað hún
hefði unnið lengi og hjá mörg-
um lögmönnum og varð honum
þá að orði hvort hún hefði ekki
örugglega byrjað hjá Njáli á
Bergþórshvoli. Magga hefði
haft gaman af þessu tilsvari.
Maður fann strax að með
Möggu var kominn til starfa
starfsmaður með dýrmæta
reynslu og ekki var verið að
hanga yfir hlutunum, verkin
voru unnin hratt og vel. Þá var
enn unnið með diktafón og
stefnur og greinargerðir lesnar
inn og síðan vélritaði Magga
þetta upp. Allt sem hún gerði
var gert af vandvirkni. Hún
vatt sér beint í verkið. Það var
alveg sama hvað maður bað
Möggu um að gera það leysti
hún vel og snarlega. Magga var
líka skemmtilegur samstarfs-
félagi og húmorinn var á rétt-
um stað. Því fengum við að
kynnast í vinnunni og eins á
fjölmörgum samkomum starfs-
manna þar sem hún og Friðjón
voru fastagestir. Þau kunnu að
njóta stundarinnar.
Ég átti svo eftir að hafa
meiri samskipti við Möggu, því
hún og Friðjón, eiginmaður
hennar, fluttu í íbúð á næstu
hæð fyrir neðan tengdaforeldra
mína Elsu og Steinarr og hitti
ég þau oft í heimsóknum til
þeirra. Tengdaforeldrar mínir
nutu líka þessa nábýlis í ríkum
mæli en þau gátu ávallt leitað
til þeirra ef einhverja aðstoð
þurfti og þá var ekki að spyrja
að hjálpsemi og greiðvikni
þeirra hjóna. Fannst mér gott
að vita af tengdaforeldrum mín-
um í nábýli við þau Möggu og
Friðjón.
Við andlát Möggu rifjast upp
margar góðar minningar. Ein
minning stendur þó upp úr en
það var þegar gamlir sam-
starfsmenn sem unnið höfðu
lengi saman hjá Lögmönnum
Austurstræti, Legalis, Juris og
Gjaldskilum hittust í sumarbú-
stað mínum í Kjósinni í júní-
byrjun 2017 og eyddum við
saman helgi ásamt mökum í
blíðskaparveðri. Það var sér-
lega ánægjulegt að fá þau í
heimsókn og sýna þeim sveit-
ina. Þar voru Magga og Friðjón
í essinu sínu enda fann maður
glöggt hversu áhugsöm þau
voru um allt sem viðkom sum-
arbústaðnum og sumarbústað-
alífi enda áttu þau sumarbústað
við Laugarvatn sem þau unnu
mjög og reyndu að dvelja þar
sem oftast. Varð þeim tíðrætt
um þennan stað og átti hann
greinilega góðan stað í hjarta
þeirra beggja.
Magga glímdi við krabba-
mein síðustu árin en hún vildi
vinna og ætlaði sér ekki að lúta
í lægra haldi fyrir sjúkdómnum.
Magga er einn minnisstæðasti
samstarfsmaður sem ég hef
kynnst. Ég minnist hennar með
miklu þakklæti. Ég sendi Frið-
jóni og fjölskyldu þeirra inni-
legar samúðarkveðjur og bið
þeim Guðs blessunar.
Sigurbjörn Magnússon.
Elsku Magga okkar, hún var
kannski lítil og pen í útliti en
hún var svo stór kona í öllum
öðrum skilningi. Hún var sann-
kölluð hversdagshetja, þrjósk
og sterk kona en elskaði hlát-
urinn og gleðina umfram allt.
Ekkert var verið að staldra við
erfiðleika og leiðindi. Hún
Magga var svo hrein og bein,
sagði skoðanir sínar umbúða-
laust og gat vissulega „tuðað“
en gerði það allt einhvern veg-
inn þannig að maður hló bara,
og hún hló svo sannarlega með.
Hún hafði svo mikinn húmor al-
veg fram á síðasta dag og það
var ekkert heilagt þegar kom
að því að hlæja aðeins til að
létta lundina.
Magga var í rauninni aldurs-
laus og eignaðist vini í okkur,
sem gætum allar verið dætur
hennar miðað við aldursmun.
Hún var enda alltaf ungling-
urinn í hópnum, elskaði snakk,
kók og hamborgara. Kannski
kál á hamborgarann en annars
voru ávextir og grænmeti bara
fyrir börn. Þegar við buðum
henni með okkur á Gló í hádeg-
inu bað hún okkur vinsamlegast
að bjóða sér bara með þegar við
ætluðum að borða „alvörumat“,
t.d. American Style. Enda færð-
um við henni einn slíkan ham-
borgara á líknardeildina í haust
og hún hreinlega stundi af
ánægju, þótt lystin væri ekki
mikil.
Við eignuðumst líka góðan
vin í Friðjóni enda var engin
Magga án hans. Hún elskaði
hann skilyrðislaust og hann
hana. Hann var hennar stoð og
stytta í einu og öllu, eins og
reyndi heldur betur á síðustu
ár. Stærra og fallegra ástar-
samband er vandfundið og við
hugsum með okkur að við vilj-
um verða eins og Magga og
Friðjón þegar við verðum stór-
ar.
Þau hjónin elskuðu að fara í
Hákot og tóku yfirleitt eitt eða
fleiri barnabörn með. Þau voru
nefnilega þessi amma og afi
sem báðu um að fá börnin til
sín. Segir svo margt um þetta
eðalfólk.
