Morgunblaðið - 05.02.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2020
Kveð ég nú vin-
konu mína og sam-
starfskonu Hafdísi
með nokkrum minningabrotum.
Leiðir okkar lágu saman árið
1992 þegar ég hóf störf á Ár-
bæjarsafni, en hún var þá á
skrifstofunni í Líkn og ég að
hefja störf við fornleifarann-
sóknina í Viðey og með skrif-
stofu í geymslu 1B. Ekki leið á
löngu þar til við urðum góðar
vinkonur og ófáar stundir sat ég
inni hjá henni í djúpa stólnum
og við ræddum málin. Hafdís,
þessi glaða og fallega kona, allt-
af vel tilhöfð, með skartgripi og
á hælaskóm. Þó við værum ólík-
ar hvað það varðaði þá áttum
við margt sameiginlegt, og ekki
leið á löngu þar til ég var búin
að kynnast allri fjölskyldunni
hennar og Palla. Hún var ekki
úr sveit, hún var frá Hellissandi
og sem stelpuskott hafði hún
farið ófáar ferðir með pabba
sínum standandi frammi í vöru-
bílnum og seinna afgreitt bens-
ín. Það sem einkenndi Hafdís
var greiðvikni, gott skipulag og
smekkvísi. Skrifstofan hennar
alltaf hrein og fín, allt í röð og
reglu, blóm og styttur í glugg-
anum. Allar möppur voru eins
og allar merktar, hún dró fram
eina og eina og fann svör við
öllum sköpuðum hlutum um
safnið, hún vissi allt. Heimilið
hennar og Palla í Smárarim-
anum var eins, allt svo fínt og
fallegt en þangað kíkti ég ófá
skipti í kaffi. Helst vildi hún að
ég kæmi fyrir jólin og þá fékk
ég að smakka á öllum jóla-
bakstrinum og skoða allt jóla-
Hafdís
Halldórsdóttir
✝ Hafdís Hall-dórsdóttir
fæddist 21. júní
1951. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 20. janúar
2020. Hafdís var
jarðsungin 30. jan-
úar 2020.
skrautið sem þau
hjón höfðu sett svo
fallega upp. Í Haf-
dísi bjó líka mikil
gleði og stutt í
hlátur og á litlu
kaffistofunni í Líkn
var oft glatt á
hjalla í tíu-kaffinu í
denn. Þar sátum
við tvær, Úlli,
Magga, Helgi,
Hrefna, Aðalbjörg,
Ransý, Bjarni, Magga Jónasar
og kannski fleiri í einni kös.
Hver byrjaði man ég nú ekki,
en iðulega var öskrað og grátið
af hlátri, þvílík stemning, og hjá
Hafdísi fór maskarinn oftast af
stað.
Oft leitaði ég í ráðakistuna
hennar, hvort sem það snéri að
safninu eða öðru; það var þessi
mikla greiðvirkni sem einkenndi
hana: „Talaðu bara við Palla ef
þig vantar dekk.“ Þessi vinátta
milli okkar varð til þess að við
vorum ávallt herbergisfélagar í
öllum ferðum sem safnið fór í.
Árlega fórum við á farskóla
safnamanna að hausti sem var
haldinn úti á landi. Safnið tók
þá á leigu litla rútu sem Úlli eða
Óli keyrðu, yndislegar ferðir.
Starfsmenn safnsins fóru auk
þess í nokkrar fræðsluferðir til
útlanda, til London, Péturs-
borgar, Glasgow og Oslóar. Í
þessum menningarferðum
smelltum við okkur líka í nokkr-
ar skvísubúðir; „verðum að
finna eitthvað flott á þig“, sagði
hún og ég endaði með fullan
poka, ég sem ætlaði ekki að
kaupa neitt! En þegar stóð til
að fara til Berlínar 2014 varð
breyting á.
Hafdís teysti sér ekki með;
við vorum að spá hvað væri að
gerast með hana. Í ljós kom að
á hana lagðist erfiður sjúkdóm-
ur sem dró hana í burtu frá
okkur. Í þessi skipti sem ég
heimsótti hana á Eir sá ég
hvernig hún var að fara, hægt
og rólega. Ég rifjaði með henni
upp tímann á Árbæjarsafni:
„Manstu þegar við …?“ „Já,“
sagði hún, brosti og tísti. Mikið
á ég eftir að sakna hennar.
Minningin lifir um yndislega
vinkonu.
Anna Lísa Guðmundsdóttir.
Í dag kveð ég kæra móð-
ursystur mína, Hafdísi Hall-
dórsdóttur eða Haddý frænku
eins og hún var kölluð. Minn-
ingar mínar um Haddý eru
margar og flestar tengdar fjöl-
skyldunni. Við Inga, Lóa og
Helga á fallegu heimili hennar
og Palla. Eða í sumarhúsinu, í
sveitinni á Borg og í berjamó á
Snæfellsnesi. Staðir sem eru
okkur kærir.