Það er óendanlega sorglegt
að Magga skuli ekki hafa fengið
að njóta lengra ævikvölds með
Friðjóni sínum, börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Minning Möggu mun hins vegar
alltaf lifa enda skildi hún eftir
svo mikið af gleði og hamingju
að það dugar næstu kynslóðum.
Við þökkum innilega fyrir
samfylgdina, þvílík gæfa að
hafa kynnst þessari frábæru
konu. Ástvinum Möggu, og sér-
staklega eilífðarkærastanum
Friðjóni, vottum við innilega
samúð.
Edda Andradóttir,
Gréta Hilmarsdóttir,
Guðrún M. Eysteinsdóttir.
Elsku Magga, mín kæra vin-
kona.
Þá er þessari baráttu þinni
við krabbameinið lokið eftir
hetjulega baráttu í mörg ár.
Það er svo merkilegt að ég
man enn þá hvernig og hvar við
hittumst fyrst fyrir algjöra til-
viljun.
Það var 17. júní og við á leið í
bæinn í strætó. Þú varst svo
hress og skemmtileg, lífið og
gleðin í algleymingi. Upp frá
þessum fyrsta fundi okkar
varðst þú mín besta vinkona og
hélst þessi vinátta okkar alla
tíð.
Ég þakka þér allar skemmti-
legu stundirnar í Miðdalnum. Í
sumarbústað pabba þíns í
prentaralandinu. Við vorum
ungar þegar við fórum að flækj-
ast þangað einar, en oftast var
annað hvort foreldra þinna á
staðnum. Þetta var dásamlegur
tími. Oft gengum við niður á
Laugarvatn. Fórum í gufubað
og keyptum okkur svo brauð,
gúrkur og tómata (þá var sum-
arið sko komið og svo aftur
labbað heim. Undir kvöld fórum
við með brúsa í Miðdal í kring-
um mjaltir á bænum til að fá
mjólk.
Þegar við urðum eldri, komn-
ar með menn og börn þá hitt-
umst við sjaldnar. Báðar upp-
teknar, komnar í fulla vinnu og
gáfum okkur ekki eins mikinn
tíma til að hittast, nema
kannski til að fara út að borða
saman í hádeginu. Alltaf var
jafn gaman hjá okkur.
Við störfuðum saman í JC
Árbæ í nokkur ár. Þar varst þú
ótrúlega kröftug og gaman að
fá þig og Friðjón í félagið.
Orkumikil, drífandi og bráð-
skemmtileg bæði tvö. Það voru
sótt ýmis námskeið og verið
með allskonar uppákomur.
Engin stórvægileg vandamál.
Allt hugsað í lausnum eins og
svo oft er sagt.
Eftir að þú veiktist jukust
samskipti okkar aftur. Enn og
aftur var það hádegishittingur-
inn og reyndar gott betur. Þeg-
ar ég hitti þig síðast og þú
varst komin á líknardeildina
fékkst þú aðstoð við að komast
fram. Það var vitað að ég myndi
bíða á meðan, þú snerir þér við
um leið og þú stóðst upp með
aðstoð tveggja kvenna og sagðir
að ég mætti prófa súrefnið þitt
á meðan. Húmorinn alltaf í fínu
lagi og svo sannarlega þér líkt.
Ég mun sakna þín, elsku vin-
kona. Hvíldu í friði.
Ég votta þér, Friðjón minn,
Dóru, Jóni Arnari, Þórhalli
Hjálmari og fjölskyldum mína
innilegustu samúð.
Þóra Pétursdóttir.
Margrét Jónsdóttir, Magga,
er fallin frá eftir langvarandi og
erfið veikindi. Hún hafði unnið
með okkur í hátt á annan ára-
tug, hjá Legalis, Juris og
Gjaldskilum. Það eru því marg-
ir samstarfsmenn, gamlir sem
nýir, sem kveðja nú góða sam-
starfskonu og vinkonu.
Magga var góður starfsmað-
ur, iðin og samviskusöm. Hún
fór aldrei heim fyrr en bunkinn
á borðinu hennar var búinn.
Hún hafði mikla reynslu og
þekkingu í sínu starfi, sem hún
nýtti til að kenna og leiðbeina
öðrum.
Magga var enn betri sam-
starfsmaður, var einhvern veg-
inn allra og aldur skipti þar
engu máli enda var hún alltaf
unglingurinn í hópnum. Hún
hafði einstaklega góða nærveru,
mikinn húmor og vildi fyrst og
fremst bara lifa, njóta og hafa
gaman.
Það var alltaf mikið hlegið
með fjörkálfinum Möggu.
Síðustu ár hafði Magga glímt
við erfið veikindi en hún lét
ekki deigan síga. Hélt bara
áfram að hafa gaman, ferðast
og njóta lífsins með Friðjóni
sínum og fjölskyldunni. Það fór
enda ekki fram hjá neinum
hvað hún elskaði Friðjón sinn,
og alla þeirra afkomendur. Hún
var stolt af þeim öllum og naut
þess að deila fréttum af þeim
með okkur hinum. Þeirra missir
er mestur.
Samstarfsfólk og vinir
Möggu þakka samfylgdina af
heilum hug og senda ástvinum
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. samstarfsfólks hjá Leg-
alis, Gjaldskilum og Juris,
Edda Andradóttir.
Margrét Jónsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRLEIF SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
áður til heimilis á Seljalandsvegi 42,
Ísafirði,
lést á Eyri, Ísafirði, fimmtudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar
klukkan 14.
Konráð Jakobsson
Helga Konráðsdóttir Sigmar Þór Óttarsson
Brynjar Jón Konráðsson
Guðbjörg Konráðsdóttir Þorsteinn Birgisson
Skarphéðinn Konráðsson
barnabörn og barnabarnabörn