Haddý var glaðlynd og vinnu-
söm. Henni féll aldrei verk úr
hendi á meðan hún hafði heilsu
til og var hún einstaklega skipu-
lögð. Það var alltaf svo gaman
að koma til Haddýjar, gleyma
sér í fallega garðinum hennar
og spjalla um blómin. Heimilið
og garðurinn sem hún bjó sér
var til fyrirmyndar. Mamma og
Haddý voru nánar systur. Þær
eignuðust okkur Ingu Hlín í
sama mánuði. Ég kom í heiminn
21. maí, daginn sem Inga átti að
koma í heiminn. Inga lét bíða
eftir sér og fæddist níu dögum
síðar. Fjölskyldurnar okkar
bjuggu í Árbænum og samgang-
ur alltaf mikill.
Í lífi Haddýjar var fjölskyld-
an alltaf númer eitt. Hún var
einstaklega umhyggjusöm og
fylgdist af alúð með velferð okk-
ar.
Að leiðarlokum þakka ég þér,
elsku Haddý mín, fyrir gott
veganesti út í lífið. Allar stund-
irnar við kaffiborðið þitt innan
um blómin þín fallegu í garð-
stofunni eða í sveitinni. Þetta
eru dýrmætar minningar. Við
söknum þín. Nú ertu flutt í
sumarlandið í sól og sumaryl.
Ég sé þig fyrir mér umvafin
fjölskyldu, vinum og blómum.
Blessuð sé minning þín.
Katrín Lára.
Í dag kveðjum við elskulega
vinkonu okkar, Hafdísi Hall-
dórsdóttur, sem lést eftir löng
og erfið veikindi.
Vð kynntumst fyrir rúmum
30 árum er við unnum saman á
Árbæjarsafni, urðum strax góð-
ar vinkonur og höfum haldið
sambandi síðan.
Hafdís var skrifstofustjóri
safnsins, sú sem vissi allt og
gott var að leita til. Hún var af-
ar hógvær kona og samvisku-
samasti starfsmaður sem við
höfðum kynnst, tók t.d. aldrei
löng sumarfrí vegna anna á
safninu, því það gekk fyrir.
Hafdís var mikill fagurkeri
eins og heimili hennar bar vott
um.
Hún elskaði garðrækt og
naut þess að hafa blóm í kring-
um sig bæði inni og úti, og
blómin á Árbæjarsafni báru
þess glöggt vitni.
Hún var mikil fjölskyldukona
og Palli, dætur þeirra og barna-
börnin tvö voru henni allt.
Síðustu árin reyndust henni
erfið, en hún tókst á við veikindi
sín af miklu æðruleysi og fjöl-
skyldan stóð þétt saman til að
létta henni lífið.
Við viljum minnast hennar
með þessu ljóði, Berjamór, sem
á svo vel við nátúruunnandann
og berjatínslukonuna, Hafdísi.
Undursamleg
sú náttúra
sem Guð mér gaf
til að tigna,
til að erfa
og njóta.
Fagrir stígar,
falleg tré
umlukin náttúru
umm, svo notalegt.
Berjablá,
út að eyrum
eftir góðan göngutúr,
um stokk’ og steina.
held ég glöð
heim á leið.
(Hulda Ólafsdóttir)
Við vottum Palla, Lóu Dögg,
Ingu Hlín og fjölskyldunni allri
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Hafdísar
Halldórsdóttur.
Rannveig Ásbjörnsdóttir og
Aðalbjörg Ólafsdóttir.
Elsku hjartans
Viktoría mín. Það
sem ég vildi að ég
gæti knúsað þig
einu sinni enn og sagt þér hversu
stóran og mikilvægan stað þú átt
í hjarta mínu. Minningarnar ylja
mér um hjartarætur þegar ég
hugsa til þín, allt sem við gerðum
saman, sama hversu gáfulegt
það var. Það var undantekninga-
laust gaman hjá okkur. Við
tengdumst á svo sterkan hátt
sem erfitt er að koma í orð og
enginn mun skilja nema við
tvær. Við töluðum um allt milli
himins og jarðar – án þess að
dæma hvor aðra fyrir allar mis-
gáfulegu ákvarðanirnar sem við
tókum í okkar lífi. Fyrir mér
varstu manneskjan sem ég gat
verið ég sjálf í kringum og fund-
ist ég örugg án nokkurra tak-
markana. Tómið sem myndaðist
í hjarta mínu þegar þú yfirgafst
þennan heim er ólýsanlegt.
Minningarnar byrja að mynd-
ast þegar við kynnumst fyrst,
fyrir 13 árum. Allar fótboltaæf-
ingarnar, utanlandsferð, skóla-
böllin, hittingarnir, spilakvöldin,
kósíkvöldin, djammið og svo
Viktoría Hrönn
Axelsdóttir
✝ Viktoría HrönnAxelsdóttir
fæddist 16. janúar
1995. Hún lést 19.
janúar 2020.
Útför hennar fór
fram 29. janúar
2020.
mætti lengi telja.
Það sem mér er
minnisstæðast er
þegar þú hittir
strákinn minn,
Mikael Aron, í
fyrsta skiptið. Þú
varst svo stolt af
mér og hafðir alltaf
óbilandi trú á mér. Í
fótboltanum varstu
leiðtogi, enda fyrir-
liði liðsins. Þú hætt-
ir þó ekki að vera leiðtogi þrátt
fyrir að hafa yfirgefið fótboltann
heldur studdir mig áfram í að
koma með þér í ræktina og
hvattir mig á öllum þeim æfing-
um sem við fórum á saman. Þú
passaðir upp á að öllum liði vel,
sama hvar við vorum. Þú vildir
að ég kynntist þínum nánustu úr
öllum áttum enda mikilvægasta
fólkið í þínu lífi.
Allir voru velkomnir og þú
dreifðir ást þinni til allra sem
þér þótti vænt um – enda fundu
allir sem þekktu þig fyrir því.
Þegar við fórum út á lífið saman
var allt svo gott og ekkert komst
að nema jákvæð orka, enda vor-
um við fyrstar á staðinn og síð-
astar heim, dönsuðum, hlógum
og einfaldlega nutum lífsins.
Okkur fannst líka ekkert
skemmtilegra en að prófa nýja
staði, sitja þar og spjalla um allt
og ekkert. Það var einmitt á
þannig stundum sem við tengd-
umst hvor annarri sterkari
böndum í hvert skipti sem við
hittumst. Við tvær gátum allt
saman og áttum mikið inni. Lífið
án þín verður ekki eins – öll
gleðin, allt peppið, hláturinn
þinn, jákvæðnin, bjartsýnin og
þrautseigjan sem þú smitaðir í
nokkurra kílómetra radíus frá
þér. Ég mun sakna þess hvern
einasta dag.
Fyrir þig ætla ég að brosa í
gegnum tárin, því eins og alltaf
varst þú manneskjan sem kom
með jákvæðni inn í alla okkar
samveru, þrátt fyrir neikvæðni í
öðrum. Þú lýstir upp alla mína
tilveru og okkar stundir.
Nú söknuðurinn
mikill er,
því þú ert ei
lengur hér
Og alltaf minn
hugur dvelur
hjá þér
En ég veit að
einn dag við
hittumst á ný
Og að móttaka
þín verður
hlý
Hvíldu í friði ástargullið mitt
– ég veit að þú ert á góðum stað,
með rauðan varalit í hlébarða-
kjólnum þínum að dansa og hafa
það notalegt.
Einn daginn mun ég hitta þig
á ný og þá skulum við rifja upp
gamla góða tíma og gera það
sem við gerum best – að
skemmta okkur. Þangað til mun
ég halda áfram með líf mitt og
gera þig stolta. Við sjáumst ástin
mín.
Þín
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURÐUR ÞORLÁKSSON
frá Vík í Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
mánudaginn 27. janúar.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 7. febrúar klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Þorláksson
Kristólína Þorláksdóttir
Gísli Þorláksson
Gunnar Þorláksson
SKÚLI ÞORSTEINSSON,
barnakennari og bóndi
frá Læknisstöðum,
er látinn. Útför verður í Háteigskirkju
fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 11.
Hólmfríður Aðalsteinsdóttir
Helga, Þorsteinn og Berglaug Skúlabörn
tengdabörn og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
24. janúar. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 5. febrúar
klukkan 13.
Friðjón Alfreðsson
Halldóra Þórdís Friðjónsd. René Andersen
Jón Arnar Friðjónsson
Þórhallur H. Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
GÍSLI ÞÓR SIGURÐSSON,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 29. janúar.
Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
7. febrúar klukkan 13.
Hrefna Sigurðardóttir
Ármann M. Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Guðrún Adda Maríusdóttir
Okkar ástkæra
LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Lilja í Holti,
sem andaðist laugardaginn 25. janúar,
verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 7. febrúar klukkan 14.
Valþór Þorgeirsson Jóhanna D. Kristinsdóttir
Ólafur Hólm Þorgeirsson Jóhanna M. Guðlaugsdóttir
Drífa Þorgeirsdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURBERGUR SIGSTEINSSON
íþróttakennari,
Ásbúð 68, 210 Garðabæ,
lést miðvikudaginn 29. janúar á
hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Guðrún Hauksdóttir
Herdís Sigurbergsdóttir
Heiða Sigurbergsdóttir Hafliði Halldórsson
Sigsteinn Sigurbergsson
Oddný Sigurbergsdóttir Arnar Daði Helgason
og barnabörn